Akkúrat árið og tíminn til að gefa út jólaplötu saman Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 12:07 Platan Það eru jól er væntanleg 27. nóvember næstkomandi. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru að leggja lokahönd á jólaplötu og mun hún koma út þann 27. nóvember næstkomandi. Sigríður tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum en útgáfutónleikar þurfa hugsanlega að bíða betri tíma. Platan kallast einfaldlega Það eru jól. Á plötunni má finna samansafn af lögum sem þau Sigríður og Sigurður hafa gert saman síðustu ár og einnig er þar að finna þrjú ný lög. Sigríður og Sigurður eru á meðal ástsælustu söngvara landsins en forsalan á plötunni er nú þegar hafin og geta aðdáendur þeirra pantað árituð eintök. Vildu ekki leggja árar í bát „Svo getum við vonandi spilað þetta fyrir ykkur einhvernveginn, einhverntímann, einhversstaðar fyrir jól,“ skrifaði Sigríður meðal annars í færslunni. Undanfarin sex ár hafa Sigríður og Sigurður haldið jólatónleika saman. Í samtali við Vísi segir hún að þau hafi ætlað sér að halda þá sjöundu núna í ár. Sigríður og Sigurður hafa glatt Íslendinga saman síðustu jól. Árið 2020 verður engin undantekning.Brynjar Snær „Við höfum alltaf gefið út eitt lag í aðdraganda þeirra. Sum eru ekki hefðbundin jólalög heldur meira svona vetrarlög eða heilsárslög, önnur sannkölluð jólalög. Hugmyndin var alltaf að þau myndu svo enda saman á plötu. Við ákváðum að taka upp þrjú ný lög núna og þá vorum við komin með akkúrat plötulengd. Við vitum auðvitað ekkert hvað verður um jólin eða aðventuna í ár en vildum absalut ekki leggja árar í bát og ákváðum að þetta væri akkúrat árið og tíminn fyrir plötuna. Svo sjáum við bara hvort eða hvenær eða hvernig við getum spilað hana live fyrir fólk þessa aðventuna.“ Lagalisti plötunnar Það eru jól: Freistingar Vindar að hausti Það eru jól Hjarta mitt Notalegt Annað haust Er líða fer að jólum Desemberkveðja Hvað ertu að gera á gamlárs? Jól Menning Tengdar fréttir Þótti vænt um fallegt símtal frá ókunnugri konu Sigríður Thorlacius söngkona birti í kvöld pistil á Facebook þar sem hún kallar eftir því að ríkið grípi til aðgerða til að koma til móts við hana og kollega hennar í tónlistariðnaðinum, nú þegar litar sem engar tekjur er að fá af tónleikahaldi. 15. október 2020 23:49 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru að leggja lokahönd á jólaplötu og mun hún koma út þann 27. nóvember næstkomandi. Sigríður tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum en útgáfutónleikar þurfa hugsanlega að bíða betri tíma. Platan kallast einfaldlega Það eru jól. Á plötunni má finna samansafn af lögum sem þau Sigríður og Sigurður hafa gert saman síðustu ár og einnig er þar að finna þrjú ný lög. Sigríður og Sigurður eru á meðal ástsælustu söngvara landsins en forsalan á plötunni er nú þegar hafin og geta aðdáendur þeirra pantað árituð eintök. Vildu ekki leggja árar í bát „Svo getum við vonandi spilað þetta fyrir ykkur einhvernveginn, einhverntímann, einhversstaðar fyrir jól,“ skrifaði Sigríður meðal annars í færslunni. Undanfarin sex ár hafa Sigríður og Sigurður haldið jólatónleika saman. Í samtali við Vísi segir hún að þau hafi ætlað sér að halda þá sjöundu núna í ár. Sigríður og Sigurður hafa glatt Íslendinga saman síðustu jól. Árið 2020 verður engin undantekning.Brynjar Snær „Við höfum alltaf gefið út eitt lag í aðdraganda þeirra. Sum eru ekki hefðbundin jólalög heldur meira svona vetrarlög eða heilsárslög, önnur sannkölluð jólalög. Hugmyndin var alltaf að þau myndu svo enda saman á plötu. Við ákváðum að taka upp þrjú ný lög núna og þá vorum við komin með akkúrat plötulengd. Við vitum auðvitað ekkert hvað verður um jólin eða aðventuna í ár en vildum absalut ekki leggja árar í bát og ákváðum að þetta væri akkúrat árið og tíminn fyrir plötuna. Svo sjáum við bara hvort eða hvenær eða hvernig við getum spilað hana live fyrir fólk þessa aðventuna.“ Lagalisti plötunnar Það eru jól: Freistingar Vindar að hausti Það eru jól Hjarta mitt Notalegt Annað haust Er líða fer að jólum Desemberkveðja Hvað ertu að gera á gamlárs?
Jól Menning Tengdar fréttir Þótti vænt um fallegt símtal frá ókunnugri konu Sigríður Thorlacius söngkona birti í kvöld pistil á Facebook þar sem hún kallar eftir því að ríkið grípi til aðgerða til að koma til móts við hana og kollega hennar í tónlistariðnaðinum, nú þegar litar sem engar tekjur er að fá af tónleikahaldi. 15. október 2020 23:49 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þótti vænt um fallegt símtal frá ókunnugri konu Sigríður Thorlacius söngkona birti í kvöld pistil á Facebook þar sem hún kallar eftir því að ríkið grípi til aðgerða til að koma til móts við hana og kollega hennar í tónlistariðnaðinum, nú þegar litar sem engar tekjur er að fá af tónleikahaldi. 15. október 2020 23:49