Ouattara hlaut 94 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2020 13:10 Alassane Ouattara tók við forsetaembættinu í landinu árið 2010. Getty Alassane Ouattara, forseti Fílabeinsstrandarinnar, hlaut 94 prósent atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu um helgina. Stjórnarandstæðingar hvöttu kjósendur í landinu til að sniðganga kosningarnar. Ouattara tók við forsetaembættinu í landinu árið 2010 og segir BBC frá því að í sumum kjördæmum hafi forsetinn hlotið 99 prósent atkvæða. Þátttaka í forsetakosningunum var nærri 54 prósent, en stjórnlagadómstóll landsins á enn eftir að staðfesta niðurstöður kosninganna. Stjórnarandstaðan í landinu greindi frá því í morgun að hún myndi setja saman nýja bráðabirgðastjórn yfir landinu sem myndi svo skipuleggja nýjar kosningar. Helstu frambjóðendur stjórnarandtöðunnar, þeir Pascal Affi N'Guessan og Henri Konan Bédié, höfðu báðir hvatt stuðningsmenn sína til að kjósa ekki. N'Guessan hlaut samkvæmt kjörstjórn eitt prósent atkvæða og Bertin tvö prósent í kosningunum. Fjórði frambjóðandinn, Kouadio Konan Bertin, hlaut sömuleiðis tvö prósent. Stjórnarandstæðingar sögðu það ekki standast stjórnarskrá að Ouattara byði sig fram til endurkjörs eftir að hafa setið í embætti í tvö kjörtímabil. N'guessan hefur sagt að áframhaldandi valdaseta Ouattara væri líkleg til að hleypa af stað borgarastríði í landinu. Að minnsta kosti sextán manns hafa látið lífið í þeirri mótmælaöldu sem blossaði upp í ágúst eftir að sá sem Ouattara hafði séð fyrir sér sem arftaki á forsetastólnum, forsætisráðherrann Amadou Gon Coulibaly, lést. Ákvað Ouattara í kjölfarið að bjóða sig aftur fram til endurkjörs. Fílabeinsströndin Tengdar fréttir Forsætisráðherrann lést eftir ríkisstjórnarfund Amadou Gon Coulibaly, forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar, lést eftir að hann veiktist á miðjum ríkisstjórnarfundi í dag. Coulibaly var nýkominn heim úr meðferð vegna hjartveiki í Frakklandi en hann átti að vera forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í forsetakosningum í haust. 8. júlí 2020 20:23 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Alassane Ouattara, forseti Fílabeinsstrandarinnar, hlaut 94 prósent atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu um helgina. Stjórnarandstæðingar hvöttu kjósendur í landinu til að sniðganga kosningarnar. Ouattara tók við forsetaembættinu í landinu árið 2010 og segir BBC frá því að í sumum kjördæmum hafi forsetinn hlotið 99 prósent atkvæða. Þátttaka í forsetakosningunum var nærri 54 prósent, en stjórnlagadómstóll landsins á enn eftir að staðfesta niðurstöður kosninganna. Stjórnarandstaðan í landinu greindi frá því í morgun að hún myndi setja saman nýja bráðabirgðastjórn yfir landinu sem myndi svo skipuleggja nýjar kosningar. Helstu frambjóðendur stjórnarandtöðunnar, þeir Pascal Affi N'Guessan og Henri Konan Bédié, höfðu báðir hvatt stuðningsmenn sína til að kjósa ekki. N'Guessan hlaut samkvæmt kjörstjórn eitt prósent atkvæða og Bertin tvö prósent í kosningunum. Fjórði frambjóðandinn, Kouadio Konan Bertin, hlaut sömuleiðis tvö prósent. Stjórnarandstæðingar sögðu það ekki standast stjórnarskrá að Ouattara byði sig fram til endurkjörs eftir að hafa setið í embætti í tvö kjörtímabil. N'guessan hefur sagt að áframhaldandi valdaseta Ouattara væri líkleg til að hleypa af stað borgarastríði í landinu. Að minnsta kosti sextán manns hafa látið lífið í þeirri mótmælaöldu sem blossaði upp í ágúst eftir að sá sem Ouattara hafði séð fyrir sér sem arftaki á forsetastólnum, forsætisráðherrann Amadou Gon Coulibaly, lést. Ákvað Ouattara í kjölfarið að bjóða sig aftur fram til endurkjörs.
Fílabeinsströndin Tengdar fréttir Forsætisráðherrann lést eftir ríkisstjórnarfund Amadou Gon Coulibaly, forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar, lést eftir að hann veiktist á miðjum ríkisstjórnarfundi í dag. Coulibaly var nýkominn heim úr meðferð vegna hjartveiki í Frakklandi en hann átti að vera forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í forsetakosningum í haust. 8. júlí 2020 20:23 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Forsætisráðherrann lést eftir ríkisstjórnarfund Amadou Gon Coulibaly, forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar, lést eftir að hann veiktist á miðjum ríkisstjórnarfundi í dag. Coulibaly var nýkominn heim úr meðferð vegna hjartveiki í Frakklandi en hann átti að vera forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í forsetakosningum í haust. 8. júlí 2020 20:23
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent