Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 21:00 Hallbera Guðný verður í eldlínunni með Val á morgun. SKJÁSKOT STÖÐ 2 Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. Valsstúlkur hafa einungis æft tvisvar saman fyrir leikinn á morgun en Hallbera er hins vegar full bjartsýni. Hún segir að landsleikjahléið hafi hjálpað. „Þetta eru búnir að vera mjög undarlegir tímar hvað varðar æfingar og annað. Við vorum sjö saman í landsliðsverkefninu og það var gott fyrir okkur. Við æfðum þá og spiluðum leik,“ sagði Hallbera en landsliðið tapaði 2-0 fyrir Svíum á dögunum. „Stelpurnar sem voru heima hafa bara verið að hlaupa og djöflast. Tvær æfingar núna og það er vonandi nóg.“ En hverjir eru möguleikar Vals í einvíginu? „Ég held að við eigum góðan möguleika. Við erum með gott lið; margar landsliðskonur og efnilega leikmenn. Ég held að ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára þetta.“ „Það er gaman að fá að vera í fótbolta. Við erum eina liðið á landinu sem er að fá að æfa. Við ætlum að reyna njóta þess og lengja tímabilið okkar.“ Vinstri bakvörðurinn knái segir að ástandið sé erfitt og ekki drauma staða fyrir íþróttafólk. „Þetta er, eins og fyrir alla í heiminum, drulluerfitt ástand. Þetta gerir okkur íþróttafólkinu erfitt fyrir. Við erum vön að hafa rútínu og ramma og skipulag en það er eitthvað sem er erfitt að gera núna.“ „Þetta er rosalega erfitt og maður þarf að eiga skilningsríka vinnuveitendur og annað svo að þetta gangi allt saman upp.“ Aðspurð um hvað gerist ef liðið fer áfram svaraði Hallbera: „Ég hef ekki hugmynd um hvort að við fáum einhverja undanþágu ef við förum áfram eða ekki. Annað hvort erum við að fara hlaupa eða æfa fótbolta. Það verður að koma í ljós,“ sagði Hallbera. Leikur Vals og HJK verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsending hefst klukkan 14.50 en leikurinn sjálfur klukkan 15.00. Klippa: Sportpakkinn - Hallbera Guðný Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. Valsstúlkur hafa einungis æft tvisvar saman fyrir leikinn á morgun en Hallbera er hins vegar full bjartsýni. Hún segir að landsleikjahléið hafi hjálpað. „Þetta eru búnir að vera mjög undarlegir tímar hvað varðar æfingar og annað. Við vorum sjö saman í landsliðsverkefninu og það var gott fyrir okkur. Við æfðum þá og spiluðum leik,“ sagði Hallbera en landsliðið tapaði 2-0 fyrir Svíum á dögunum. „Stelpurnar sem voru heima hafa bara verið að hlaupa og djöflast. Tvær æfingar núna og það er vonandi nóg.“ En hverjir eru möguleikar Vals í einvíginu? „Ég held að við eigum góðan möguleika. Við erum með gott lið; margar landsliðskonur og efnilega leikmenn. Ég held að ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára þetta.“ „Það er gaman að fá að vera í fótbolta. Við erum eina liðið á landinu sem er að fá að æfa. Við ætlum að reyna njóta þess og lengja tímabilið okkar.“ Vinstri bakvörðurinn knái segir að ástandið sé erfitt og ekki drauma staða fyrir íþróttafólk. „Þetta er, eins og fyrir alla í heiminum, drulluerfitt ástand. Þetta gerir okkur íþróttafólkinu erfitt fyrir. Við erum vön að hafa rútínu og ramma og skipulag en það er eitthvað sem er erfitt að gera núna.“ „Þetta er rosalega erfitt og maður þarf að eiga skilningsríka vinnuveitendur og annað svo að þetta gangi allt saman upp.“ Aðspurð um hvað gerist ef liðið fer áfram svaraði Hallbera: „Ég hef ekki hugmynd um hvort að við fáum einhverja undanþágu ef við förum áfram eða ekki. Annað hvort erum við að fara hlaupa eða æfa fótbolta. Það verður að koma í ljós,“ sagði Hallbera. Leikur Vals og HJK verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsending hefst klukkan 14.50 en leikurinn sjálfur klukkan 15.00. Klippa: Sportpakkinn - Hallbera Guðný
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira