Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. nóvember 2020 19:00 Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföðurs frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. Fjölskyldan hefur búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þau eiga tvær dætur, sex og þriggja ára, sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. Málið hefur farið í gegn um stjórnsýsluna og dómskerfið og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Fjölskyldufaðirinn vann í uppvaski á Hótel Canopy í þrjú ár þar til honum var sagt upp nýlega vegna heimsfaraldursins. „Hann er fyrirmyndarstarfsmaður. Vann sína vinnu betur en vel, fór í önnur verk líka og bara fyrirmyndarstarfsmaður,“ segir Jón Guðni Þórarinsson fyrrverandi yfirkokkur á Hótel Canopy. Hann hafi verið mjög vel liðinn meðal samstarfsmanna sem blöskri málið. „Þetta er hrikalegt. Hann er með tvær stelpur sem eru jafn íslenskar og ég, þær fæddust hérna og önnur er í leikskóla og hin í skóla. Það er hagur barnanna sem er númer eitt tvö og þrjú og hagur þeirra er að hafa foreldra sína hér,“ segir Jón Guðni. Óboðlegur tími að mati ráðherra Dómsmálaráðherra segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingalögum, málsmeðferðartími hafi verið styttur og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Málið sýni mikilvægi þess að breyta reglum um atvinnuleyfi sem veitt eru hér á landi. „Að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug Arna. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Vonast þú til að kærunefndin fari aðra leið en hún hefur gert í þessu máli? „Kærunefndin er sjálfstæð úrskurðarnefnd og tekur málið til umfjöllunar eins og lögmaðurinn hefur beðið um og það verður þá bara að koma í ljós,“ segir Áslaug Arna. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföðurs frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. Fjölskyldan hefur búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þau eiga tvær dætur, sex og þriggja ára, sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. Málið hefur farið í gegn um stjórnsýsluna og dómskerfið og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Fjölskyldufaðirinn vann í uppvaski á Hótel Canopy í þrjú ár þar til honum var sagt upp nýlega vegna heimsfaraldursins. „Hann er fyrirmyndarstarfsmaður. Vann sína vinnu betur en vel, fór í önnur verk líka og bara fyrirmyndarstarfsmaður,“ segir Jón Guðni Þórarinsson fyrrverandi yfirkokkur á Hótel Canopy. Hann hafi verið mjög vel liðinn meðal samstarfsmanna sem blöskri málið. „Þetta er hrikalegt. Hann er með tvær stelpur sem eru jafn íslenskar og ég, þær fæddust hérna og önnur er í leikskóla og hin í skóla. Það er hagur barnanna sem er númer eitt tvö og þrjú og hagur þeirra er að hafa foreldra sína hér,“ segir Jón Guðni. Óboðlegur tími að mati ráðherra Dómsmálaráðherra segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingalögum, málsmeðferðartími hafi verið styttur og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Málið sýni mikilvægi þess að breyta reglum um atvinnuleyfi sem veitt eru hér á landi. „Að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug Arna. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Vonast þú til að kærunefndin fari aðra leið en hún hefur gert í þessu máli? „Kærunefndin er sjálfstæð úrskurðarnefnd og tekur málið til umfjöllunar eins og lögmaðurinn hefur beðið um og það verður þá bara að koma í ljós,“ segir Áslaug Arna.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45
12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49