Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 07:00 Adriana Karolina Pétursdóttir, leiðtogi starfsmannaþjónustu hjá ISAL, Straumsvík Vísir/Vilhelm „Við teljum að með því að hafa skýra aðgerðaráætlun og viðbrögð getur það leitt til þess að starfsfólk sem býr við heimilisofbeldi geti leitað eftir stuðningi hjá fyrirtækinu til að komast úr þessum aðstæðum,“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir leiðtogi starfsmannaþjónustu hjá ISAL í Straumsvík um aðgerðaráætlun sem fyrirtækið innleiddi í haust til að sporna við heimilisofbeldi. Í þessari umræðu bendir Adriana á mikilvægi þess að túlka ekki heimilisofbeldi einungis sem líkamlegt ofbeldi eða ofbeldi á milli hjóna og para. Konur eru líklegri til að vera þolendur líkamlegs ofbeldis á meðan karlmenn geti til dæmis verið að lenda í stafrænu ofbeldi, án þess að gera sér grein fyrir því að það sé líka ofbeldi. Þá eru margir vinnustaðir með ungt fólk í vinnu sem býr enn í foreldrahúsum og getur verið þolandi heimilisofbeldis, þótt þau séu uppkomin og farin að vinna. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um það hvort vinnustöðum komi heimilisofbeldi við en í fréttum fjölmiðla hefur komið fram að heimilisofbeldi sé að aukast á tímum kórónufaraldurs. Í kjölfar #metoo byltingarinnar brást atvinnulífið við með ýmsum aðgerðum, en nú er spurt hvort tilefni sé til að atvinnulífið hugi að málum almennt og þá ekki síst að málefnum heimilisofbeldis? Fjárhagsaðstoð, ráðgjöf, öryggi og fleira Að sögn Adriönu felst aðgerðaráætlun ISAL við aðstoð til þolenda til að komast út úr aðstæðum ofbeldisins. Þessi aðstoð byggir á þremur megin stuðningsþáttum: Fjárhagsaðstoð, sveigjanleiki i vinnu og/eða launað leyfi og öryggisaðstoð ásamt ráðgjöf. „Að komast úr þessum aðstæðum getur verið vandasamt og þar þarf að huga að mörgum þáttum,“ segir Adriana og útskýrir nánar í hverju aðstoðin felst. Fjárhagsaðstoðin er til dæmis hugsuð þannig að hún nái yfir þriggja daga uppihald fyrir þolendur. Í því samhengi tekur Adriana dæmi þar sem gerandi tekur debet- og kreditkort af þolanda. Fyrir vikið er þolandi ekki með nein úrræði til að bjarga sér fjárhagslega fyrstu dagana eftir að hafa yfirgefið heimilið. Þá er tengslanetið mismunandi hjá fólki og þar getur fjárhagsaðstoðin skipt máli, t.d. til að greiða fyrir gistingu. Aðalmálið í þessu segir Adriana vera að gera ráð fyrir ólíkum hlutum því aðstæður fólks eru mismunandi. Sumir eiga til dæmis auðvelt með að leita til vina og vandamanna eftir gistingu en gætu þurft fjárhagsaðstoð til að kaupa bensín á bílinn eða til að hafa afnot af bíl. Þá segir Adriana að öryggisaðstoðin sé stafræn aðstoð við þolendur. Sem dæmi nefnir hún aðstoð við að útvega nýja síma eða tölvu, að loka á geranda á samfélagsmiðlum og fleira. Stuðningur í formi ráðgjafar gerir einnig ráð fyrir mismunandi þörfum þolenda. Fyrir suma skipti til dæmis sálfræðiráðgjöf mestu máli en fyrir aðra þolendur gæti lögfræðiráðgjöf nýst best. Með þessu viljum við skapa aðstæður þannig að starfsmaður treysti sér til að stíga fram og upplifi öryggi,“ segir Adriana um áætlun ISAL. Adriana segir ISAL hafa innleitt aðgerðaráætlunina því áhersla fyrirtækisins sé sú að allt starfsfólk búi við öruggar heimilisaðstæður.Vísir/Vilhelm Fyrst á Íslandi Að sögn Adriönu nýtur ISAL góðs af því að vera hluti af alþjóðlegu fyrirtæki. Rio Tinto hafi oft í gegnum tíðina innleitt ýmsar stefnur og ferla sem teljast nýjungar hérlendis. ,,Ein þeirra er viðbrögð fyrirtækis gagnvart starfsfólki sem eru þolendur heimilisofbeldis.“ Og tímasetningin er ekki tilviljun. Eins og hefur komið fram í fjölmiðlun undanfarið hefur tilkynningum til lögreglunnar vegna heimilisofbeldi fjölgað töluvert á þessu ári og hefur það meðal annars verið rakið til Covid-19. Því höfum við tekið frumkvæði Rio fegins hendi og innleitt þessi viðbrögð hjá okkur vegna þess að við teljum málaflokkinn mikilvægan sem og velferð starfsfólks,“ segir Adriana. Sjálf segist Adriana sérstaklega vonast til þess að í framtíðinni muni yngri kynslóðir opna meira fyrir þá gátt að stíga fram og segja frá heimilisofbeldi. Það sé kannski meiri von til þess, heldur en hjá eldri kynslóðum sem þagað hafa í áratugi. Að vera með aðgerðaráætlun og styðja við bakið á þolendur sé hins vegar mikilvægt skref, óháð aldri eða öðru. En nú tengja margir heimilisofbeldi frekar við að konur séu þolendur en hjá ISAL er meirihluti starfsfólks karlmenn. Lenda karlmenn líka í heimilisofbeldi? „Lenda karlmenn í heimilisofbeldi, já ég býst við því. Ef til vill eru karlmenn ólíklegri til að stíga fram og því höfum við enga vitneskju um hvert umfang þess er. Því skiptir samsetning vinnustaðar engu máli. Við nálgumst þetta óháð kyni og aldri og viljum að allt okkar starfsfólk búi við öruggar heimilisaðstæður og við viljum geta gert það sem í okkar valdi stendur til að aðstoða,“ segir Adriana og ítrekar einnig að heimilisofbeldi á sér margar birtingarmyndir, t.d. andlegar, líkamlegar, stafrænar eða fjárhagslegar. Veistu til þess að aðgerðaráætlanir gegn heimilisofbeldi séu til staðar hjá öðrum vinnustöðum? „Að því er við best vitum er ISAL fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem setur fram svona aðgerðaáætlun. Hún endurspeglar viðhorf okkar til starfsfólks og er í samræmi við okkar stefnu um að skapa öruggan og eftirsóknarverðan vinnustað,“ segir Adriana og bætir við: „Við vonumst svo sannarlega til að ekki reyni á áætlunina en við viljum vera við öllum búin og geta stutt við okkar fólk þegar við getum.“ Stjórnun Góðu ráðin Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi - einn á sjúkrahúsi Flytja þurfti einn á sjúkrahús í nótt vegna heimilisofbeldis. Fjórar tilkynningar hafa borist um heimilisofbeldi síðasta sólarhringinn. Yfirlögregluþjónn segir málin á frumstigi rannsóknar. 31. október 2020 16:59 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
„Við teljum að með því að hafa skýra aðgerðaráætlun og viðbrögð getur það leitt til þess að starfsfólk sem býr við heimilisofbeldi geti leitað eftir stuðningi hjá fyrirtækinu til að komast úr þessum aðstæðum,“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir leiðtogi starfsmannaþjónustu hjá ISAL í Straumsvík um aðgerðaráætlun sem fyrirtækið innleiddi í haust til að sporna við heimilisofbeldi. Í þessari umræðu bendir Adriana á mikilvægi þess að túlka ekki heimilisofbeldi einungis sem líkamlegt ofbeldi eða ofbeldi á milli hjóna og para. Konur eru líklegri til að vera þolendur líkamlegs ofbeldis á meðan karlmenn geti til dæmis verið að lenda í stafrænu ofbeldi, án þess að gera sér grein fyrir því að það sé líka ofbeldi. Þá eru margir vinnustaðir með ungt fólk í vinnu sem býr enn í foreldrahúsum og getur verið þolandi heimilisofbeldis, þótt þau séu uppkomin og farin að vinna. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um það hvort vinnustöðum komi heimilisofbeldi við en í fréttum fjölmiðla hefur komið fram að heimilisofbeldi sé að aukast á tímum kórónufaraldurs. Í kjölfar #metoo byltingarinnar brást atvinnulífið við með ýmsum aðgerðum, en nú er spurt hvort tilefni sé til að atvinnulífið hugi að málum almennt og þá ekki síst að málefnum heimilisofbeldis? Fjárhagsaðstoð, ráðgjöf, öryggi og fleira Að sögn Adriönu felst aðgerðaráætlun ISAL við aðstoð til þolenda til að komast út úr aðstæðum ofbeldisins. Þessi aðstoð byggir á þremur megin stuðningsþáttum: Fjárhagsaðstoð, sveigjanleiki i vinnu og/eða launað leyfi og öryggisaðstoð ásamt ráðgjöf. „Að komast úr þessum aðstæðum getur verið vandasamt og þar þarf að huga að mörgum þáttum,“ segir Adriana og útskýrir nánar í hverju aðstoðin felst. Fjárhagsaðstoðin er til dæmis hugsuð þannig að hún nái yfir þriggja daga uppihald fyrir þolendur. Í því samhengi tekur Adriana dæmi þar sem gerandi tekur debet- og kreditkort af þolanda. Fyrir vikið er þolandi ekki með nein úrræði til að bjarga sér fjárhagslega fyrstu dagana eftir að hafa yfirgefið heimilið. Þá er tengslanetið mismunandi hjá fólki og þar getur fjárhagsaðstoðin skipt máli, t.d. til að greiða fyrir gistingu. Aðalmálið í þessu segir Adriana vera að gera ráð fyrir ólíkum hlutum því aðstæður fólks eru mismunandi. Sumir eiga til dæmis auðvelt með að leita til vina og vandamanna eftir gistingu en gætu þurft fjárhagsaðstoð til að kaupa bensín á bílinn eða til að hafa afnot af bíl. Þá segir Adriana að öryggisaðstoðin sé stafræn aðstoð við þolendur. Sem dæmi nefnir hún aðstoð við að útvega nýja síma eða tölvu, að loka á geranda á samfélagsmiðlum og fleira. Stuðningur í formi ráðgjafar gerir einnig ráð fyrir mismunandi þörfum þolenda. Fyrir suma skipti til dæmis sálfræðiráðgjöf mestu máli en fyrir aðra þolendur gæti lögfræðiráðgjöf nýst best. Með þessu viljum við skapa aðstæður þannig að starfsmaður treysti sér til að stíga fram og upplifi öryggi,“ segir Adriana um áætlun ISAL. Adriana segir ISAL hafa innleitt aðgerðaráætlunina því áhersla fyrirtækisins sé sú að allt starfsfólk búi við öruggar heimilisaðstæður.Vísir/Vilhelm Fyrst á Íslandi Að sögn Adriönu nýtur ISAL góðs af því að vera hluti af alþjóðlegu fyrirtæki. Rio Tinto hafi oft í gegnum tíðina innleitt ýmsar stefnur og ferla sem teljast nýjungar hérlendis. ,,Ein þeirra er viðbrögð fyrirtækis gagnvart starfsfólki sem eru þolendur heimilisofbeldis.“ Og tímasetningin er ekki tilviljun. Eins og hefur komið fram í fjölmiðlun undanfarið hefur tilkynningum til lögreglunnar vegna heimilisofbeldi fjölgað töluvert á þessu ári og hefur það meðal annars verið rakið til Covid-19. Því höfum við tekið frumkvæði Rio fegins hendi og innleitt þessi viðbrögð hjá okkur vegna þess að við teljum málaflokkinn mikilvægan sem og velferð starfsfólks,“ segir Adriana. Sjálf segist Adriana sérstaklega vonast til þess að í framtíðinni muni yngri kynslóðir opna meira fyrir þá gátt að stíga fram og segja frá heimilisofbeldi. Það sé kannski meiri von til þess, heldur en hjá eldri kynslóðum sem þagað hafa í áratugi. Að vera með aðgerðaráætlun og styðja við bakið á þolendur sé hins vegar mikilvægt skref, óháð aldri eða öðru. En nú tengja margir heimilisofbeldi frekar við að konur séu þolendur en hjá ISAL er meirihluti starfsfólks karlmenn. Lenda karlmenn líka í heimilisofbeldi? „Lenda karlmenn í heimilisofbeldi, já ég býst við því. Ef til vill eru karlmenn ólíklegri til að stíga fram og því höfum við enga vitneskju um hvert umfang þess er. Því skiptir samsetning vinnustaðar engu máli. Við nálgumst þetta óháð kyni og aldri og viljum að allt okkar starfsfólk búi við öruggar heimilisaðstæður og við viljum geta gert það sem í okkar valdi stendur til að aðstoða,“ segir Adriana og ítrekar einnig að heimilisofbeldi á sér margar birtingarmyndir, t.d. andlegar, líkamlegar, stafrænar eða fjárhagslegar. Veistu til þess að aðgerðaráætlanir gegn heimilisofbeldi séu til staðar hjá öðrum vinnustöðum? „Að því er við best vitum er ISAL fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem setur fram svona aðgerðaáætlun. Hún endurspeglar viðhorf okkar til starfsfólks og er í samræmi við okkar stefnu um að skapa öruggan og eftirsóknarverðan vinnustað,“ segir Adriana og bætir við: „Við vonumst svo sannarlega til að ekki reyni á áætlunina en við viljum vera við öllum búin og geta stutt við okkar fólk þegar við getum.“
Stjórnun Góðu ráðin Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi - einn á sjúkrahúsi Flytja þurfti einn á sjúkrahús í nótt vegna heimilisofbeldis. Fjórar tilkynningar hafa borist um heimilisofbeldi síðasta sólarhringinn. Yfirlögregluþjónn segir málin á frumstigi rannsóknar. 31. október 2020 16:59 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi - einn á sjúkrahúsi Flytja þurfti einn á sjúkrahús í nótt vegna heimilisofbeldis. Fjórar tilkynningar hafa borist um heimilisofbeldi síðasta sólarhringinn. Yfirlögregluþjónn segir málin á frumstigi rannsóknar. 31. október 2020 16:59