„Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 22:42 Biden á tröppum æskuheimilisins í Scranton í dag. Drew Angerer/Getty Donald Trump og Joe Biden, sem berjast um embætti Bandaríkjaforseta, eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar. Trump kom við í höfuðstöðvum landsnefndar Repúblikana í Virginíu áður en hann hélt heim í Hvíta húsið og Biden ræddi við kjósendur í Pennsylvaníu. Biden heimsótti fyrst heimabæ sinn Scranton í Pennsylvaníuríki, einu mikilvægasta ríki þessara kosninga, í dag og ávarpaði þar hóp fólks sem var samankominn fyrir utan æskuheimili hans. Biden hét því í ávarpi sínu til fólksins að hann myndi „koma velsæmi aftur við lýði í Hvíta húsinu“, ynni hann kosningarnar. Þá ritaði Biden nafn sitt á vegg í stofu æskuheimilisins, auk eftirfarandi áletrunar: „Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð.“ Photo of the signature Joe Biden left on the wall of his childhood on Election Day. https://t.co/QyVAvryTtc pic.twitter.com/Lb2TJNy2q6— Sarah Mucha (@sarahmucha) November 3, 2020 Biden ræddi einnig við stuðningsmenn og blaðamenn í Fíladelfíu áður en hann lagði af stað til Wilmington í Delaware, hvert Biden fluttist með fjölskyldu sinni frá Scranton á sjötta áratugnum. Wilmington verður lokaáfangastaður Bidens í kosningabaráttunni en þaðan mun hann ávarpa bandarísku þjóðina á einhverjum tímapunkti í nótt. Trump heimsótti skrifstofu RNC, landsnefndar Repúblikanaflokksins, í Arlington í Virginíu í dag. Þar kvaðst hann ekki hafa leitt hugann að ræðuhöldum í nótt, hvorki sigur- né tapræðu. „Vonandi gerum við aðeins eitt af þessu tvennu og, þið vitið, að vinna er auðvelt. Að tapa er aldrei auðvelt, ekki fyrir mig,“ sagði forsetinn. Þaðan hélt Trump aftur í Hvíta húsið, þar sem haldin verður kosningavaka í svokölluðu Austurherbergi (e. East room). Samkvæmt heimildum NBC-fréttastofunnar hefur um 3-400 gestum verið boðið í samkvæmið. Þeim verði öllum gert að fara í sýnatöku fyrir kórónuveirunni til að fá inngöngu. Fylgjast má með helstu vendingum og úrslitum bandarísku forsetakosninganna í alla nótt í vaktinni hér á Vísi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46 Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Donald Trump og Joe Biden, sem berjast um embætti Bandaríkjaforseta, eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar. Trump kom við í höfuðstöðvum landsnefndar Repúblikana í Virginíu áður en hann hélt heim í Hvíta húsið og Biden ræddi við kjósendur í Pennsylvaníu. Biden heimsótti fyrst heimabæ sinn Scranton í Pennsylvaníuríki, einu mikilvægasta ríki þessara kosninga, í dag og ávarpaði þar hóp fólks sem var samankominn fyrir utan æskuheimili hans. Biden hét því í ávarpi sínu til fólksins að hann myndi „koma velsæmi aftur við lýði í Hvíta húsinu“, ynni hann kosningarnar. Þá ritaði Biden nafn sitt á vegg í stofu æskuheimilisins, auk eftirfarandi áletrunar: „Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð.“ Photo of the signature Joe Biden left on the wall of his childhood on Election Day. https://t.co/QyVAvryTtc pic.twitter.com/Lb2TJNy2q6— Sarah Mucha (@sarahmucha) November 3, 2020 Biden ræddi einnig við stuðningsmenn og blaðamenn í Fíladelfíu áður en hann lagði af stað til Wilmington í Delaware, hvert Biden fluttist með fjölskyldu sinni frá Scranton á sjötta áratugnum. Wilmington verður lokaáfangastaður Bidens í kosningabaráttunni en þaðan mun hann ávarpa bandarísku þjóðina á einhverjum tímapunkti í nótt. Trump heimsótti skrifstofu RNC, landsnefndar Repúblikanaflokksins, í Arlington í Virginíu í dag. Þar kvaðst hann ekki hafa leitt hugann að ræðuhöldum í nótt, hvorki sigur- né tapræðu. „Vonandi gerum við aðeins eitt af þessu tvennu og, þið vitið, að vinna er auðvelt. Að tapa er aldrei auðvelt, ekki fyrir mig,“ sagði forsetinn. Þaðan hélt Trump aftur í Hvíta húsið, þar sem haldin verður kosningavaka í svokölluðu Austurherbergi (e. East room). Samkvæmt heimildum NBC-fréttastofunnar hefur um 3-400 gestum verið boðið í samkvæmið. Þeim verði öllum gert að fara í sýnatöku fyrir kórónuveirunni til að fá inngöngu. Fylgjast má með helstu vendingum og úrslitum bandarísku forsetakosninganna í alla nótt í vaktinni hér á Vísi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46 Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53
Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46
Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31