Binni Löve skellti sér í Borat skýluna í miðju viðtali Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2020 15:30 Binni Löve er þekkt andlit í heimi áhrifavalda hér á landi. Áhrifavaldurinn Binni Löve hefur verið ein af vinsælustu Instagram stjörnum Íslands síðastliðin ár. Binni hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina en það hefur alltaf verið stutt í grínið hjá honum. Hafsteinn Sæmundsson fékk Binna í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddu þeir meðal annars um nýjustu kvikmyndina um skrautlega karakterinn Borat en mynd númer tvö kom út á dögunum. Myndin hefur vakið mikla athygli fyrir gróft grín og mikil fíflalæti í aðalleikaranum, Sacha Baron Cohen, en Binni og Hafsteinn voru þó sammála um að fyrsta myndin hafi verið betri. „Ég verð að segja það að mér finnst mynd númer eitt miklu skemmtilegri mynd. Ég átti aðeins erfiðara með að halda þræði í þessari en þessi er miklu beittari. Hún er samt ekki eins fyndin og fyrsta og sú mynd var miklu meiri mynd. Númer tvö er samt hárbeitt, pólitísk áróðursmynd og ég var að fíla það. Þetta er bara movie with a cause og svo verður gaman að sjá hvort hún hjálpi til eða ekki,“ segir Binni. Einnig kom til tals hjá þeim hvernig samfélagsmiðlar virka í dag og hvernig fólk lítur almennt á áhrifavalda. „Hefur þú einhvern tímann heyrt eitthvað jákvætt um áhrifavalda? Hefur þú einhvern tímann lesið frétt sem segir, ég er svo þakklát fyrir áhrifavalda? Nei, nefnilega ekki. Sástu 39 herferðina?,“ segir Binni og vísar hann til herferðar sem átti að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. „Áhrifavaldar voru stór partur af því og ég var einn af þeim sem var að hjálpa Geðhjálp með þetta. Þetta er rosalega mikilvægt málefni og ég setti þetta í Instagram Story hjá mér, bara töluna 39 og ég hef aldrei fengið jafnmikið af skilaboðum. Þetta var mjög sniðug herferð hjá þeim og þar komu áhrifavaldar sterkir inn.” Í þessum klukkutíma langa þætti ræða þeir einnig hversu asnalegur Nicolas Cage var í Con Air, hversu mikið Binni elskar að taka sénsa og fara út fyrir þægindarammann, YouTube rásina hans Binna sem hann var að byrja með og hversu óþægilegt það er að vera í Borat sundskýlu en Binni prófar hana í sjálfum þættinum. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Áhrifavaldurinn Binni Löve hefur verið ein af vinsælustu Instagram stjörnum Íslands síðastliðin ár. Binni hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina en það hefur alltaf verið stutt í grínið hjá honum. Hafsteinn Sæmundsson fékk Binna í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddu þeir meðal annars um nýjustu kvikmyndina um skrautlega karakterinn Borat en mynd númer tvö kom út á dögunum. Myndin hefur vakið mikla athygli fyrir gróft grín og mikil fíflalæti í aðalleikaranum, Sacha Baron Cohen, en Binni og Hafsteinn voru þó sammála um að fyrsta myndin hafi verið betri. „Ég verð að segja það að mér finnst mynd númer eitt miklu skemmtilegri mynd. Ég átti aðeins erfiðara með að halda þræði í þessari en þessi er miklu beittari. Hún er samt ekki eins fyndin og fyrsta og sú mynd var miklu meiri mynd. Númer tvö er samt hárbeitt, pólitísk áróðursmynd og ég var að fíla það. Þetta er bara movie with a cause og svo verður gaman að sjá hvort hún hjálpi til eða ekki,“ segir Binni. Einnig kom til tals hjá þeim hvernig samfélagsmiðlar virka í dag og hvernig fólk lítur almennt á áhrifavalda. „Hefur þú einhvern tímann heyrt eitthvað jákvætt um áhrifavalda? Hefur þú einhvern tímann lesið frétt sem segir, ég er svo þakklát fyrir áhrifavalda? Nei, nefnilega ekki. Sástu 39 herferðina?,“ segir Binni og vísar hann til herferðar sem átti að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. „Áhrifavaldar voru stór partur af því og ég var einn af þeim sem var að hjálpa Geðhjálp með þetta. Þetta er rosalega mikilvægt málefni og ég setti þetta í Instagram Story hjá mér, bara töluna 39 og ég hef aldrei fengið jafnmikið af skilaboðum. Þetta var mjög sniðug herferð hjá þeim og þar komu áhrifavaldar sterkir inn.” Í þessum klukkutíma langa þætti ræða þeir einnig hversu asnalegur Nicolas Cage var í Con Air, hversu mikið Binni elskar að taka sénsa og fara út fyrir þægindarammann, YouTube rásina hans Binna sem hann var að byrja með og hversu óþægilegt það er að vera í Borat sundskýlu en Binni prófar hana í sjálfum þættinum.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira