Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur lýst yfir sigri – en sérfræðingar segja líklegra að Biden muni hafa sigur á endanum. Það veltur á atkvæðum í nokkrum miklivægum fylkjum sem eftir er að telja. Fjallað verður ítarlega um kosningarnar í Bandaríkjunum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við förum yfir niðurstöðurnar sem komnar eru og horfum í horfurnar. Heyrum í fréttaritara okkar í Bandaríkjunum, í utanríkisráðherra Íslands og í fólkinu á götunni.

Í fréttatímanum tökum við einnig stöðuna á kórónuveirunni. Fjallað var um neyðarstig Landspítala í velferðarnefnd í dag. Þar kom meðal annars fram að smit tengd Landakoti séu enn að greinast hjá starfsmönnum spítalans.

Einnig er rætt við konu sem hefur helgað sig instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi og það vanti greinilega aukna fræðslu fyrir ungt fólk.

Að auki hittum við páfagauk sem er sannfærður um að hann sé hundur.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×