Knúðu dyra og stálu síma og 600 þúsund krónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:48 Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður segir að þrátt fyrir aukningu á innbrotum sé óvarlegt að tala um faraldur. Hún segir að lögreglueftirlit hafi verið aukið en bendir á kosti nágrannavörslu. Vísir/Sigurjón Innbrotahrina hefur verið í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu og dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir stórtjóni. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til þess að huga vel að nærumhverfi sínu. Mikil umræða hefur átt sér stað um innbrotahrinu, meðal annars í Mosfellsbæ en þar eru íbúar uggandi yfir ástandinu. Dæmi eru um að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við segist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón. Einn var handtekinn í tengslum við innbrotin í dag eftir að húsleit var gerð á tveimur stöðum í Mosfellsbæ, þar sem lagt var hald muni sem taldir eru vera þýfi. Þá eru íbúar í Háleitis- og Bústaðahverfi einnig áhyggjufullir, en innbrotin á svæðinu eru orðin 82 talsins á meðan þau voru 50 allt árið í fyrra. „Ég vil ekki meina að það sé neinn faraldur í gangi frekar en í öðrum hverfum en í þessu tilfelli eru við bara óheppin, vil ég meina. Hér er fólk sem er að stela og taka eigur annarra og það þýðir bara að við þurfum að vera meira vakandi,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur til dæmis verið farið inn í geymslur, íbúðir, brotist inn í bíla, bílum stolið og svo framvegis.“ Hún nefnir dæmi um konu sem opnaði í sakleysi sínu fyrir fólki sem hafði knúið dyra. „Þeir fóru inn til hennar og stálu úlpunni hennar með síma og kortum og tóku út af kortinu fyrir sex hundruð þúsund,“ segir Guðrún. Einhverjir hafi verið handteknir og sum mál séu í ákæruferli. „Við vitum hverjir einhverjir þessara einstaklinga eru. Og þeir hafa verið handteknir, við höfum fundið þýfi heima hjá þeim og í fórum þeirra en þeir eiga ekkert endilega allt sem er stolið eða tengjast öllum innbrotum í hverfinu, alls ekki.“ Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Innbrotahrina hefur verið í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu og dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir stórtjóni. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til þess að huga vel að nærumhverfi sínu. Mikil umræða hefur átt sér stað um innbrotahrinu, meðal annars í Mosfellsbæ en þar eru íbúar uggandi yfir ástandinu. Dæmi eru um að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við segist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón. Einn var handtekinn í tengslum við innbrotin í dag eftir að húsleit var gerð á tveimur stöðum í Mosfellsbæ, þar sem lagt var hald muni sem taldir eru vera þýfi. Þá eru íbúar í Háleitis- og Bústaðahverfi einnig áhyggjufullir, en innbrotin á svæðinu eru orðin 82 talsins á meðan þau voru 50 allt árið í fyrra. „Ég vil ekki meina að það sé neinn faraldur í gangi frekar en í öðrum hverfum en í þessu tilfelli eru við bara óheppin, vil ég meina. Hér er fólk sem er að stela og taka eigur annarra og það þýðir bara að við þurfum að vera meira vakandi,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur til dæmis verið farið inn í geymslur, íbúðir, brotist inn í bíla, bílum stolið og svo framvegis.“ Hún nefnir dæmi um konu sem opnaði í sakleysi sínu fyrir fólki sem hafði knúið dyra. „Þeir fóru inn til hennar og stálu úlpunni hennar með síma og kortum og tóku út af kortinu fyrir sex hundruð þúsund,“ segir Guðrún. Einhverjir hafi verið handteknir og sum mál séu í ákæruferli. „Við vitum hverjir einhverjir þessara einstaklinga eru. Og þeir hafa verið handteknir, við höfum fundið þýfi heima hjá þeim og í fórum þeirra en þeir eiga ekkert endilega allt sem er stolið eða tengjast öllum innbrotum í hverfinu, alls ekki.“
Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira