Minnst fjórðungur þjóðarinnar í áhættuhópi vegna Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 18:00 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur segir minnst fjórðung Íslendinga í áhættuhópi vegna Covid-19. Vísir Líftölfræðingur segir að um fjórðungur Íslensku þjóðarinnar teljist í áhættuhópi vegna Covid-19. Vandasamt sé að létta á takmörkunum og hvetja þá sem eru í áhættuhópi að fara varlega, en það gæti haft veruleg áhrif á samfélagið. „Það er talið að það sé minnst fjórðungur þjóðarinnar sem sé í áhættuhópi, vegna aldurs eða annarra áhættuþátta eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki eða reykinga. Þannig að þetta er töluverður hópur,“ sagði Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er verið að skilgreina fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofþyngd og fólk sem reykir í sérstaklega hárri áhættu á að hljóta alvarleg veikindi af þessari sýkingu. Þetta eru allt einhverjir æðasjúkdómar en það er ekkert bara það. Það eru líka lungnasjúkdómar, sum krabbamein,“ segir hún. „Svo vinna sumir áhættuþættir saman, sumir eru með fleiri en einn áhættuþátt.“ Hún segir erfitt að vernda aðeins þá hópa sem teljast í áhættu og aðrir haldi lífinu áfram eins og áður. „Það er mjög erfitt að vernda fjórðung þjóðarinnar ef allir hinir eru smitaðir. Hver á að vinna á hjúkrunarheimilum? Hver á að kenna?“ spyr Jóhanna. Þá séu ekki aðeins aldraðir eða þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem séu í aukinni áhættu. „[Áhættan eykst] í raun og veru strax um fimmtugt og hún er orðin veruleg eftir sextugt. Svo bara eins og við höfum séð undanfarnar vikur að fyrir fólk sem er komið yfir áttrætt er þetta töluverð áhætta,“ segir hún. „Almennt er hár aldur erfiður með tilliti til sýkinga en Covid virðist vera sérstaklega erfitt fyrir eldra fólk. En ég get ekki svarað af hverju það er.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhönnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06 Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Líftölfræðingur segir að um fjórðungur Íslensku þjóðarinnar teljist í áhættuhópi vegna Covid-19. Vandasamt sé að létta á takmörkunum og hvetja þá sem eru í áhættuhópi að fara varlega, en það gæti haft veruleg áhrif á samfélagið. „Það er talið að það sé minnst fjórðungur þjóðarinnar sem sé í áhættuhópi, vegna aldurs eða annarra áhættuþátta eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki eða reykinga. Þannig að þetta er töluverður hópur,“ sagði Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er verið að skilgreina fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofþyngd og fólk sem reykir í sérstaklega hárri áhættu á að hljóta alvarleg veikindi af þessari sýkingu. Þetta eru allt einhverjir æðasjúkdómar en það er ekkert bara það. Það eru líka lungnasjúkdómar, sum krabbamein,“ segir hún. „Svo vinna sumir áhættuþættir saman, sumir eru með fleiri en einn áhættuþátt.“ Hún segir erfitt að vernda aðeins þá hópa sem teljast í áhættu og aðrir haldi lífinu áfram eins og áður. „Það er mjög erfitt að vernda fjórðung þjóðarinnar ef allir hinir eru smitaðir. Hver á að vinna á hjúkrunarheimilum? Hver á að kenna?“ spyr Jóhanna. Þá séu ekki aðeins aldraðir eða þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem séu í aukinni áhættu. „[Áhættan eykst] í raun og veru strax um fimmtugt og hún er orðin veruleg eftir sextugt. Svo bara eins og við höfum séð undanfarnar vikur að fyrir fólk sem er komið yfir áttrætt er þetta töluverð áhætta,“ segir hún. „Almennt er hár aldur erfiður með tilliti til sýkinga en Covid virðist vera sérstaklega erfitt fyrir eldra fólk. En ég get ekki svarað af hverju það er.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhönnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06 Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38
Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11