Fótbolti

Crystal Palace rúllaði yfir nýliða Leeds

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Marki fagnað.
Marki fagnað. vísir/Getty

Crystal Palace fór illa með nýliða Leeds United í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en liðin áttust við í Lundúnum í dag.

Scott Dann kom Palace yfir á 12.mínútu með skallamarki en Patrick Bamford taldi sig hafa jafnað metin skömmu síðar. Einhverra hluta vegna var markið þó dæmt af og bar VAR fyrir sig að Bamford hafi verið rangstæður. Afar vafasamt svo ekki sé meira sagt.

Ebe Eze kom Crystal Palace í 2-0 með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 22.mínútu en fimm mínútum síðar skoraði Bamford mark sem fékk að standa.

Engu að síður fóru heimamenn með tveggja marka forystu í leikhlé þar sem Helder Costa varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks.

Leeds náði ekki að nýta síðari hálfleikinn til að koma til baka heldur tókst Palace að bæta við forystuna. Jordan Ayew var þar að verki eftir undirbúning Wilfried Zaha.

Lokatölur 4-1 fyrir Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×