Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 13:30 Stuðningsmenn Trumps eru margir hverjir eldheitir og sannfærðir í trú sinni á forsetann. Aaron P. Bernstein/Getty Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn Guðmundar Hálfdánarsonar, prófessors í sagnfræði. Marco Rubio hefur verið nefndur sem mögulegt andlit flokksins og arftaka Trumps innan hans. „Hann kemur til með að eiga erfitt með að fá fylgi án þess að raunverulega tala til Trump aðdáenda. Sem eru að kjósa Repúblikanaflokkinn, ekki bara vegna þess að þau styðja málefni hans, heldur því þeir leggja það á sig að kjósa vegna þess að þeir dá svo Trump. Tekst einhverjum að taka þann kyndil það er ekki gott að segja,“ segir Guðmundur Hálfdánarson. Kristján Kristjánsson ræddi við Guðmund í Sprengisandi í morgun. Er „Trumpismi“ til? Guðmundur segir það álitamál hvort svokallaður „Trumpismi“ sé til. Í Trumpisma er talin felast óbilandi trú á Donald Trump og aðferðafræði hans. „Að hve miklu leyti snýst þetta bara um hans persónu eða að hve miklu leyti er hann að tjá pólitík sem hefur víðtækan stuðning.“ Hann segir að tíminn muni leiða það í ljós. Guðmundur segir Trump hafa náð til margra í kosningabaráttu sinni. „Það verður ekki af honum tekið og það sem einkennir hans kosningabaráttu eða kosningahegðun - er að honum tekst mjög vel að fá sína kjósendur og aðdáendur til að koma á kjörstað. Alveg örugglega þá hafa margir kosið í þessum tvennum kosningum 2016 og 2020 sem ekki hafa kosið áður.“ Hann segir kosningabaráttu í Bandaríkjunum snúast að miklu leyti um að fá fólk á kjörstað. „Það munar oft mjög litlu og því snýst þetta um að fá fólk til að kjósa og báðum aðilum tókst það mjög vel.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn Guðmundar Hálfdánarsonar, prófessors í sagnfræði. Marco Rubio hefur verið nefndur sem mögulegt andlit flokksins og arftaka Trumps innan hans. „Hann kemur til með að eiga erfitt með að fá fylgi án þess að raunverulega tala til Trump aðdáenda. Sem eru að kjósa Repúblikanaflokkinn, ekki bara vegna þess að þau styðja málefni hans, heldur því þeir leggja það á sig að kjósa vegna þess að þeir dá svo Trump. Tekst einhverjum að taka þann kyndil það er ekki gott að segja,“ segir Guðmundur Hálfdánarson. Kristján Kristjánsson ræddi við Guðmund í Sprengisandi í morgun. Er „Trumpismi“ til? Guðmundur segir það álitamál hvort svokallaður „Trumpismi“ sé til. Í Trumpisma er talin felast óbilandi trú á Donald Trump og aðferðafræði hans. „Að hve miklu leyti snýst þetta bara um hans persónu eða að hve miklu leyti er hann að tjá pólitík sem hefur víðtækan stuðning.“ Hann segir að tíminn muni leiða það í ljós. Guðmundur segir Trump hafa náð til margra í kosningabaráttu sinni. „Það verður ekki af honum tekið og það sem einkennir hans kosningabaráttu eða kosningahegðun - er að honum tekst mjög vel að fá sína kjósendur og aðdáendur til að koma á kjörstað. Alveg örugglega þá hafa margir kosið í þessum tvennum kosningum 2016 og 2020 sem ekki hafa kosið áður.“ Hann segir kosningabaráttu í Bandaríkjunum snúast að miklu leyti um að fá fólk á kjörstað. „Það munar oft mjög litlu og því snýst þetta um að fá fólk til að kjósa og báðum aðilum tókst það mjög vel.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira