Kanadíski sjónvarpsmaðurinn Alex Trebek er látinn 80 ára að aldri. Hann lést friðsællega á heimili sínu umvafinn fjölskyldu og ástvinum í morgun. Þetta kemur fram í færslu á Twitter.
Jeopardy! is saddened to share that Alex Trebek passed away peacefully at home early this morning, surrounded by family and friends. Thank you, Alex. pic.twitter.com/Yk2a90CHIM
— Jeopardy! (@Jeopardy) November 8, 2020
Alex var þekktastur fyrir að hafa stýrt spurningaþáttunum Jeopardy! frá árinu 1984 en greindist með fjórða stigs krabbamein í brisi á síðasta ári.
Fréttin verður uppfærð