Lífið

Hvernig 31 sjónvarpsstöð um heim allan tilkynnti Biden sem sigurvegara

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Wolf Blitzer greindi áhorfendum CNN frá tíðindunum.
Wolf Blitzer greindi áhorfendum CNN frá tíðindunum.

Það var rétt fyrir hádegi í gær að bandarískum tíma sem flestar sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna treystu sér til þess að tilkynna að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, myndi hafa betur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum gegn Donald Trump, sitjandi forseta.

Biðin hafði verið löng eftir úrslitum enda var kjördagur á þriðjudaginn og Bandaríkjamenn, sem og aðrir, orðnir vanir því að úrslitin liggi fyrir um miðja nótt eftir kjördag. Sú var ekki raunin nú þar sem afar mjótt var á munum í lykilríkjum, auk þess sem að óvenju mikill fjöldi póstatkvæða gerði talningu atkvæða flóknari en venja er.

Bandaríski fjölmiðillinn Slate hefur tekið saman myndband þar sem sjá má hvernig 31 sjónvarpsstöð um allan heiminn sagði áhorfendum sínum frá því að Joe Biden myndi sigra kosningarnar. Um er að ræða stóru sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum, nokkrar minni auk fjölmiðla í Bretlandi, Kanada og Japan svo dæmi séu tekin.

Myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.