Tengdasonur Erdogan segir af sér sem fjármálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 22:45 Berat Albayrak fjármálaráðherra Tyrklands hefur sagt af sér. Vísir/EPA Berat Albayrak, fjármálaráðherra Tyrklands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að segja af sér heilsu sinnar vegna. Hann er annar háttsettra manna í efnahagsmálum sem horfið hefur frá störfum síðustu tvo daga en seðlabankastjóra Tyrklands var í gær vikið frá störfum. Efnahagur landsins hefur tekið mikla dýfu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á en gildi lírunnar, gjaldeyris Tyrklands, hefur lækkað um 30% það sem af er ári. Fjárfestar hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir getu Seðlabankans til að takast á við verðbólguna. Albayrak tilkynnti afsögn sína í tilkynningu á Instagram, og var síðan staðfest af opinberum starfsmanni. Margir telja afsögnina enga tilviljun en í gær skipti Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins og tengdafaðir Albayraks, seðlabankastjóranum út fyrir fyrrverandi ráðherra. Bent hefur verið á að stefna nýs seðlabankastjóra í efnahagsmálum er á skjön við stefnu Albayraks. „Ég hef ákveðið að ég geti ekki sinnt embætti ráðherra lengur, sem ég hef sinnt í nærri fimm ár, heilsu minnar vegna,“ skrifaði Albayrak í yfirlýsingunni. Albayrak var skipaður fjármálaráðherra fyrir tveimur árum síðan en þar áður var hann orkumálaráðherra. Tveir heimildamenn Reuters í starfsliði forsetans sáu sér ekki fært um að staðfesta yfirlýsinguna en starfsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti hana þó. Tyrkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35 Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Berat Albayrak, fjármálaráðherra Tyrklands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að segja af sér heilsu sinnar vegna. Hann er annar háttsettra manna í efnahagsmálum sem horfið hefur frá störfum síðustu tvo daga en seðlabankastjóra Tyrklands var í gær vikið frá störfum. Efnahagur landsins hefur tekið mikla dýfu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á en gildi lírunnar, gjaldeyris Tyrklands, hefur lækkað um 30% það sem af er ári. Fjárfestar hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir getu Seðlabankans til að takast á við verðbólguna. Albayrak tilkynnti afsögn sína í tilkynningu á Instagram, og var síðan staðfest af opinberum starfsmanni. Margir telja afsögnina enga tilviljun en í gær skipti Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins og tengdafaðir Albayraks, seðlabankastjóranum út fyrir fyrrverandi ráðherra. Bent hefur verið á að stefna nýs seðlabankastjóra í efnahagsmálum er á skjön við stefnu Albayraks. „Ég hef ákveðið að ég geti ekki sinnt embætti ráðherra lengur, sem ég hef sinnt í nærri fimm ár, heilsu minnar vegna,“ skrifaði Albayrak í yfirlýsingunni. Albayrak var skipaður fjármálaráðherra fyrir tveimur árum síðan en þar áður var hann orkumálaráðherra. Tveir heimildamenn Reuters í starfsliði forsetans sáu sér ekki fært um að staðfesta yfirlýsinguna en starfsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti hana þó.
Tyrkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35 Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35
Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46
Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59