Viðbragðsaðilum hefur tekist að finna veiðimann sem var týndur í grennd við Sporðöldulón á suðurlandi í kvöld. Útkall barst viðbragðsaðilum klukkan hálf níu í kvöld en maðurinn hafði týnst í myrkrinu og fann ekki bílinn sinni.
Honum hafði þó tekist að finna veginn en maðurinn vissi ekki hvar hann var. Davíð Már Bjarnson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Björgunarsveitarfólki og lögreglu tókst að staðsetja manninn út frá farsímagögnum hans eftir að hann hringdi í neyðarlínuna. Davíð segist ekki vita hver staðan á manninum sé en eftir hans bestu vitund sé hann ekki í slæmu ástandi.
Nú sé bíls hans leitað en hann var einn á ferð.