Segir erfitt að mæla fordóma innan lögreglunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 19:53 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir erfitt að segja til um hvort það fyrir finnist fordómar í garð minnihlutahópa innan lögreglunnar þegar ekki liggi fyrir nægilega góðir mælikvarðar. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði í dag um merkingar á lögreglufatnaði og fræðslu innan embættisins. Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum eftir að mynd af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum, líkt og merki hvítra þjóðernissinna, vakti athygli. Meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í dag voru dómsmálaráðherra, yfirmaður menntamála hjá lögreglu og ríkislögreglustjóri. „Þetta var bara mjög gagnlegur fundur, við áttum bara mjög gott og árangursríkt samtal við lögregluna og mér fannst mjög jákvætt að heyra hvað hún er opin og móttækileg og bara öll að vilja gerð að efla fræðslu innan lögreglunnar um fordóma og aðferðir til að bregðast við þeim og bara almennt um fjölbreytilegt samfélag og hvernig lögreglan getur unnið fyrir alla,“ sagði Þórhildur Sunna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum, sagði hún að viðbrögð lögreglunnar vegna málsins benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Þórhildur Sunna var spurð um viðhorf sitt til þessa, nú að loknum fundi um málið í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það voru allir sammála um að það skorti meiri fræðslu innan lögreglunnar. Hver einasti gestur sem við töluðum við var á þeirri skoðun og er að vinna að því að byggja það upp. Þannig að það er bara gríðarlega jákvætt og ég tek það frá þessum fundi að lögreglan þarf stuðning til þess að byggja upp betri fræðslu og meiri mannafla og ég tek það inn í fjárlagavinnuna til þess að geta bara fylgt því eftir,“ sagði Þórhildur Sunna. „Svo kom líka fram að við þurfum bara betri mælikvarða um hvað þetta þýðir allt saman. Samskipti lögreglunnar við mismunandi hópa í samfélaginu og hvernig er hægt að mæla hvort að það fyrir finnist fordómar eða ekki. Ef við höfum enga leið til að mæla það þá getum við heldur ekki talað um það á neinn uppbyggilegan hátt og það stendur líka til bóta þannig það er gríðarlega jákvætt.“ Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir erfitt að segja til um hvort það fyrir finnist fordómar í garð minnihlutahópa innan lögreglunnar þegar ekki liggi fyrir nægilega góðir mælikvarðar. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði í dag um merkingar á lögreglufatnaði og fræðslu innan embættisins. Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum eftir að mynd af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum, líkt og merki hvítra þjóðernissinna, vakti athygli. Meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í dag voru dómsmálaráðherra, yfirmaður menntamála hjá lögreglu og ríkislögreglustjóri. „Þetta var bara mjög gagnlegur fundur, við áttum bara mjög gott og árangursríkt samtal við lögregluna og mér fannst mjög jákvætt að heyra hvað hún er opin og móttækileg og bara öll að vilja gerð að efla fræðslu innan lögreglunnar um fordóma og aðferðir til að bregðast við þeim og bara almennt um fjölbreytilegt samfélag og hvernig lögreglan getur unnið fyrir alla,“ sagði Þórhildur Sunna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum, sagði hún að viðbrögð lögreglunnar vegna málsins benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Þórhildur Sunna var spurð um viðhorf sitt til þessa, nú að loknum fundi um málið í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það voru allir sammála um að það skorti meiri fræðslu innan lögreglunnar. Hver einasti gestur sem við töluðum við var á þeirri skoðun og er að vinna að því að byggja það upp. Þannig að það er bara gríðarlega jákvætt og ég tek það frá þessum fundi að lögreglan þarf stuðning til þess að byggja upp betri fræðslu og meiri mannafla og ég tek það inn í fjárlagavinnuna til þess að geta bara fylgt því eftir,“ sagði Þórhildur Sunna. „Svo kom líka fram að við þurfum bara betri mælikvarða um hvað þetta þýðir allt saman. Samskipti lögreglunnar við mismunandi hópa í samfélaginu og hvernig er hægt að mæla hvort að það fyrir finnist fordómar eða ekki. Ef við höfum enga leið til að mæla það þá getum við heldur ekki talað um það á neinn uppbyggilegan hátt og það stendur líka til bóta þannig það er gríðarlega jákvætt.“
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira