Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 21:27 Bretland er á meðal þeirra ríkja sem hafa orðið einna verst út í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Vísir/EPA Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. Samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda greindust 22.950 manns smitaðir af veirunni í dag og 595 létust. Þar með bættist Bretland í hóp fjögurra annarra ríkja, Bandaríkjanna, Brasilíu, Indlands og Mexíkó, þar sem fleiri en 50.000 manns hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tala látinna miðast við þá sem létust innan við 28 dögum eftir að þeir greindust smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Samkvæmt öðrum mælikvörðum, til dæmis þegar minnst er á Covid-19 á dánarvottorði eða þegar svonefnd umframdauðsföll eru metin, hefur mannskaðinn orðið enn meiri. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði að tölurnar sýndu að þjóðin væri ekki laus úr viðjum faraldursins í bili. Ríkisstjórn hans greip nýlega til einna hörðustu aðgerða sinna til þessa eftir að vöxtur hljóp í faraldurinn. Hann hefur varað við því að dauðsföll geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Níu af hverjum tíu þeirra látnu í Bretland eru fólk 65 ára eða eldra. Faraldurinn hefur einnig komið harðar niður á fátækari svæðum landsins og þjóðernisminnihlutahópum en öðrum. Dauðsföll af völdum annarra kvilla hefur einnig fjölgað vegna álags á heilbrigðiskerfið. Fjögurra vikna samkomutakmarkanir tóku gildi á Englandi á fimmtudag og gilda til 2. desember. Johnson segist vonast til þess að þær aðgerðir dugi til þess að hefta útbreiðslu veirunnar frekar þannig að Bretar geti átt eins hefðbundin jól og hægt er. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. Samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda greindust 22.950 manns smitaðir af veirunni í dag og 595 létust. Þar með bættist Bretland í hóp fjögurra annarra ríkja, Bandaríkjanna, Brasilíu, Indlands og Mexíkó, þar sem fleiri en 50.000 manns hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tala látinna miðast við þá sem létust innan við 28 dögum eftir að þeir greindust smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Samkvæmt öðrum mælikvörðum, til dæmis þegar minnst er á Covid-19 á dánarvottorði eða þegar svonefnd umframdauðsföll eru metin, hefur mannskaðinn orðið enn meiri. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði að tölurnar sýndu að þjóðin væri ekki laus úr viðjum faraldursins í bili. Ríkisstjórn hans greip nýlega til einna hörðustu aðgerða sinna til þessa eftir að vöxtur hljóp í faraldurinn. Hann hefur varað við því að dauðsföll geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Níu af hverjum tíu þeirra látnu í Bretland eru fólk 65 ára eða eldra. Faraldurinn hefur einnig komið harðar niður á fátækari svæðum landsins og þjóðernisminnihlutahópum en öðrum. Dauðsföll af völdum annarra kvilla hefur einnig fjölgað vegna álags á heilbrigðiskerfið. Fjögurra vikna samkomutakmarkanir tóku gildi á Englandi á fimmtudag og gilda til 2. desember. Johnson segist vonast til þess að þær aðgerðir dugi til þess að hefta útbreiðslu veirunnar frekar þannig að Bretar geti átt eins hefðbundin jól og hægt er.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37
Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13