Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 22:00 Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka, en þá var Ísland 1-0 yfir. Getty/Laszlo Szirtesi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Ungverjalandi, 2-1, í umspili um sæti á EM í kvöld. „Þetta er svekkelsi en markar engin endalok. Það er stutt í næstu undankeppni. Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt,“ sagði Aron Einar eftir leik. „Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni.“ Aron Einar viðurkennir að kannski hafi verið orðið lítið á tankinum hjá íslensku leikmönnunum undir lok leiks. „Já, vissulega. Við fengum samt ferskar lappir inn á. Nokkrar hreinsanir hefðu mátt fara betur og við hefðum kannski átt að færa okkur framarlega. En mér fannst við vera hættulegir og fengum færi til að klára þetta endnalega og því fór sem fór,“ sagði Aron Einar sem lék sinn nítugasta landsleik í kvöld. Hann segir að andrúmsloftið í búningsklefanum eftir leikinn hafi verið þungt. „Menn eru niðurlútir og horfa fyrst og fremst á sjálfa sig. Þetta svipar til þess eftir leikinn gegn Króatíu í umspilinu fyrir HM 2014. Við getum verið svekktir með okkur sjálfa í kvöld,“ sagði Aron Einar að endingu. Klippa: Viðtal við Aron Einar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Ungverjalandi, 2-1, í umspili um sæti á EM í kvöld. „Þetta er svekkelsi en markar engin endalok. Það er stutt í næstu undankeppni. Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt,“ sagði Aron Einar eftir leik. „Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni.“ Aron Einar viðurkennir að kannski hafi verið orðið lítið á tankinum hjá íslensku leikmönnunum undir lok leiks. „Já, vissulega. Við fengum samt ferskar lappir inn á. Nokkrar hreinsanir hefðu mátt fara betur og við hefðum kannski átt að færa okkur framarlega. En mér fannst við vera hættulegir og fengum færi til að klára þetta endnalega og því fór sem fór,“ sagði Aron Einar sem lék sinn nítugasta landsleik í kvöld. Hann segir að andrúmsloftið í búningsklefanum eftir leikinn hafi verið þungt. „Menn eru niðurlútir og horfa fyrst og fremst á sjálfa sig. Þetta svipar til þess eftir leikinn gegn Króatíu í umspilinu fyrir HM 2014. Við getum verið svekktir með okkur sjálfa í kvöld,“ sagði Aron Einar að endingu. Klippa: Viðtal við Aron Einar
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51
Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44
Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50