Sigurmark Messi dæmt af hjá VAR vegna brots 27 sekúndum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 11:30 Lionel Messi gengur niðurlútur framhjá brasiliska dómaranum Raphael Claus sem hefur dæmt markið hans af. AP/Juan Roncoroni Lionel Messi hélt að hann hefði tryggt Argentínu sigurinn í nótt eftir fimmtán sendinga sókn en góða gamla Varsjáin var á öðru máli. Argentína og Paragvæ gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni HM í nótt en þetta eru fyrstu tvö stigin sem Argentínumenn tapa í Suðurameríkuriðlinum í þessari undankeppni HM í Katar 2022. Lionel Messi skoraði reyndar gott mark á 57. mínútu en það var dæmt af. Markið kom eftir fimmtán sendinga sókn þar sem Argentínumenn sundurspiluðu varnarmenn Paragvæ. Varsjáin fann hins vegar brot 27 sekúndum áður en markið var skorað og dæmdi það af. Messi's new biggest rival pic.twitter.com/hV8IoAfG3k— Goal (@goal) November 13, 2020 Paragvæ komst í 1-0 á 21. mínútu þegar Newcastle maðurinn Miguel Almiron fiskaði víti og Ángel Romero skoraði. Argentínumönnum fannst þá á sér brotið því þeir fengu ekki víti fyrir svipað brot skömmu áður. Nicolas Gonzalez jafnaði metin á 41. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Giovani Lo Celso hjá Tottenham. Lo Celso átti mjög góðan leik. Markið umdeild hjá Messi kom eftir 22 mínútna leik í seinni hálfleik. Brasilíski dómarinn fann hins vegar brot með hjálp Varsjárinnar. Brotið var á vallarhelmingi Argentínu og kom 27 sekúndum áður en markið var skorað. Argentínska liðið fór í sókn og náði fimmtán sendingum á milli manna áður en Giovani Lo Celso fann Messi út í teignum. Messi fagnaði markinu gríðarlega með félögum sínum en svo komu slæmu fréttirnar. 'You screwed us twice': Lionel Messi turns on the referee in Argentina's draw with Paraguay after winning goal ruled out by harsh VAR call https://t.co/VMVz0g0UFy— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2020 Lionel Messi var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu seinna í leiknum en tókst ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Mundo Deportivo sagði frá því að Lionel Messi hafi hreykt í dómarann í leikslok: „Þú svindlaði tvisvar á okkur,“ á Messi að hafa sagt en hann var alveg brjálaður út í brasilíska dómarann. Argentínski þjálfarinn var líka pirraður eftir leikinn. „Það voru fullt af atriðum sem VAR hefði getað dæmt á en gerði ekki. Ég er ekki að tala um góðan eða slæman ásetning. Það hefur bara enginn gaman af svona fótbolta,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins. HM 2022 í Katar Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Lionel Messi hélt að hann hefði tryggt Argentínu sigurinn í nótt eftir fimmtán sendinga sókn en góða gamla Varsjáin var á öðru máli. Argentína og Paragvæ gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni HM í nótt en þetta eru fyrstu tvö stigin sem Argentínumenn tapa í Suðurameríkuriðlinum í þessari undankeppni HM í Katar 2022. Lionel Messi skoraði reyndar gott mark á 57. mínútu en það var dæmt af. Markið kom eftir fimmtán sendinga sókn þar sem Argentínumenn sundurspiluðu varnarmenn Paragvæ. Varsjáin fann hins vegar brot 27 sekúndum áður en markið var skorað og dæmdi það af. Messi's new biggest rival pic.twitter.com/hV8IoAfG3k— Goal (@goal) November 13, 2020 Paragvæ komst í 1-0 á 21. mínútu þegar Newcastle maðurinn Miguel Almiron fiskaði víti og Ángel Romero skoraði. Argentínumönnum fannst þá á sér brotið því þeir fengu ekki víti fyrir svipað brot skömmu áður. Nicolas Gonzalez jafnaði metin á 41. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Giovani Lo Celso hjá Tottenham. Lo Celso átti mjög góðan leik. Markið umdeild hjá Messi kom eftir 22 mínútna leik í seinni hálfleik. Brasilíski dómarinn fann hins vegar brot með hjálp Varsjárinnar. Brotið var á vallarhelmingi Argentínu og kom 27 sekúndum áður en markið var skorað. Argentínska liðið fór í sókn og náði fimmtán sendingum á milli manna áður en Giovani Lo Celso fann Messi út í teignum. Messi fagnaði markinu gríðarlega með félögum sínum en svo komu slæmu fréttirnar. 'You screwed us twice': Lionel Messi turns on the referee in Argentina's draw with Paraguay after winning goal ruled out by harsh VAR call https://t.co/VMVz0g0UFy— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2020 Lionel Messi var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu seinna í leiknum en tókst ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Mundo Deportivo sagði frá því að Lionel Messi hafi hreykt í dómarann í leikslok: „Þú svindlaði tvisvar á okkur,“ á Messi að hafa sagt en hann var alveg brjálaður út í brasilíska dómarann. Argentínski þjálfarinn var líka pirraður eftir leikinn. „Það voru fullt af atriðum sem VAR hefði getað dæmt á en gerði ekki. Ég er ekki að tala um góðan eða slæman ásetning. Það hefur bara enginn gaman af svona fótbolta,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins.
HM 2022 í Katar Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira