Vaxtaálag bankanna hafi hækkað um mörg hundruð prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 11:31 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Vaxtaálag íslensku bankanna á tilteknum húsnæðislánum hefur hækkað um mörg hundruð prósent, samkvæmt greiningu hagdeildar verkalýðsfélagsins VR sem formaður félagsins birti í dag. Formaðurinn segir lækkun vaxta þannig ekki hafa skilað sér til neytenda. Hann segir VR nú kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. Vextir á húsnæðislánum hafa lækkað talsvert síðustu mánuði. Íslandsbanki hækkaði hins vegar vexti í lok október en ekki hefur verið tilkynnt um vaxtabreytingar hjá hinum stóru bönkunum. Arion banki sagði í svari við fyrirspurn Vísis 26. október að vextir væru ekki til skoðunar að svo stöddu og Landsbankinn sagði sífellt mat lagt á stöðuna. Hagdeild VR vann greiningu á þróun vaxtaálags á húsnæðislánum bankanna að beiðni stjórnar VR og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns. Í niðurstöðum greiningarinnar, sem Ragnar Þór birtir í aðsendri grein á Vísi í dag, kemur fram að þó að vextir á húsnæðislánum hafi lækkað hafi vaxtaálag hækkað undanfarin ár, í sumum tilvikum um mörg hundruð prósent. Þannig sýna meðfylgjandi gröf að vaxtaálag verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum árið 2016 hjá Landsbanka og Arion banka hafi verið í kringum 0,5 prósent. Nú sé álagið hins vegar á bilinu 1,5-2 prósent. Sömu þróun má sjá á vaxtaálagi óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Frekari niðurstöður útreikninga hagdeildar VR má nálgast í heild í grein Ragnars Þórs hér. „Við vissum að bankarnir voru ekki að skila stýrivaxtalækkunum, eða lækkun á fjármagnskostnaði, til neytenda með nægilegum hætti. Við höfðum ekki gert djúpar greiningar á því en síðan þegar Íslandsbanki tilkynnir hækkun vaxta og rökin fyrir því, og nú síðast að bankarnir virðast undirbúa farveginn fyrir vaxtahækkunarfasa, fannst okkur þetta vera í hróplegri mótsögn við þróunina í hagkerfinu og fórum að gera greiningar á þessu,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent og það þrátt fyrir mjög miklar vaxtalækkanir og lækkun bankaskatts. Þessi munur var miklu, miklu meiri en okkur óraði fyrir. Við vissum að hann var mikill en ekki svona mikill.“ Boðar undirbúning dómsmáls Hann bendir á að efnahagur landsins gangi nú í gegnum mikla óvissutíma og niðursveiflu. Samfélagið sé í „mikilli varnarbaráttu“ og honum þyki óábyrgt að bankarnir skuli stíga fram með þessum hætti. „Maður spyr sig, ef það er einhvern tímann lag að reka sig á núlli, jafnvel í eitt ár með tapi eða slíkt, þá kalla ég eftir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína í bönkunum og arðsemiskröfu og sjónarmið þegar hagkerfið er í svona miklum vanda eins og það er í dag, og gefi í rauninni tóninn. Það hlýtur að vera hagur bankanna líka að fólki og fyrirtækjum reiði vel af,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann VR vera að kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. „Við erum að skoða lagalegu hliðina á þessu máli, varðandi skilmála bankanna um breytilega vexti og lög um neytendalán, vexti og verðtryggingu, við erum alvarlega að íhuga að láta til skarar skríða gagnvart bönkunum út af þessari þróun. Og sömuleiðis ef þeir ætla sér að hækka vexti, þá munum við fara yfir það með okkar lögmönnum og láta sverfa til stáls.“ Íslenskir bankar Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Vaxtaálag íslensku bankanna á tilteknum húsnæðislánum hefur hækkað um mörg hundruð prósent, samkvæmt greiningu hagdeildar verkalýðsfélagsins VR sem formaður félagsins birti í dag. Formaðurinn segir lækkun vaxta þannig ekki hafa skilað sér til neytenda. Hann segir VR nú kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. Vextir á húsnæðislánum hafa lækkað talsvert síðustu mánuði. Íslandsbanki hækkaði hins vegar vexti í lok október en ekki hefur verið tilkynnt um vaxtabreytingar hjá hinum stóru bönkunum. Arion banki sagði í svari við fyrirspurn Vísis 26. október að vextir væru ekki til skoðunar að svo stöddu og Landsbankinn sagði sífellt mat lagt á stöðuna. Hagdeild VR vann greiningu á þróun vaxtaálags á húsnæðislánum bankanna að beiðni stjórnar VR og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns. Í niðurstöðum greiningarinnar, sem Ragnar Þór birtir í aðsendri grein á Vísi í dag, kemur fram að þó að vextir á húsnæðislánum hafi lækkað hafi vaxtaálag hækkað undanfarin ár, í sumum tilvikum um mörg hundruð prósent. Þannig sýna meðfylgjandi gröf að vaxtaálag verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum árið 2016 hjá Landsbanka og Arion banka hafi verið í kringum 0,5 prósent. Nú sé álagið hins vegar á bilinu 1,5-2 prósent. Sömu þróun má sjá á vaxtaálagi óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Frekari niðurstöður útreikninga hagdeildar VR má nálgast í heild í grein Ragnars Þórs hér. „Við vissum að bankarnir voru ekki að skila stýrivaxtalækkunum, eða lækkun á fjármagnskostnaði, til neytenda með nægilegum hætti. Við höfðum ekki gert djúpar greiningar á því en síðan þegar Íslandsbanki tilkynnir hækkun vaxta og rökin fyrir því, og nú síðast að bankarnir virðast undirbúa farveginn fyrir vaxtahækkunarfasa, fannst okkur þetta vera í hróplegri mótsögn við þróunina í hagkerfinu og fórum að gera greiningar á þessu,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent og það þrátt fyrir mjög miklar vaxtalækkanir og lækkun bankaskatts. Þessi munur var miklu, miklu meiri en okkur óraði fyrir. Við vissum að hann var mikill en ekki svona mikill.“ Boðar undirbúning dómsmáls Hann bendir á að efnahagur landsins gangi nú í gegnum mikla óvissutíma og niðursveiflu. Samfélagið sé í „mikilli varnarbaráttu“ og honum þyki óábyrgt að bankarnir skuli stíga fram með þessum hætti. „Maður spyr sig, ef það er einhvern tímann lag að reka sig á núlli, jafnvel í eitt ár með tapi eða slíkt, þá kalla ég eftir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína í bönkunum og arðsemiskröfu og sjónarmið þegar hagkerfið er í svona miklum vanda eins og það er í dag, og gefi í rauninni tóninn. Það hlýtur að vera hagur bankanna líka að fólki og fyrirtækjum reiði vel af,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann VR vera að kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. „Við erum að skoða lagalegu hliðina á þessu máli, varðandi skilmála bankanna um breytilega vexti og lög um neytendalán, vexti og verðtryggingu, við erum alvarlega að íhuga að láta til skarar skríða gagnvart bönkunum út af þessari þróun. Og sömuleiðis ef þeir ætla sér að hækka vexti, þá munum við fara yfir það með okkar lögmönnum og láta sverfa til stáls.“
Íslenskir bankar Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira