Landsmenn komast loksins í klippingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 12:44 Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina. Landsmenn munu loksins komast í klippingu í næstu viku þegar breyttar kórónuveirutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra boðaði nú í hádeginu taka gildi. Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. Starfsemi einyrkja, til að mynda hársnyrtistofa, nuddara og snyrtistofa, verður heimil á ný frá og með 18. nóvember næstkomandi þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina var nýbúin að fá veður af breyttum takmörkunum þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir hádegi. „Ég fagna þessu alveg svakalega og alveg frábært að fá að vita þetta núna í dag þannig að fólk geti farið að skipuleggja sig eftir fjöldatakmörkunum, það verður eitthvað púsluspil,“ segir Lilja. Hún var ekki jafnupplitsdjörf í viðtali við Morgunblaðið í morgun, hvar hún lýsti því að allt væri í lausu lofti hjá hársnyrtum. Tekjufallið algjört og ekkert fast í hendi um mögulegar opnanir. Fólk væri ekki bjartsýnt. Þannig má ætla að fréttir dagsins séu óvænt ánægja. „Algjörlega!“ segir Lilja. „Ég var nú bjartsýn á þriðjudaginn en Mbl hitti einhvern veginn akkúrat svona á mig. Það var erfitt að lesa í ástandið, hvaða lína yrði tekin. En það er bara partí hjá okkur núna, allir rosalega glaðir að geta farið að opna.“ Hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar í rúman mánuð, eða frá 7. október, og á öllu landinu frá 20. október. Lilja segir þennan langa tíma hafa verið hársnyrtum þungbær. „En þetta er bara frábært, ég veit að bransinn mun leggja sig fram við að halda sóttvörnum í lagi, tipla á tánum.“ En má ekki búast við að verði brjálað að gera? „Jú, það er byrjaður að koma jólahugur í fólk. Törnin er að byrja og ég veit að það eru langir biðlistar. Nú reikna ég bara með að fólk byrji að hringja út í sína viðskiptavini, það eru allir mættir við símann og byrjaðir að plana, ekki bara mál viðskiptavina heldur líka starfsmanna. Það er gefið mál að það geta ekki allir verið inni í einu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Landsmenn munu loksins komast í klippingu í næstu viku þegar breyttar kórónuveirutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra boðaði nú í hádeginu taka gildi. Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. Starfsemi einyrkja, til að mynda hársnyrtistofa, nuddara og snyrtistofa, verður heimil á ný frá og með 18. nóvember næstkomandi þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina var nýbúin að fá veður af breyttum takmörkunum þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir hádegi. „Ég fagna þessu alveg svakalega og alveg frábært að fá að vita þetta núna í dag þannig að fólk geti farið að skipuleggja sig eftir fjöldatakmörkunum, það verður eitthvað púsluspil,“ segir Lilja. Hún var ekki jafnupplitsdjörf í viðtali við Morgunblaðið í morgun, hvar hún lýsti því að allt væri í lausu lofti hjá hársnyrtum. Tekjufallið algjört og ekkert fast í hendi um mögulegar opnanir. Fólk væri ekki bjartsýnt. Þannig má ætla að fréttir dagsins séu óvænt ánægja. „Algjörlega!“ segir Lilja. „Ég var nú bjartsýn á þriðjudaginn en Mbl hitti einhvern veginn akkúrat svona á mig. Það var erfitt að lesa í ástandið, hvaða lína yrði tekin. En það er bara partí hjá okkur núna, allir rosalega glaðir að geta farið að opna.“ Hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar í rúman mánuð, eða frá 7. október, og á öllu landinu frá 20. október. Lilja segir þennan langa tíma hafa verið hársnyrtum þungbær. „En þetta er bara frábært, ég veit að bransinn mun leggja sig fram við að halda sóttvörnum í lagi, tipla á tánum.“ En má ekki búast við að verði brjálað að gera? „Jú, það er byrjaður að koma jólahugur í fólk. Törnin er að byrja og ég veit að það eru langir biðlistar. Nú reikna ég bara með að fólk byrji að hringja út í sína viðskiptavini, það eru allir mættir við símann og byrjaðir að plana, ekki bara mál viðskiptavina heldur líka starfsmanna. Það er gefið mál að það geta ekki allir verið inni í einu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
„Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02
Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50