Umfjöllun: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2020 23:05 Viðar Örn Kjartansson fagnar marki sínu sem dugði Íslandi næstum því til fyrsta stigsins á danskri grundu í 61 ár. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Danmörk vann Ísland, 2-1, í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar á Parken í kvöld. Christian Eriksen skoraði bæði mörk Dana úr vítaspyrnum. Viðar Örn Kjartansson jafnaði í 1-1 á 85. mínútu og var hársbreidd frá því að tryggja Íslendingum fyrsta stig þeirra í Þjóðadeildinni og fyrsta stigið gegn Dönum á útivelli síðan 1959. Eriksen skoraði sigurmark Dana þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Annan leikinn í röð fengu Íslendingar því mark á sig uppbótartíma en sem kunnugt er töpuðu strákarnir okkar á grátlegan hátt fyrir Ungverjum í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn. Átta breytingar og annað leikkerfi Erik Hamrén, sem stýrði Íslandi í næstsíðasta sinn í kvöld, gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum í Búdapest. Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon voru þeir einu sem héldu sæti sínu í byrjunarliðinu. Þá breytti Hamrén um leikkerfi og spilaði 5-3-2. Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega, þorði að spila sig út úr pressu Dana og átti ágætis spilkafla. Þeim fækkaði hins vegar mikið eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Danir einokuðu boltann eins og fyrri leiknum sem þeir unnu, 0-3. Þeir voru afar þolinmóðir í sínum aðgerðum, spiluðu á hálfgerðum gönguhraða og gerðu ekki margar tilraunir til að ráðast á íslensku vörnina. Ein slík skilaði næstum því árangri á 6. mínútu þegar Yussuf Poulsen átti skot framhjá eftir fasta fyrirgjöf Martins Braithwaite. Fimm mínútum síðar náðu Danir forystunni. Mathias Jensen átti þá sendingu inn fyrir vörn Íslands á Daniel Wass sem virtist vera rangstæður. Aðstoðardómarinn hélt hins vegar flaggi sínu niðri, Ari Freyr Skúlason braut á Wass og tyrkneski dómarinn Halil Umut Meler benti á vítapunktinn. Eriksen skoraði af miklu öryggi úr vítinu. Ísland hefur núna fengið á sig fyrsta markið í öllum níu leikjum sínum í Þjóðadeildinni. Á 18. mínútu komst Eriksen í gott færi en Hólmar Örn Eyjólfsson gerði vel með því að komast fyrir skot hans. Máttlítill sóknarleikur Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Danir héldu boltanum og réðu ferðinni. Íslendingum gekk bölvanlega að færa sig framarlega á völlinn, fremstu menn áttu fáa möguleika þegar þeir fengu boltann og misstu hann ítrekað. Þá fékk íslenska liðið engin föst leikatriði þar sem það gat látið reyna á dönsku vörnina. Fimm mínútum fyrir hálfleik fékk Poulsen dauðafæri eftir hornspyrnu Eriksens en skallaði yfir. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks meiddist Kasper Schmeichel eftir samstuð við Albert Guðmundsson. Hann fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Frederik Rønnow. Í upphafi seinni hálfleiks átti Eriksen skot fyrir utan vítateig sem Rúnar Alex Rúnarsson varði vel. Fátt markvert gerðist næstu mínútur, í raun allt þar til Paulsen skoraði á 66. mínútu. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Albert Guðmundsson var eflaust manna fegnastur þegar flaggið fór á loft en markið kom eftir að hann tapaði boltanum. Vel heppnaðar skiptingar Þegar um 20 mínútur voru eftir gerði Hamrén þrjár skiptingar og setti Aron Einar Gunnarsson, Viðar Örn Kjartansson og Alfreð Finnbogason inn á. Við það kom meiri kraftur í íslenska liðið, það færði sig framar og fór að ógna danska markinu. Á 77. ínútu átti Hólmar skalla beint á Rønnow eftir fyrirgjöf Gylfa. Þremur mínútum gerði hann vel þegar hann varði skalla Guðlaugs Victors Pálssonar sem stefndi í hornið í fjærhornið. Guðlaugur Victor kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom með meiri orku og baráttu inn á miðju íslenska liðsins en hafði verið í fyrri hálfleik. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði Viðar í 1-1 með sínu fjórða landsliðsmarki. Guðlaugur Victor vann þá boltann á miðsvæðinu, fann Ara Frey sem átti frábæra sendingu inn fyrir dönsku vörnina á Viðar sem kláraði færið með vinstri fæti. Annar sár endir Þá loksins tóku Danir aftur við sér og fóru að sækja. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Poulsen boltann í höndina á Herði Björgvini og aftur benti Meler á punktinn. Eriksen steig fram, skoraði af fádæma öryggi og tryggði Dönum mikilvægan sigur. Á miðvikudaginn mæta þeir Belgum í úrslitaleik um toppsætið í riðlinum og um leið sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Ísland bíður hins vegar enn eftir fyrsta sigrinum, eða fyrsta stiginu, í Þjóðadeildinni. Og biðin eftir fyrsta sigrinum á Danmörku lengist enn. Hún er nú 74 ár. Íslendingar mæta Englendingum á Wembley á miðvikudaginn í síðasta leik sínum undir stjórn Hamréns og síðasta leiknum í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Þjóðadeild UEFA
Danmörk vann Ísland, 2-1, í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar á Parken í kvöld. Christian Eriksen skoraði bæði mörk Dana úr vítaspyrnum. Viðar Örn Kjartansson jafnaði í 1-1 á 85. mínútu og var hársbreidd frá því að tryggja Íslendingum fyrsta stig þeirra í Þjóðadeildinni og fyrsta stigið gegn Dönum á útivelli síðan 1959. Eriksen skoraði sigurmark Dana þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Annan leikinn í röð fengu Íslendingar því mark á sig uppbótartíma en sem kunnugt er töpuðu strákarnir okkar á grátlegan hátt fyrir Ungverjum í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn. Átta breytingar og annað leikkerfi Erik Hamrén, sem stýrði Íslandi í næstsíðasta sinn í kvöld, gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum í Búdapest. Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon voru þeir einu sem héldu sæti sínu í byrjunarliðinu. Þá breytti Hamrén um leikkerfi og spilaði 5-3-2. Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega, þorði að spila sig út úr pressu Dana og átti ágætis spilkafla. Þeim fækkaði hins vegar mikið eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Danir einokuðu boltann eins og fyrri leiknum sem þeir unnu, 0-3. Þeir voru afar þolinmóðir í sínum aðgerðum, spiluðu á hálfgerðum gönguhraða og gerðu ekki margar tilraunir til að ráðast á íslensku vörnina. Ein slík skilaði næstum því árangri á 6. mínútu þegar Yussuf Poulsen átti skot framhjá eftir fasta fyrirgjöf Martins Braithwaite. Fimm mínútum síðar náðu Danir forystunni. Mathias Jensen átti þá sendingu inn fyrir vörn Íslands á Daniel Wass sem virtist vera rangstæður. Aðstoðardómarinn hélt hins vegar flaggi sínu niðri, Ari Freyr Skúlason braut á Wass og tyrkneski dómarinn Halil Umut Meler benti á vítapunktinn. Eriksen skoraði af miklu öryggi úr vítinu. Ísland hefur núna fengið á sig fyrsta markið í öllum níu leikjum sínum í Þjóðadeildinni. Á 18. mínútu komst Eriksen í gott færi en Hólmar Örn Eyjólfsson gerði vel með því að komast fyrir skot hans. Máttlítill sóknarleikur Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Danir héldu boltanum og réðu ferðinni. Íslendingum gekk bölvanlega að færa sig framarlega á völlinn, fremstu menn áttu fáa möguleika þegar þeir fengu boltann og misstu hann ítrekað. Þá fékk íslenska liðið engin föst leikatriði þar sem það gat látið reyna á dönsku vörnina. Fimm mínútum fyrir hálfleik fékk Poulsen dauðafæri eftir hornspyrnu Eriksens en skallaði yfir. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks meiddist Kasper Schmeichel eftir samstuð við Albert Guðmundsson. Hann fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Frederik Rønnow. Í upphafi seinni hálfleiks átti Eriksen skot fyrir utan vítateig sem Rúnar Alex Rúnarsson varði vel. Fátt markvert gerðist næstu mínútur, í raun allt þar til Paulsen skoraði á 66. mínútu. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Albert Guðmundsson var eflaust manna fegnastur þegar flaggið fór á loft en markið kom eftir að hann tapaði boltanum. Vel heppnaðar skiptingar Þegar um 20 mínútur voru eftir gerði Hamrén þrjár skiptingar og setti Aron Einar Gunnarsson, Viðar Örn Kjartansson og Alfreð Finnbogason inn á. Við það kom meiri kraftur í íslenska liðið, það færði sig framar og fór að ógna danska markinu. Á 77. ínútu átti Hólmar skalla beint á Rønnow eftir fyrirgjöf Gylfa. Þremur mínútum gerði hann vel þegar hann varði skalla Guðlaugs Victors Pálssonar sem stefndi í hornið í fjærhornið. Guðlaugur Victor kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom með meiri orku og baráttu inn á miðju íslenska liðsins en hafði verið í fyrri hálfleik. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði Viðar í 1-1 með sínu fjórða landsliðsmarki. Guðlaugur Victor vann þá boltann á miðsvæðinu, fann Ara Frey sem átti frábæra sendingu inn fyrir dönsku vörnina á Viðar sem kláraði færið með vinstri fæti. Annar sár endir Þá loksins tóku Danir aftur við sér og fóru að sækja. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Poulsen boltann í höndina á Herði Björgvini og aftur benti Meler á punktinn. Eriksen steig fram, skoraði af fádæma öryggi og tryggði Dönum mikilvægan sigur. Á miðvikudaginn mæta þeir Belgum í úrslitaleik um toppsætið í riðlinum og um leið sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Ísland bíður hins vegar enn eftir fyrsta sigrinum, eða fyrsta stiginu, í Þjóðadeildinni. Og biðin eftir fyrsta sigrinum á Danmörku lengist enn. Hún er nú 74 ár. Íslendingar mæta Englendingum á Wembley á miðvikudaginn í síðasta leik sínum undir stjórn Hamréns og síðasta leiknum í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti