Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við sóttvarnalækni um stöðu sýkingavarna á Landspítalnum. Við ræðum einnig við hóp fólks sem vill gefa fólki í fíknivanda annað tækifæri í lífinu með stofnun langtímaáfangaheimilis. 

Við lítum við í Smáralind þar sem fólk beið í röðum eftir að komast inn í verslanir þar sem aðeins tíu viðskiptavinir mega vera inni í einu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum nái ekki til slíkra verslana. 

Við kynnum okkur betur niðurstöður í Arnarholtsmálinu og fjöllum um Ólaf Maggadon sem bjó þar í tuttugu ár. 

Þá fylgjumst við með borgarstjóra fella Óslóartréð og heyrum í landslagsarkitekt sem er verulega ósáttur við að Árbæjarlónið hafi verið tæmt til frambúðar. 

Þetta og margt fleira í fréttum okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og auðvitað hér á Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×