Fótbolti

Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Í­tölum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Íslands og Ítalíu. Kolbeinn Birgir [nr. 20] kemur inn í lið Íslands í dag.
Úr leik Íslands og Ítalíu. Kolbeinn Birgir [nr. 20] kemur inn í lið Íslands í dag. Vísir/Vilhelm

Arnar Þór Viðarsson og  Eiður Smári Guðjohnsen gera eina breytingu á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag.

Eftir svekkjandi tap gegn Ítalíu á fimmtudaginn þá er ljóst að íslenska liðið getur ekki unnið riðilinn sinn í undankeppni EM. Sigur í Írlandi myndi mögulega tryggja liðinu 2. sæti riðilsins og þar með sæti í umspili um að komast á EM sem fram fer næsta sumar.

Ísak Bergmann Jóhannesson – leikmaður Norrköping í Svíþjóð – tekur sér sæti meðal varamanna í dag. Kolbeinn Birgir Finnsson - leikmaður Borussia Dortmund II í Þýskalandi – tekur sæti hans á vinstri vængnum í 4-3-3 leikkerfi Íslands.

Leikurinn hefst klukkan 12.30 og fer fram á Tallaghi-vellinum í Dublin.


Tengdar fréttir

Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9

Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag.

Jón Dagur: Ó­lýsan­legt hvað þetta er svekkjandi

Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×