Valdimar Þór tryggði Íslandi sigur undir lok leiks og EM draumurinn lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 14:35 Íslenska liðið fagnar fyrra marki sínu í dag. Harry Murphy/Getty Images Varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson tryggði íslenska U21 landsliðinu sigur á ögurstundu er liðið mætti Írlandi ytra í dag. Lokatölur 2-1 og Ísland á enn möguleika á að komast í umspil. Íslenska liðið byrjaði leikinn í dag af krafti og komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Sveinn Aron Guðjohnsen – sem var fyrr í dag kallaður upp í A-landslið Íslands – skoraði eftir frábæra sendingu Jóns Dags Þorsteinssonar. Afgreiðslan var ekki mikið verri en Sveinn Aron vippaði knettinum snyrtilega yfir markvörð Írlands. Markið má sjá hér að neðan. Hvernig Sveinn Gudjohnsen klárar þetta er alveg uppá 9,7! #fotboltinet pic.twitter.com/iqfuevUbQV— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 15, 2020 Var það eina mark fyrri hálfleiks en þó Írar hafi átt fleiri skot þá var varnarmúr Íslands þéttur og liðið gaf fá færi á sér. Írar sóttu í sig veðrið og ákvað Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands, að taka miðjumennina William Þór Willumsson og Andra Fannur Baldursson af velli eftir klukkutíma leik. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net eiga þeir báðir að fara til móts við A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn í næstu viku. Willum Þór í leiknum í dag.Harry Murphy/Getty Images Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jöfnuðu heimamenn en skot Joshua Kayode fór í Ara Leifsson og í netið. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þangað til undir lok leiks. Eftir svekkjandi tap gegn Ítalíu á fimmtudaginn þar sem Ítalir skoruðu sigurmarkið undir lok leiks með skoti sem fór í leikmann íslenska liðsins þá var slíkt hið sama upp á teningnum í dag en íslenska liðið lét það ekki á sig fá. Nathan Collins fékk rautt spjald í liði heimamanna þegar þrjár mínútur voru eftir og eftir það settu íslensku strákarnir allt sem þeir áttu í sóknina. Endaði það með því að Alfons Sampsted renndi boltanum fyrir markið á varamanninn Valdimar Þór sem skoraði sigurmarkið. Lokatölur 2-1 og íslensku strákarnir komnir upp í 2. sæti riðilsins. Nú þurfa þeir bara að treysta á að Ítalía vinni eða geri jafntefli við Svíþjóð í vikunni. Ísland átti að leika við Armeníu en þeim leik hefur verið frestað og nær öruggt að honum verði einfaldlega aflýst. LEIK LOKIÐ!Ísland vinnur 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma! Draumurinn um EM 2021 lifir enn!Full time! What a win!#fyririsland pic.twitter.com/qUpOszURw3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2020 Sigurmark Íslands sem og mark Íra má sjá á Fótbolti.net. Fótbolti Tengdar fréttir Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30 Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson tryggði íslenska U21 landsliðinu sigur á ögurstundu er liðið mætti Írlandi ytra í dag. Lokatölur 2-1 og Ísland á enn möguleika á að komast í umspil. Íslenska liðið byrjaði leikinn í dag af krafti og komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Sveinn Aron Guðjohnsen – sem var fyrr í dag kallaður upp í A-landslið Íslands – skoraði eftir frábæra sendingu Jóns Dags Þorsteinssonar. Afgreiðslan var ekki mikið verri en Sveinn Aron vippaði knettinum snyrtilega yfir markvörð Írlands. Markið má sjá hér að neðan. Hvernig Sveinn Gudjohnsen klárar þetta er alveg uppá 9,7! #fotboltinet pic.twitter.com/iqfuevUbQV— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 15, 2020 Var það eina mark fyrri hálfleiks en þó Írar hafi átt fleiri skot þá var varnarmúr Íslands þéttur og liðið gaf fá færi á sér. Írar sóttu í sig veðrið og ákvað Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands, að taka miðjumennina William Þór Willumsson og Andra Fannur Baldursson af velli eftir klukkutíma leik. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net eiga þeir báðir að fara til móts við A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn í næstu viku. Willum Þór í leiknum í dag.Harry Murphy/Getty Images Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jöfnuðu heimamenn en skot Joshua Kayode fór í Ara Leifsson og í netið. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þangað til undir lok leiks. Eftir svekkjandi tap gegn Ítalíu á fimmtudaginn þar sem Ítalir skoruðu sigurmarkið undir lok leiks með skoti sem fór í leikmann íslenska liðsins þá var slíkt hið sama upp á teningnum í dag en íslenska liðið lét það ekki á sig fá. Nathan Collins fékk rautt spjald í liði heimamanna þegar þrjár mínútur voru eftir og eftir það settu íslensku strákarnir allt sem þeir áttu í sóknina. Endaði það með því að Alfons Sampsted renndi boltanum fyrir markið á varamanninn Valdimar Þór sem skoraði sigurmarkið. Lokatölur 2-1 og íslensku strákarnir komnir upp í 2. sæti riðilsins. Nú þurfa þeir bara að treysta á að Ítalía vinni eða geri jafntefli við Svíþjóð í vikunni. Ísland átti að leika við Armeníu en þeim leik hefur verið frestað og nær öruggt að honum verði einfaldlega aflýst. LEIK LOKIÐ!Ísland vinnur 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma! Draumurinn um EM 2021 lifir enn!Full time! What a win!#fyririsland pic.twitter.com/qUpOszURw3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2020 Sigurmark Íslands sem og mark Íra má sjá á Fótbolti.net.
Fótbolti Tengdar fréttir Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30 Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30
Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti