Valdimar Þór tryggði Íslandi sigur undir lok leiks og EM draumurinn lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 14:35 Íslenska liðið fagnar fyrra marki sínu í dag. Harry Murphy/Getty Images Varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson tryggði íslenska U21 landsliðinu sigur á ögurstundu er liðið mætti Írlandi ytra í dag. Lokatölur 2-1 og Ísland á enn möguleika á að komast í umspil. Íslenska liðið byrjaði leikinn í dag af krafti og komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Sveinn Aron Guðjohnsen – sem var fyrr í dag kallaður upp í A-landslið Íslands – skoraði eftir frábæra sendingu Jóns Dags Þorsteinssonar. Afgreiðslan var ekki mikið verri en Sveinn Aron vippaði knettinum snyrtilega yfir markvörð Írlands. Markið má sjá hér að neðan. Hvernig Sveinn Gudjohnsen klárar þetta er alveg uppá 9,7! #fotboltinet pic.twitter.com/iqfuevUbQV— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 15, 2020 Var það eina mark fyrri hálfleiks en þó Írar hafi átt fleiri skot þá var varnarmúr Íslands þéttur og liðið gaf fá færi á sér. Írar sóttu í sig veðrið og ákvað Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands, að taka miðjumennina William Þór Willumsson og Andra Fannur Baldursson af velli eftir klukkutíma leik. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net eiga þeir báðir að fara til móts við A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn í næstu viku. Willum Þór í leiknum í dag.Harry Murphy/Getty Images Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jöfnuðu heimamenn en skot Joshua Kayode fór í Ara Leifsson og í netið. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þangað til undir lok leiks. Eftir svekkjandi tap gegn Ítalíu á fimmtudaginn þar sem Ítalir skoruðu sigurmarkið undir lok leiks með skoti sem fór í leikmann íslenska liðsins þá var slíkt hið sama upp á teningnum í dag en íslenska liðið lét það ekki á sig fá. Nathan Collins fékk rautt spjald í liði heimamanna þegar þrjár mínútur voru eftir og eftir það settu íslensku strákarnir allt sem þeir áttu í sóknina. Endaði það með því að Alfons Sampsted renndi boltanum fyrir markið á varamanninn Valdimar Þór sem skoraði sigurmarkið. Lokatölur 2-1 og íslensku strákarnir komnir upp í 2. sæti riðilsins. Nú þurfa þeir bara að treysta á að Ítalía vinni eða geri jafntefli við Svíþjóð í vikunni. Ísland átti að leika við Armeníu en þeim leik hefur verið frestað og nær öruggt að honum verði einfaldlega aflýst. LEIK LOKIÐ!Ísland vinnur 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma! Draumurinn um EM 2021 lifir enn!Full time! What a win!#fyririsland pic.twitter.com/qUpOszURw3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2020 Sigurmark Íslands sem og mark Íra má sjá á Fótbolti.net. Fótbolti Tengdar fréttir Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30 Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson tryggði íslenska U21 landsliðinu sigur á ögurstundu er liðið mætti Írlandi ytra í dag. Lokatölur 2-1 og Ísland á enn möguleika á að komast í umspil. Íslenska liðið byrjaði leikinn í dag af krafti og komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Sveinn Aron Guðjohnsen – sem var fyrr í dag kallaður upp í A-landslið Íslands – skoraði eftir frábæra sendingu Jóns Dags Þorsteinssonar. Afgreiðslan var ekki mikið verri en Sveinn Aron vippaði knettinum snyrtilega yfir markvörð Írlands. Markið má sjá hér að neðan. Hvernig Sveinn Gudjohnsen klárar þetta er alveg uppá 9,7! #fotboltinet pic.twitter.com/iqfuevUbQV— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 15, 2020 Var það eina mark fyrri hálfleiks en þó Írar hafi átt fleiri skot þá var varnarmúr Íslands þéttur og liðið gaf fá færi á sér. Írar sóttu í sig veðrið og ákvað Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands, að taka miðjumennina William Þór Willumsson og Andra Fannur Baldursson af velli eftir klukkutíma leik. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net eiga þeir báðir að fara til móts við A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn í næstu viku. Willum Þór í leiknum í dag.Harry Murphy/Getty Images Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jöfnuðu heimamenn en skot Joshua Kayode fór í Ara Leifsson og í netið. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þangað til undir lok leiks. Eftir svekkjandi tap gegn Ítalíu á fimmtudaginn þar sem Ítalir skoruðu sigurmarkið undir lok leiks með skoti sem fór í leikmann íslenska liðsins þá var slíkt hið sama upp á teningnum í dag en íslenska liðið lét það ekki á sig fá. Nathan Collins fékk rautt spjald í liði heimamanna þegar þrjár mínútur voru eftir og eftir það settu íslensku strákarnir allt sem þeir áttu í sóknina. Endaði það með því að Alfons Sampsted renndi boltanum fyrir markið á varamanninn Valdimar Þór sem skoraði sigurmarkið. Lokatölur 2-1 og íslensku strákarnir komnir upp í 2. sæti riðilsins. Nú þurfa þeir bara að treysta á að Ítalía vinni eða geri jafntefli við Svíþjóð í vikunni. Ísland átti að leika við Armeníu en þeim leik hefur verið frestað og nær öruggt að honum verði einfaldlega aflýst. LEIK LOKIÐ!Ísland vinnur 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma! Draumurinn um EM 2021 lifir enn!Full time! What a win!#fyririsland pic.twitter.com/qUpOszURw3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2020 Sigurmark Íslands sem og mark Íra má sjá á Fótbolti.net.
Fótbolti Tengdar fréttir Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30 Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30
Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00