Dustin Johnson sigurvegari á Masters í fyrsta sinn Ísak Hallmundarson skrifar 15. nóvember 2020 20:00 Dustin Johnson hefur átt magnað ár. Getty/Patrick Smith Dustin Johnson er sigurvegari Masters mótsins í golfi þetta árið. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur á mótinu og annað sinn sem hann vinnur á risamóti. Johnson lék stórkostlega allt mótið og endaði á 20 höggum undir pari. Hann spilaði lokahringinn í dag á þremur höggum undir pari. Árið 2020 er svo sannarlega búið að vera árið hans Dustin Johnson. Hann var í öðru sæti á PGA Championship, er búinn að vinna þrjú mót á PGA-mótaröðinni, þar af tvö í FedEx umspilinu sem tryggði honum FedEx bikarinn, auk þess að hafa verið valinn PGA-kylfingur ársins 2020. Sigurinn á Masters er því kærkomin viðbót við þetta magnaða ár hjá kappanum. Ástralinn Cameron Smith og Suður-Kóreu maðurinn Sungjae Im hrepptu silfurverðlaunin í ár, en báðir léku þeir á fimmtán höggum undir pari. Rory McIlroy, sem byrjaði mótið skelfilega, endaði að lokum í 5. sæti eftir að hafa spilað vel síðustu þrjá hringina. Hann spilaði fyrsta hringinn þremur höggum yfir pari en endaði mótið samtals á ellefu höggum undir pari. Tiger Woods, sem átti titil að verja, lauk mótinu í 38. sæti á einu höggi undir pari. Hann lék lokahringinn í dag á fjórum höggum yfir pari, en það sem stendur upp úr á lokahringnum hjá þessum magnaða kylfingi er líklega að það ótrúlega atvik átti sér stað að hann lék Par 3 holu á tíu höggum, eða sjö yfir pari á einni holu. Eftir að hafa fengið þennan rosalega skell á tólftu holu tókst Tiger þó að svara fyrir sig og sína sitt rétta andlit, en hann náði í fimm fugla á síðustu sex holunum og bjargaði þar með andlitinu. Golf Bandaríkin Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Dustin Johnson er sigurvegari Masters mótsins í golfi þetta árið. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur á mótinu og annað sinn sem hann vinnur á risamóti. Johnson lék stórkostlega allt mótið og endaði á 20 höggum undir pari. Hann spilaði lokahringinn í dag á þremur höggum undir pari. Árið 2020 er svo sannarlega búið að vera árið hans Dustin Johnson. Hann var í öðru sæti á PGA Championship, er búinn að vinna þrjú mót á PGA-mótaröðinni, þar af tvö í FedEx umspilinu sem tryggði honum FedEx bikarinn, auk þess að hafa verið valinn PGA-kylfingur ársins 2020. Sigurinn á Masters er því kærkomin viðbót við þetta magnaða ár hjá kappanum. Ástralinn Cameron Smith og Suður-Kóreu maðurinn Sungjae Im hrepptu silfurverðlaunin í ár, en báðir léku þeir á fimmtán höggum undir pari. Rory McIlroy, sem byrjaði mótið skelfilega, endaði að lokum í 5. sæti eftir að hafa spilað vel síðustu þrjá hringina. Hann spilaði fyrsta hringinn þremur höggum yfir pari en endaði mótið samtals á ellefu höggum undir pari. Tiger Woods, sem átti titil að verja, lauk mótinu í 38. sæti á einu höggi undir pari. Hann lék lokahringinn í dag á fjórum höggum yfir pari, en það sem stendur upp úr á lokahringnum hjá þessum magnaða kylfingi er líklega að það ótrúlega atvik átti sér stað að hann lék Par 3 holu á tíu höggum, eða sjö yfir pari á einni holu. Eftir að hafa fengið þennan rosalega skell á tólftu holu tókst Tiger þó að svara fyrir sig og sína sitt rétta andlit, en hann náði í fimm fugla á síðustu sex holunum og bjargaði þar með andlitinu.
Golf Bandaríkin Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira