Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 11:02 Allar verslanir Haga, þar á meðal Bónus og Hagkaup, ásamt Krónunni og Elko verða áfram með grímuskyldu fyrir alla, líka þá sem lokið hafa Covid-einangrun. Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag. Reglugerðin felur m.a. í sér breytingu á grímuskyldu. Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun þurfa ekki lengur að nota grímu, að því gefnu að þeir sýni fram á vottorð þess efnis. Hagar segja frá því í tilkynningu í dag að slík vottorð verði ekki tekin gild. „Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Haga áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei,“ segir í tilkynningu. Verslanir sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara, Reykjavíkurapótek, Rekstrarland og Stórkaup, sem og þjónustustöðvar Olís. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember. Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra Haga í tilkynningu að nýja reglugerðin verði til þess að auka álag á framlínustarfsfólk verslana til muna. Ákveðið hafi verið að halda grímuskyldunni óbreyttri. Finnur Oddsson, forstjóri Haga.Vísir/vilhelm „Með nýrri reglugerð um grímunotkun er þó verið að setja verslunarfólk í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag starfsfólks og viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við vonum að viðskiptavinir taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri,“ segir Finnur. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir í svari við fyrirspurn Vísis að áfram verði grímuskylda í verslunum Krónunnar þegar ný reglugerð tekur gildi, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar (fyrir miðju).Vísir/hanna Þá verða einnig allir skyldaðir til að bera grímu í verslunum ELKO. Gestur Hjaltason framkvæmdastjóri ELKO segir í svari við fyrirspurn Vísi að ekki sé stætt á því að krefja grímulausa um vottorð. Það sé jafnframt óöryggi fólgið í því fyrir viðskiptavini að sjá fólk grímulaust. Sami hátturinn verður jafnframt hafður á í öllum ríflega 60 verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland - grímuskylda fyrir alla þrátt fyrir vottorð. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um grímufyrirkomulag þegar ný reglugerð taki gildi á miðvikudag. „Við verðum að bíða átekta og sjá, við höfum ekki fengið að sjá hvernig þetta vottorð mun líta út og þá er reglugerðin heldur ekki komin út,“ segir Guðmundur. Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag. Reglugerðin felur m.a. í sér breytingu á grímuskyldu. Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun þurfa ekki lengur að nota grímu, að því gefnu að þeir sýni fram á vottorð þess efnis. Hagar segja frá því í tilkynningu í dag að slík vottorð verði ekki tekin gild. „Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Haga áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei,“ segir í tilkynningu. Verslanir sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara, Reykjavíkurapótek, Rekstrarland og Stórkaup, sem og þjónustustöðvar Olís. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember. Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra Haga í tilkynningu að nýja reglugerðin verði til þess að auka álag á framlínustarfsfólk verslana til muna. Ákveðið hafi verið að halda grímuskyldunni óbreyttri. Finnur Oddsson, forstjóri Haga.Vísir/vilhelm „Með nýrri reglugerð um grímunotkun er þó verið að setja verslunarfólk í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag starfsfólks og viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við vonum að viðskiptavinir taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri,“ segir Finnur. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir í svari við fyrirspurn Vísis að áfram verði grímuskylda í verslunum Krónunnar þegar ný reglugerð tekur gildi, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar (fyrir miðju).Vísir/hanna Þá verða einnig allir skyldaðir til að bera grímu í verslunum ELKO. Gestur Hjaltason framkvæmdastjóri ELKO segir í svari við fyrirspurn Vísi að ekki sé stætt á því að krefja grímulausa um vottorð. Það sé jafnframt óöryggi fólgið í því fyrir viðskiptavini að sjá fólk grímulaust. Sami hátturinn verður jafnframt hafður á í öllum ríflega 60 verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland - grímuskylda fyrir alla þrátt fyrir vottorð. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um grímufyrirkomulag þegar ný reglugerð taki gildi á miðvikudag. „Við verðum að bíða átekta og sjá, við höfum ekki fengið að sjá hvernig þetta vottorð mun líta út og þá er reglugerðin heldur ekki komin út,“ segir Guðmundur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45
Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf