Strákarnir okkar þurfa aukaundanþágu vegna lekans Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 14:01 Skúringamoppan dugar víst skammt til að laga keppnisgólfið í Laugardalshöll eftir vatnstjónið sem varð í vikunni. Ísland mætti Litáen 4. nóvember síðastliðinn og það verður síðasti leikurinn í Höllinni í bili. vísir/vilhelm HSÍ þarf að fá sérstaka aukaundanþágu frá handknattleikssambandi Evrópu til að mega spila heimaleik við Portúgal í undankeppni EM í janúar. Útlit er fyrir að skipta þurfi um keppnisgólf í Laugardalshöll vegna mjög mikils leka sem varð þegar rör í byggingunni gaf sig. Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, segir að endurbætur komi til með að taka 4-6 mánuði. Ísland og Portúgal eiga að mætast í undankeppni EM þann 10. janúar, í síðasta leiknum áður en HM í Egyptalandi hefst. Raunar mætast Ísland og Portúgal þrívegis, í þremur löndum, á níu dögum. Stefnt að því að spila á Ásvöllum Framkvæmdastjórinn Róbert Geir Gíslason og hans fólk hjá HSÍ hefur eflaust haft meiri áhyggjur af því að kórónuveirufaraldurinn kæmi í veg fyrir að heimaleikurinn við Portúgal færi fram, líkt og þegar Ísrael fékk það í gegn að leik við Ísland fyrr í þessum mánuði yrði frestað. Nú þarf hins vegar að finna nýjan leikstað og fá sérstaka undanþágu ofan á undanþáguna sem HSÍ hefur haft til að spila alþjóðlega leiki í úreltri Laugardalshöll, svo að leikurinn megi fara fram á Íslandi. Í samtali við Vísi í dag sagði Róbert að búið væri að fara þess á leit við Hauka að leikurinn færi fram á Ásvöllum, og að vel hefði verið tekið í það. Núna þurfi svo að óska eftir breytingu á leikstað hjá handknattleikssambandi Evrópu og á Róbert von á að það verði samþykkt í ljósi aðstæðna. „Ásvellir og Kaplakriki eru hús sem uppfylla flest skilyrði en þó ekki öll. Ég held að þau uppfylli nógu mörg skilyrði til að við fáum undanþágu til að spila. Það er aðallega gólfflötur og áhorfendasvæði sem er ekki nógu stórt, en við fengum undanþágu til að spila kvennalandsleik þarna fyrir ári síðan og ég er bjartsýnn á að við fáum undanþágu núna. Sérstaklega eins og ástandið er í heiminum,“ sagði Róbert. EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15 Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05 Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
HSÍ þarf að fá sérstaka aukaundanþágu frá handknattleikssambandi Evrópu til að mega spila heimaleik við Portúgal í undankeppni EM í janúar. Útlit er fyrir að skipta þurfi um keppnisgólf í Laugardalshöll vegna mjög mikils leka sem varð þegar rör í byggingunni gaf sig. Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, segir að endurbætur komi til með að taka 4-6 mánuði. Ísland og Portúgal eiga að mætast í undankeppni EM þann 10. janúar, í síðasta leiknum áður en HM í Egyptalandi hefst. Raunar mætast Ísland og Portúgal þrívegis, í þremur löndum, á níu dögum. Stefnt að því að spila á Ásvöllum Framkvæmdastjórinn Róbert Geir Gíslason og hans fólk hjá HSÍ hefur eflaust haft meiri áhyggjur af því að kórónuveirufaraldurinn kæmi í veg fyrir að heimaleikurinn við Portúgal færi fram, líkt og þegar Ísrael fékk það í gegn að leik við Ísland fyrr í þessum mánuði yrði frestað. Nú þarf hins vegar að finna nýjan leikstað og fá sérstaka undanþágu ofan á undanþáguna sem HSÍ hefur haft til að spila alþjóðlega leiki í úreltri Laugardalshöll, svo að leikurinn megi fara fram á Íslandi. Í samtali við Vísi í dag sagði Róbert að búið væri að fara þess á leit við Hauka að leikurinn færi fram á Ásvöllum, og að vel hefði verið tekið í það. Núna þurfi svo að óska eftir breytingu á leikstað hjá handknattleikssambandi Evrópu og á Róbert von á að það verði samþykkt í ljósi aðstæðna. „Ásvellir og Kaplakriki eru hús sem uppfylla flest skilyrði en þó ekki öll. Ég held að þau uppfylli nógu mörg skilyrði til að við fáum undanþágu til að spila. Það er aðallega gólfflötur og áhorfendasvæði sem er ekki nógu stórt, en við fengum undanþágu til að spila kvennalandsleik þarna fyrir ári síðan og ég er bjartsýnn á að við fáum undanþágu núna. Sérstaklega eins og ástandið er í heiminum,“ sagði Róbert.
EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15 Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05 Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37
Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15
Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05
Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14