Hamrén segir aldur íslenska liðsins ekki vandamál, heldur meiðslin og leikæfinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2020 11:31 Erik Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn gegn Englandi í kvöld. vísir/Hulda Margrét Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé ekki of gamalt og eigi nóg inni, að því gefnu að lykilmenn sleppi við meiðsli. Nokkuð hefur verið rætt um háan aldur íslenska liðsins. Í leiknum gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn voru t.a.m. aðeins tveir leikmenn af ellefu í byrjunarliði Íslands undir þrítugu. Hamrén lætur af störfum sem þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann ber leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna og segist hafa notið þess að vinna með þeim. „Leikmennirnir eru frábærir. Það hefur verið talað um að liðið sé of gamalt. Nei, ekki að mínu mati. Vandamálið er ekki aldurinn heldur of mörg meiðsli og of lítil leikæfing. Þessir leikmenn eru í kringum þrítugt og geta spilað í mörg ár í viðbót ef þeir sleppa við meiðsli,“ sagði Hamrén í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Ég hef kynnst leikmönnunum sem manneskjum og þeir eru líka frábærar manneskjur. Samhugurinn og viðhorfið sem þeir sýna er magnað.“ Hamrén segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari en það væri rétt ákvörðun, bæði fyrir hann og Ísland. Hamrén talaði afar vel um starfsfólk landsliðsins og Knattspyrnusambands Íslands í viðtalinu. „Ég hef notið þess til hins ítrasta að vinna með þessu teymi. Þetta er frábært fólk. Þetta er lítið land og það er ekki jafn margir sem vinna hjá Knattspyrnusambandinu miðað við aðrar þjóðir. En þau eru frábær og vinna þrjú til fjögur störf,“ sagði Hamrén. „Að hafa tekið þátt í svona mörgum stórum leikjum eins og stórþjóð. Ég er mjög hrifinn af því hvernig Ísland, þetta litla land, hefur búið til góða leikmenn. Þið hafið komist á EM og HM.“ Hamrén tók við íslenska landsliðinu haustið 2018 af Heimi Hallgrímssyni. Hann var þjálfaði áður sænska landsliðið og kom því á tvö Evrópumót. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Viðtal við Erik Hamrén Þjóðadeild UEFA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Sjá meira
Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé ekki of gamalt og eigi nóg inni, að því gefnu að lykilmenn sleppi við meiðsli. Nokkuð hefur verið rætt um háan aldur íslenska liðsins. Í leiknum gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn voru t.a.m. aðeins tveir leikmenn af ellefu í byrjunarliði Íslands undir þrítugu. Hamrén lætur af störfum sem þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann ber leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna og segist hafa notið þess að vinna með þeim. „Leikmennirnir eru frábærir. Það hefur verið talað um að liðið sé of gamalt. Nei, ekki að mínu mati. Vandamálið er ekki aldurinn heldur of mörg meiðsli og of lítil leikæfing. Þessir leikmenn eru í kringum þrítugt og geta spilað í mörg ár í viðbót ef þeir sleppa við meiðsli,“ sagði Hamrén í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Ég hef kynnst leikmönnunum sem manneskjum og þeir eru líka frábærar manneskjur. Samhugurinn og viðhorfið sem þeir sýna er magnað.“ Hamrén segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari en það væri rétt ákvörðun, bæði fyrir hann og Ísland. Hamrén talaði afar vel um starfsfólk landsliðsins og Knattspyrnusambands Íslands í viðtalinu. „Ég hef notið þess til hins ítrasta að vinna með þessu teymi. Þetta er frábært fólk. Þetta er lítið land og það er ekki jafn margir sem vinna hjá Knattspyrnusambandinu miðað við aðrar þjóðir. En þau eru frábær og vinna þrjú til fjögur störf,“ sagði Hamrén. „Að hafa tekið þátt í svona mörgum stórum leikjum eins og stórþjóð. Ég er mjög hrifinn af því hvernig Ísland, þetta litla land, hefur búið til góða leikmenn. Þið hafið komist á EM og HM.“ Hamrén tók við íslenska landsliðinu haustið 2018 af Heimi Hallgrímssyni. Hann var þjálfaði áður sænska landsliðið og kom því á tvö Evrópumót. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Viðtal við Erik Hamrén
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Sjá meira