Það var nóg um að vera í Þjóðadeildinni í kvöld er síðustu umferðirnar í þessari Þjóðadeild fóru fram. Það dró þar af leiðandi til tíðinda á mörgum stöðum.
Neyðarlið Noregs var nærri því að sækja þrjú stig til Austurríkis en eftir að kórónuveirusmit kom upp í herbúðum Noregs urðu þeir að kalla til nýtt lið.
Þeir komust þó yfir með marki á 61. mínútu en það var svo á 94. mínútu sem Austurríkismenn jöfnuðu. Austurríki tryggir sér þar af leiðandi toppsætið og er komið upp í A-deildina en Norðmenn verða áfram í B.
Hollenska landsliðið hefur verið í miklum vandræðum eftir að Ronald Koeman yfirgaf skútuna en Frank De Boer vann sinn fyrsta leik með liðið í kvöld er þeir unnu 2-1 sigur á Póllandi. Memphis Depay og Georginio Wijnaldum skoruðu mörkin.
Ítalía vann 2-0 sigur á Bosníu og Herségóvínu í sama riðli. Ítalirnir vinna því riðilnn með tólf stig en Holland endar í öðru sætinu með ellefu stig. Ítalarnir fara því í úrslitakeppni A-deildarinnar ásamt Belgum, Frökkum og Spánverjum.
Ungverjaland vann 2-0 sigur á Tyrklandi í kvöld og þeir eru þar af leiðandi komnir upp í A-deildina. Sömu sögu má ekki segja af Tyrkjum sem eru með úrslitum kvöldsins fallnir niður í C-deild Þjóðadeildarinnar.
Öll úrslit dagsins í Þjóðadeildinni má sjá hér að neðan en í færslu Gracenote má sjá hvaða lið færast upp og niður úr deildunum.
Öll úrslit dagsins:
A-DEILDIn:
Riðill 1:
Bosnía og Hersegóvína - Ítalía 0-2
Pólland - Holland 1-2
Riðill 2:
Belgía - Danmörk 4-2
England - Ísland 4-0
B-DEILDIN:
Riðill 1:
Austurríki - Noregur 1-1
Norður Írland - Rúmenía 1-1
Riðill 2:
Tékkland - Slovakia 2-0
Ísrael - Skotland 1-0
Riðill 3:
Ungverjaland - Tyrkland 2-0
Serbia - Rússland 5-0
Riðill 4:
Írland - Búlgaría 0-0
Wales - Finland 3-1
C-DEILDIN:
Riðill 2:
Armenia - Norður Makedónía 1-0
Georgia - Eistland 0-0
Riðill 3:
Grikkland - Slóvenía 0-0
Kósóvó - Moldóvía 1-0
Riðill 4:
Albania - Hvíta Rússland 3-2
Kasakstan - Litháen 1-2