Grýtt leið Íslands að HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 09:31 Íslenska landsliðið byrjar og endar undankeppni HM á útivelli. Getty/Laszlo Szirtesi Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 7. desember. Áhugafólk um íslenska landsliðið ætti því að hlakka til þess ágæta mánudags, þegar í ljós kemur hvaða liðum Ísland mætir á næsta ári. Ísland er í 3. styrkleikaflokki og fær því eitt lið úr hverjum hinna styrkleikaflokkanna (5-6 lið eru í hverjum riðli og því ekki lið úr 6. flokki í öllum riðlum). Það þýðir að tvö hærra skrifuð lið en Ísland verða í riðlinum, í baráttu um eitt sæti á HM og annað sæti í umspili. Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó. Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir síðustu tvær undankeppnir (vegna HM 2018 og EM 2020) en reyndar í 5. flokki fyrir undankeppni EM 2016 sem var fyrsta stórmót liðsins. Verða að byrja og enda á útivelli vegna Laugardalsvallar Öll undankeppni HM í Katar verður leikin á árinu 2021. Til að hægt sé að troða henni allri á sama ár, þegar sumarið er auk þess undirlagt af EM, verða þrír leikdagar á einni viku í mars, og þrír leikdagar á einni viku í september. Tveir leikir eru í október og undankeppninni lýkur með tveimur leikjum í nóvember. Ísland og Færeyjar eru skilgreind sem mikil „vetrarsvæði“. Þau mega því ekki vera saman í riðli og ekki heldur leika heimaleiki í mars og nóvember, vegna vallaraðstæðna. Hugmyndir hafa verið uppi um yfirbyggðan Laugardalsvöll en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Ísland mun því hefja undankeppnina á þremur útileikjum, eða hugsanlega tveimur ef Ísland lendir í fimm liða riðli, og ljúka keppninni á tveimur útileikjum. Hvort útileikirnir í mars verði fyrstu leikir nýs landsliðsþjálfara Íslands verður að koma í ljós en hugsanlegt er að Ísland spili vináttulandsleiki í janúar líkt og undanfarin ár. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram dagana 21. nóvember til 18. desember árið 2022. HM 2022 í Katar Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 7. desember. Áhugafólk um íslenska landsliðið ætti því að hlakka til þess ágæta mánudags, þegar í ljós kemur hvaða liðum Ísland mætir á næsta ári. Ísland er í 3. styrkleikaflokki og fær því eitt lið úr hverjum hinna styrkleikaflokkanna (5-6 lið eru í hverjum riðli og því ekki lið úr 6. flokki í öllum riðlum). Það þýðir að tvö hærra skrifuð lið en Ísland verða í riðlinum, í baráttu um eitt sæti á HM og annað sæti í umspili. Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó. Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir síðustu tvær undankeppnir (vegna HM 2018 og EM 2020) en reyndar í 5. flokki fyrir undankeppni EM 2016 sem var fyrsta stórmót liðsins. Verða að byrja og enda á útivelli vegna Laugardalsvallar Öll undankeppni HM í Katar verður leikin á árinu 2021. Til að hægt sé að troða henni allri á sama ár, þegar sumarið er auk þess undirlagt af EM, verða þrír leikdagar á einni viku í mars, og þrír leikdagar á einni viku í september. Tveir leikir eru í október og undankeppninni lýkur með tveimur leikjum í nóvember. Ísland og Færeyjar eru skilgreind sem mikil „vetrarsvæði“. Þau mega því ekki vera saman í riðli og ekki heldur leika heimaleiki í mars og nóvember, vegna vallaraðstæðna. Hugmyndir hafa verið uppi um yfirbyggðan Laugardalsvöll en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Ísland mun því hefja undankeppnina á þremur útileikjum, eða hugsanlega tveimur ef Ísland lendir í fimm liða riðli, og ljúka keppninni á tveimur útileikjum. Hvort útileikirnir í mars verði fyrstu leikir nýs landsliðsþjálfara Íslands verður að koma í ljós en hugsanlegt er að Ísland spili vináttulandsleiki í janúar líkt og undanfarin ár. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram dagana 21. nóvember til 18. desember árið 2022.
Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó.
HM 2022 í Katar Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira