Fjögur hundruð prósenta aukning í netsölu hjá Forlaginu Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2020 12:26 Egill Örn, framkvæmdastjóri Forlagsins, er hæstánægður með ganginn í bóksölunni. Hann merkir gríðarlega aukingu í netsölu og segir þar um að ræða alvöru tölur. visir/jakob „Það er deginum ljósara að mikill fjöldi Íslendingar er heima við að lesa. Að fólk vilji kannski aðeins flýja tilveruna í annan heim bókmenntanna kemur mér kannski ekkert á óvart,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hörmungarárið 2020, sem kennt verður við Covid í annálum, er ekki alslæmt. Ekki í hugum bókelskra því það stefnir í mikil bókajól. Bókin hefur verið sígild jólagjöf og þegar kreppir að þá eykst vegur hennar enn. Egill Örn merkir þetta í sínu bókhaldi. „Ég er með 400 prósenta aukningu á netinu síðustu 18 daga. og næstum 200 prósenta í bókabúðinni,“ segir Egill Örn og bætir því við að þangað inn megi hann ekki taka fleiri en tíu í senn. Vegna sóttvarnarráðstafanna. Prósentutala ein og sér segir ekki alla söguna. Ef ein bók var seld í fyrra en fimm núna er það 400 prósentu aukning. En trauðla hægt að tala um einhver þáttaskil. Egill Örn segist aðspurður ekki geta gefið upp krónur og aura í þessu sambandi, frekar en nokkurn tíma er vaninn en hann segir að um sé að ræða alvöru tölur. Þannig berast hundruðir pantana á hverjum sólarhring. Hafa vart undan við að koma bókunum út „Það er brjálað að gera, ég hef aldrei á mínum langa ferli séð annað eins. Við höfum bókstaflega ekki undan,“ segir Egill Örn sem telur þetta tíðindum sæta. Þá ekki síst með bókabúðina sem bókaútgáfan rekur á Fiskislóð úti á Granda. „Strax í kjölfar herts samkomubanns „fylltist“ hún af fólki og það hafa verið biðraðir á hverjum degi. Við erum búin að lengja opnunartímann til þess að koma til móts við fólk.“ Reyndar er það svo að innanlandsverslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Vísir ræddi við Andrés Magnússon framkvæmdastjóra hjá Samtökum verslunar og þjónustu í byrjun septembermánaðar og þá sagði hann íslenska verslun blómstra sem aldrei fyrr. Þetta er meðal annars vegna þess að fyrir Covid-19 eyddu sem ferðamenn 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla er að einhverju leyti að skila sér inn í íslenska verslun. Forlagið er stærsta bókaforlag landsins, með flesta höfunda á sínum snærum, rekur eina stærstu bókabúð landsins þar sem þeir selja bækur annarra útgefenda einnig auk öflugrar netsölu, eins og áður segir. Eruð þið að stórgræða á Covid-inu? „Nei, við erum alls ekki að stórgræða á Covid en við erum vonandi að vinna góðan varnarsigur. Við finnum auðvitað fyrir því eins og margir í rekstri að engir erlendir ferðamenn eru á landinu og bókabúðin í Leifsstöð hefur meira og minna verið lokuð undanfarna mánuði.“ Leifsstöð með fjórðung allrar kiljusölu Þar munar um minna en Leifsstöð er með um fjórðungs hlutdeild í allri kiljusölu. „Já, ég held að það sé nærri lagi. Sú sala færðist ekki nema að afar litlu leyti eitthvert annað held ég. Þetta er bara töpuð sala,“ segir Egill Örn og heldur áfram: Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Nú stefnir í mikil og góð bókajól, á því annars hörmungarári 2020. „Íslendingar hafa vanist því að lesa bækur á ferðalögum, í flugi og á sólbekk, sem ekki hefur verið á boðstólnum á þessu ári. Eitthvað er þó að færast heim í sófa, þar sem fólk kemst lítið á meðal fólks og er kannski löngu búið með allt sem því finnst áhugavert á Netflix.“ Egill Örn, sem er fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að honum heyrist afar gott hljóðið í útgefendum almennt. Og þá hafa höfundar verið duglegri en nokkru sinni fyrr að vekja athygli á bókum sínum og jafnvel selja áritaðar á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjórinn segir ekki um að ræða skipulagða herferð forlaganna. Nei, ég held miklu frekar að þetta sé partur eða afleiðing af samkomubanni. Áður gátu þeir haldið mannmörg útgáfuboð, farið milli fyrirtækja og stofnana og lesið upp úr verkum sínum, en núna eru þeir að miklu leyti fastir heima hjá sér. Þannig nota þeir sér þá samfélagsmiðla í meiri mæli en áður. Bókaútgáfa Verslun Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bókmenntir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Það er deginum ljósara að mikill fjöldi Íslendingar er heima við að lesa. Að fólk vilji kannski aðeins flýja tilveruna í annan heim bókmenntanna kemur mér kannski ekkert á óvart,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hörmungarárið 2020, sem kennt verður við Covid í annálum, er ekki alslæmt. Ekki í hugum bókelskra því það stefnir í mikil bókajól. Bókin hefur verið sígild jólagjöf og þegar kreppir að þá eykst vegur hennar enn. Egill Örn merkir þetta í sínu bókhaldi. „Ég er með 400 prósenta aukningu á netinu síðustu 18 daga. og næstum 200 prósenta í bókabúðinni,“ segir Egill Örn og bætir því við að þangað inn megi hann ekki taka fleiri en tíu í senn. Vegna sóttvarnarráðstafanna. Prósentutala ein og sér segir ekki alla söguna. Ef ein bók var seld í fyrra en fimm núna er það 400 prósentu aukning. En trauðla hægt að tala um einhver þáttaskil. Egill Örn segist aðspurður ekki geta gefið upp krónur og aura í þessu sambandi, frekar en nokkurn tíma er vaninn en hann segir að um sé að ræða alvöru tölur. Þannig berast hundruðir pantana á hverjum sólarhring. Hafa vart undan við að koma bókunum út „Það er brjálað að gera, ég hef aldrei á mínum langa ferli séð annað eins. Við höfum bókstaflega ekki undan,“ segir Egill Örn sem telur þetta tíðindum sæta. Þá ekki síst með bókabúðina sem bókaútgáfan rekur á Fiskislóð úti á Granda. „Strax í kjölfar herts samkomubanns „fylltist“ hún af fólki og það hafa verið biðraðir á hverjum degi. Við erum búin að lengja opnunartímann til þess að koma til móts við fólk.“ Reyndar er það svo að innanlandsverslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Vísir ræddi við Andrés Magnússon framkvæmdastjóra hjá Samtökum verslunar og þjónustu í byrjun septembermánaðar og þá sagði hann íslenska verslun blómstra sem aldrei fyrr. Þetta er meðal annars vegna þess að fyrir Covid-19 eyddu sem ferðamenn 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla er að einhverju leyti að skila sér inn í íslenska verslun. Forlagið er stærsta bókaforlag landsins, með flesta höfunda á sínum snærum, rekur eina stærstu bókabúð landsins þar sem þeir selja bækur annarra útgefenda einnig auk öflugrar netsölu, eins og áður segir. Eruð þið að stórgræða á Covid-inu? „Nei, við erum alls ekki að stórgræða á Covid en við erum vonandi að vinna góðan varnarsigur. Við finnum auðvitað fyrir því eins og margir í rekstri að engir erlendir ferðamenn eru á landinu og bókabúðin í Leifsstöð hefur meira og minna verið lokuð undanfarna mánuði.“ Leifsstöð með fjórðung allrar kiljusölu Þar munar um minna en Leifsstöð er með um fjórðungs hlutdeild í allri kiljusölu. „Já, ég held að það sé nærri lagi. Sú sala færðist ekki nema að afar litlu leyti eitthvert annað held ég. Þetta er bara töpuð sala,“ segir Egill Örn og heldur áfram: Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Nú stefnir í mikil og góð bókajól, á því annars hörmungarári 2020. „Íslendingar hafa vanist því að lesa bækur á ferðalögum, í flugi og á sólbekk, sem ekki hefur verið á boðstólnum á þessu ári. Eitthvað er þó að færast heim í sófa, þar sem fólk kemst lítið á meðal fólks og er kannski löngu búið með allt sem því finnst áhugavert á Netflix.“ Egill Örn, sem er fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að honum heyrist afar gott hljóðið í útgefendum almennt. Og þá hafa höfundar verið duglegri en nokkru sinni fyrr að vekja athygli á bókum sínum og jafnvel selja áritaðar á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjórinn segir ekki um að ræða skipulagða herferð forlaganna. Nei, ég held miklu frekar að þetta sé partur eða afleiðing af samkomubanni. Áður gátu þeir haldið mannmörg útgáfuboð, farið milli fyrirtækja og stofnana og lesið upp úr verkum sínum, en núna eru þeir að miklu leyti fastir heima hjá sér. Þannig nota þeir sér þá samfélagsmiðla í meiri mæli en áður.
Bókaútgáfa Verslun Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bókmenntir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira