Menning

Gátu álfar og hobbitar látið sér vaxa skegg? Hvað með dvergakonur?

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hobbitinn kom út árið 1937, fyrst bóka Tolkien um Miðgarð. Hringadróttinsaga fylgdi á eftir, árin 1954 og 1955.
Hobbitinn kom út árið 1937, fyrst bóka Tolkien um Miðgarð. Hringadróttinsaga fylgdi á eftir, árin 1954 og 1955.

Það stefnir nú þegar í að árið 2021 verði töluvert betra en það ár sem nú er að líða. Von er á bóluefni gegn SARS-CoV-2 og í dag bárust þær fregnir að á næsta ári komi út safn áður óbirtra ritgerða JRR Tolkien um Miðgarð.

The Nature of Middle Earth mun m.a. tækla heimspekilegar spurningar er varða ódauðleika álfa og endurholdgun, og þá verður verður einnig að finna í safninu fróðleik um lönd og skepnur Númenor. Fjallað verður um landafræði konungsríkisins Gondor og kafað ofan í það nákvæmlega hvaða íbúum Miðgarðs vex skegg; álfum, hobbitum... dvergakonum?

Frá því að Tolkien lést hafa ýmis verk eftir hann komið út í fyrsta sinn; Börn Húrin, Beren og Lúthien og Fall Gondolin. Það er Carl F. Hostetter, sérfræðingur í verkum Tolkien og forseti Elvish Linguistic Fellowship, sem ritstýrir The Nature of Middle Earth en hann vann áður með Christopher, yngsta syni Tolkien, sem hafði yfirumsjón með arfleifð föður síns þar til hann lést í janúar á þessu ári.

„Fyrir [Tolkien] var miðgarður partur af heilum heimi sem átti eftir að uppgötva og frásagnirnar í The Nature of Middle Earth afhjúpa ferðalögin sem hann fór til að skilja betur hið einstaka sköpunarverk sitt,“ segir Chris Smith, aðstoðarútgáfustjóri hjá HarperCollins.

Guardian sagði frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.