Undrabarnið hjá Dortmund er löglegur og gæti sett tvö met á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 14:00 Youssoufa Moukoko er hungraður í spilatíma með aðalliði Borussia Dortmund nú þegar hann er orðinn sextán ára og löglegur. Getty/Max Maiwald Það þekkja kannski ekki margir knattspyrnuáhugamenn nafnið Youssoufa Moukoko en það gæti breyst fljótt. Youssoufa Moukoko heldur upp á sextán ára afmælið sitt í dag og er þar með orðinn löglegur í þýsku Bundesligunni. Nuri Sahin on Youssoufa Moukoko: "It makes me happy that it's one of our players. When the new rule came out, I quickly realized that my record would soon be broken. Youssoufa must now take the next step - the U-19s is too easy for him" [Kicker] #BVB pic.twitter.com/6oO7g3PMxX— BVB Buzz (@BVBBuzz) November 15, 2020 Þessi stórefnilegi fótboltastrákur hefur verið óstöðvandi með unglingaliðum Borussia Dortmund á síðustu árum þar sem hann hefur skorað 141 mark í 88 leikjum með yngri liðum félagsins frá 2017. „Það er mitt markmið að verða atvinnumaður hjá Dortmund, vinna Meistaradeildina með Borussia og fá Gullboltann,“ sagði Youssoufa Moukoko fullur sjálfstrausts við blaðamenn þegar hann var aðeins þrettán ára gamall. Borussia Dortmund hafði það mikla trú á honum að hann er á leikmannalista félagsins í bæði þýsku deildinni og í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið löglegur fyrr en í dag, 20. nóvember, á sextán ára afmælisdegi sínum. Happy 16th birthday to the ultimate wonderkid, Youssoufa Moukoko: 88 BVB youth games 141 goals scored (!!!) And now he can play in the Bundesliga. pic.twitter.com/cTXDpp5Q0q— Squawka Football (@Squawka) November 20, 2020 Dortmund barðist líka fyrir því að þýska knattspyrnusambandið lækkaði lágmarksaldurinn í sextán ár en hann var áður sautján ár. Það er allt sem bendir til þess að þýska félagið ætli sér að nota strákinn. Undrabarnið hjá Dortmund gæti sett tvö met á næstu fimm dögum. Ef hann spilar í deildarleiknum á móti Herthu Berlin á laugardaginn þá yrði hann yngsti leikmaðurinn til að spila atvinnumannaleik í Þýskalandi. Hann gæti einnig bætt metið yfir yngsta leikmann Meistaradeildarinnar spili hann á móti Club Brugge þremur dögum síðar. "I want to help the team, that's why I'm here." Get to know our newest #18, Youssoufa Moukoko! pic.twitter.com/4iXtj9EIOR— Borussia Dortmund (@BlackYellow) November 17, 2020 Youssoufa Moukoko has scored 51 goals in 32 games for @BVB's U19s, against players up to four years older than him.Today he turns 16 and is eligible to make his debut for the club as early as this weekend.Welcome pic.twitter.com/p7c22udRbl— B/R Football (@brfootball) November 20, 2020 Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Fleiri fréttir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sjá meira
Það þekkja kannski ekki margir knattspyrnuáhugamenn nafnið Youssoufa Moukoko en það gæti breyst fljótt. Youssoufa Moukoko heldur upp á sextán ára afmælið sitt í dag og er þar með orðinn löglegur í þýsku Bundesligunni. Nuri Sahin on Youssoufa Moukoko: "It makes me happy that it's one of our players. When the new rule came out, I quickly realized that my record would soon be broken. Youssoufa must now take the next step - the U-19s is too easy for him" [Kicker] #BVB pic.twitter.com/6oO7g3PMxX— BVB Buzz (@BVBBuzz) November 15, 2020 Þessi stórefnilegi fótboltastrákur hefur verið óstöðvandi með unglingaliðum Borussia Dortmund á síðustu árum þar sem hann hefur skorað 141 mark í 88 leikjum með yngri liðum félagsins frá 2017. „Það er mitt markmið að verða atvinnumaður hjá Dortmund, vinna Meistaradeildina með Borussia og fá Gullboltann,“ sagði Youssoufa Moukoko fullur sjálfstrausts við blaðamenn þegar hann var aðeins þrettán ára gamall. Borussia Dortmund hafði það mikla trú á honum að hann er á leikmannalista félagsins í bæði þýsku deildinni og í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið löglegur fyrr en í dag, 20. nóvember, á sextán ára afmælisdegi sínum. Happy 16th birthday to the ultimate wonderkid, Youssoufa Moukoko: 88 BVB youth games 141 goals scored (!!!) And now he can play in the Bundesliga. pic.twitter.com/cTXDpp5Q0q— Squawka Football (@Squawka) November 20, 2020 Dortmund barðist líka fyrir því að þýska knattspyrnusambandið lækkaði lágmarksaldurinn í sextán ár en hann var áður sautján ár. Það er allt sem bendir til þess að þýska félagið ætli sér að nota strákinn. Undrabarnið hjá Dortmund gæti sett tvö met á næstu fimm dögum. Ef hann spilar í deildarleiknum á móti Herthu Berlin á laugardaginn þá yrði hann yngsti leikmaðurinn til að spila atvinnumannaleik í Þýskalandi. Hann gæti einnig bætt metið yfir yngsta leikmann Meistaradeildarinnar spili hann á móti Club Brugge þremur dögum síðar. "I want to help the team, that's why I'm here." Get to know our newest #18, Youssoufa Moukoko! pic.twitter.com/4iXtj9EIOR— Borussia Dortmund (@BlackYellow) November 17, 2020 Youssoufa Moukoko has scored 51 goals in 32 games for @BVB's U19s, against players up to four years older than him.Today he turns 16 and is eligible to make his debut for the club as early as this weekend.Welcome pic.twitter.com/p7c22udRbl— B/R Football (@brfootball) November 20, 2020
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Fleiri fréttir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sjá meira