Segir faraldurinn valda því að fjöldi mikilvægra mála sé enn óleystur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2020 14:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ Þetta sagði Sigmundur í ræðu sinni á aukalandsþingi Miðflokksins í dag. „Mörg þessara mála voru orðin aðkallandi löngu áður en faraldurinn hófst. Vandi tugþúsunda lítilla og meðalstórra fyrirtækja, vandi heilbrigðiskerfisins, eldri borgararnir sem máttu ekki bíða lengur eftir leiðréttingu sinna mála, landbúnaðurinn sem þegar var komin í verulega hættu. Þannig mætti lengi telja,“ sagði Sigmundur. Hann sagði tímabært að ræða þessi mál, ásamt öðrum óleystum viðfangsefnum. „Því að ef faraldurinn verður til þess að við vanrækjum þau verður tjónið af þessu tímabundna ástandi varanlegt og miklu meira en sá gríðarlegi efnahagsskaði sem þegar hefur orðið.“ Hann sagðist þá telja að oft væri meira lagt í framsetningu þeirra en aðgerðirnar sjálfar. „Ríkisstjórnin hefur reglulega haldið glærukynningar til að auglýsa viðbrögð sín við ástandinu hverju sinni. Oft virðist þó meiri vina hafa verið lögð í sýninguna, umbúðirnar, en tillögurnar sjálfar. Jafnvel hinar stærstu þeirra hafa að engu orðið,“ sagði Sigmundur í dag. Hann sagði að Miðflokkurinn hefði þó stutt allar þær aðgerðir sem hann teldi koma að gagni, þó þær kynnu að vera ólíkar þeim sem flokkurinn hefði viljað ráðast í. Landbúnaður, heilbrigðiskerfið og hælisleitendamál Í ræðu sinni vék Sigmundur máli sínu að þeim málaflokkum þar sem hann taldi ýmis mál liggja óleyst. Landbúnaður, málefni eldri borgara, heilbrigðisþjónusta og byggðamál voru þar á meðal. Þá ræddi hann einnig um málefni hælisleitenda og förufólks, sem hann sagði að hefðu orðið að „fórnarlambi ímyndarstjórnmálanna.“ „Hvernig stendur á því að fjöldi hælisleitenda á Íslandi, eyju í Norður Atlantshafi, er allt í einu orðinn sá mesti af öllum Norðurlöndunum miðað við fólksfjölda?“ spurði Sigmundur og svaraði því sjálfur til að það væri vegna þeirra „skilaboða sem íslensk stjórnvöld hafa sent út.“ „Þau skilaboð nýta meðal annars stórhættuleg glæpagengi til að selja fólki vonir um Ísland sem áfangastað og hafa þannig jafnvel af fólkinu aleiguna á fölskum forsendum,“ sagði Sigmundur og sagði að önnur Norðurlönd kepptust nú við að senda frá sér skilaboð til að draga úr líkum á slíku. „Ef Ísland ætlar eitt Norðurlandanna að skera sig úr hvað þetta varðar verður ekki við neitt ráðið og það mun draga úr getu okkar til að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda og taka vel á móti þeim sem við bjóðum hingað,“ sagði Sigmundur. Sagði Miðflokkinn svar við þróun í átt til réttrúnaðar Sigmundur sagði þá að stjórnmál hér á landi yrðu sífellt einstrengingslegri. Það væri afleiðing „aukins rétttrúnaðar sem gengur gegn mörgum af grundvallargildum frjálslyndis og lýðræðis og birtist meðal annars í auknum hömlum á hvað megi ræða, hver megi ræða það og hvernig.“ Hann sagði Miðflokkinn vera svar við þessu, þar sem um væri að ræða flokk sem vildi „virkja á ný mestu kosti lýðræðisins.“ „Stuðningur við Miðflokkinn þýðir að kerfið fær ekki að halda áfram á sinni braut óháð vilja kjósenda. Það verði breytingar þar sem lýðræðisleg niðurstaða nær fram að ganga.“ Í spilaranum hér að neðan má horfa á ræðuna í heild sinni. Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ Þetta sagði Sigmundur í ræðu sinni á aukalandsþingi Miðflokksins í dag. „Mörg þessara mála voru orðin aðkallandi löngu áður en faraldurinn hófst. Vandi tugþúsunda lítilla og meðalstórra fyrirtækja, vandi heilbrigðiskerfisins, eldri borgararnir sem máttu ekki bíða lengur eftir leiðréttingu sinna mála, landbúnaðurinn sem þegar var komin í verulega hættu. Þannig mætti lengi telja,“ sagði Sigmundur. Hann sagði tímabært að ræða þessi mál, ásamt öðrum óleystum viðfangsefnum. „Því að ef faraldurinn verður til þess að við vanrækjum þau verður tjónið af þessu tímabundna ástandi varanlegt og miklu meira en sá gríðarlegi efnahagsskaði sem þegar hefur orðið.“ Hann sagðist þá telja að oft væri meira lagt í framsetningu þeirra en aðgerðirnar sjálfar. „Ríkisstjórnin hefur reglulega haldið glærukynningar til að auglýsa viðbrögð sín við ástandinu hverju sinni. Oft virðist þó meiri vina hafa verið lögð í sýninguna, umbúðirnar, en tillögurnar sjálfar. Jafnvel hinar stærstu þeirra hafa að engu orðið,“ sagði Sigmundur í dag. Hann sagði að Miðflokkurinn hefði þó stutt allar þær aðgerðir sem hann teldi koma að gagni, þó þær kynnu að vera ólíkar þeim sem flokkurinn hefði viljað ráðast í. Landbúnaður, heilbrigðiskerfið og hælisleitendamál Í ræðu sinni vék Sigmundur máli sínu að þeim málaflokkum þar sem hann taldi ýmis mál liggja óleyst. Landbúnaður, málefni eldri borgara, heilbrigðisþjónusta og byggðamál voru þar á meðal. Þá ræddi hann einnig um málefni hælisleitenda og förufólks, sem hann sagði að hefðu orðið að „fórnarlambi ímyndarstjórnmálanna.“ „Hvernig stendur á því að fjöldi hælisleitenda á Íslandi, eyju í Norður Atlantshafi, er allt í einu orðinn sá mesti af öllum Norðurlöndunum miðað við fólksfjölda?“ spurði Sigmundur og svaraði því sjálfur til að það væri vegna þeirra „skilaboða sem íslensk stjórnvöld hafa sent út.“ „Þau skilaboð nýta meðal annars stórhættuleg glæpagengi til að selja fólki vonir um Ísland sem áfangastað og hafa þannig jafnvel af fólkinu aleiguna á fölskum forsendum,“ sagði Sigmundur og sagði að önnur Norðurlönd kepptust nú við að senda frá sér skilaboð til að draga úr líkum á slíku. „Ef Ísland ætlar eitt Norðurlandanna að skera sig úr hvað þetta varðar verður ekki við neitt ráðið og það mun draga úr getu okkar til að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda og taka vel á móti þeim sem við bjóðum hingað,“ sagði Sigmundur. Sagði Miðflokkinn svar við þróun í átt til réttrúnaðar Sigmundur sagði þá að stjórnmál hér á landi yrðu sífellt einstrengingslegri. Það væri afleiðing „aukins rétttrúnaðar sem gengur gegn mörgum af grundvallargildum frjálslyndis og lýðræðis og birtist meðal annars í auknum hömlum á hvað megi ræða, hver megi ræða það og hvernig.“ Hann sagði Miðflokkinn vera svar við þessu, þar sem um væri að ræða flokk sem vildi „virkja á ný mestu kosti lýðræðisins.“ „Stuðningur við Miðflokkinn þýðir að kerfið fær ekki að halda áfram á sinni braut óháð vilja kjósenda. Það verði breytingar þar sem lýðræðisleg niðurstaða nær fram að ganga.“ Í spilaranum hér að neðan má horfa á ræðuna í heild sinni.
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira