Innlent

Jarðskjálfti í Kötlu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ekki hefur mælst aukinn gosórói á svæðinu.
Ekki hefur mælst aukinn gosórói á svæðinu. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti að stærð 3,1 varð í austurhluta Kötluöskju klukkan 11:08 í morgun.

Í samtali við Vísi segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að um stakan skjálfta hafi verið að ræða. Engir eftirskjálftar hafi orðið og enginn gosórói mælst á svæðinu.

Þá sagði hún að skjálfti að sömu stærð, 3,1, hafi síðast mælst á svæðinu í byrjun september á þessu ári. Hún sagði skjálftann ekki gefa tilefni til að hafa áhyggjur af svæðinu.

„Það koma alveg skjálftar af þessari stærð í Kötlu en við kíkjum alltaf strax vel á öll gögn, af því að þetta er nú Katla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×