KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2020 09:01 KA-menn fagna Íslandsmeistaratitli sínum á forsíðu íþróttakálfs DV 18. september 1989 og til hliðar má sjá Alfons Sampsted og félaga í norska félaginu Bodö/Glimt fagna sigri sínum í gær. Skjámynd/Timarit.is/DV/Twitter@Glimt Íslenskur landsliðsbakvörður hjálpaði Norðmönnum að eignast heimsmet sem hefur verið í eigu okkar Íslendinga í meira en 31 ár. Alfons Sampsted og félagar í norska félaginu Bodö/Glimt tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn og um leið nýtt heimsmet. KA á Akureyri var þangað til í gær það nyrsta félagið sem hafði orðið landsmeistari í knattspyrnu í heiminum. Eftir sigur Bodö/Glimt í gær þá eiga Norðmenn nú heimsmetið. - FK Bodø/Glimt (@Glimt) win the 2020 Eliteserien to become the northernmost top flight champions ever in the world, beating Iceland's KA Akureyri (1989 champions). #eliteserien #bodøglimt— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 22, 2020 Bodö/Glimt spilar heimaleiki sína á Aspmyra leikvanginum í Bodö sem er á 67. breiddargráðu (67°16′35.9″N). Akureyri er aftur á móti aðeins sunnar eða á 65 breiddargráðu (65°41′9.9″N). Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem Bodö/Glimt vinnur norsku deildina en liðið varð í öðru sæti í fyrra og hafði einnig þurft að sætta sig við silfurverðlaun 1977, 1993 og 2003. Íslenski bakvörðurinn átti annars frábæra viku því nokkrum dögum fyrr komst hann með íslenska 21 árs landsliðinu á EM. Eini Íslandsmeistaratitill KA-manna er frá árinu 1989 þegar félagið varð meistari undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og með Þorvald Örlygsson sem besta leikmann. Legenda lev lenger! pic.twitter.com/07YdwmWQcr— FK Bodø/Glimt (@Glimt) November 22, 2020 Það munaði reyndar litlu að KA-menn misstu heimsmetið strax árið eftir því sumarið 1970 þá varð Tromsö í öðru sæti í norsku deildinni. Tromsö er enn norðar en Bodö eða á 70. breiddargráðu og en hefur aldrei náð að vinna norsku deildina. Tromsö liðið gæti hins vegar tekið þetta heimsmet af Bodö verði liðið norskur meistari í framtíðinni. Tromsö er í norsku b-deildinni í dag en er á toppi hennar og spilar því væntanlega í úrvalsdeildinni árið 2021. Norski boltinn Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Íslenskur landsliðsbakvörður hjálpaði Norðmönnum að eignast heimsmet sem hefur verið í eigu okkar Íslendinga í meira en 31 ár. Alfons Sampsted og félagar í norska félaginu Bodö/Glimt tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn og um leið nýtt heimsmet. KA á Akureyri var þangað til í gær það nyrsta félagið sem hafði orðið landsmeistari í knattspyrnu í heiminum. Eftir sigur Bodö/Glimt í gær þá eiga Norðmenn nú heimsmetið. - FK Bodø/Glimt (@Glimt) win the 2020 Eliteserien to become the northernmost top flight champions ever in the world, beating Iceland's KA Akureyri (1989 champions). #eliteserien #bodøglimt— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 22, 2020 Bodö/Glimt spilar heimaleiki sína á Aspmyra leikvanginum í Bodö sem er á 67. breiddargráðu (67°16′35.9″N). Akureyri er aftur á móti aðeins sunnar eða á 65 breiddargráðu (65°41′9.9″N). Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem Bodö/Glimt vinnur norsku deildina en liðið varð í öðru sæti í fyrra og hafði einnig þurft að sætta sig við silfurverðlaun 1977, 1993 og 2003. Íslenski bakvörðurinn átti annars frábæra viku því nokkrum dögum fyrr komst hann með íslenska 21 árs landsliðinu á EM. Eini Íslandsmeistaratitill KA-manna er frá árinu 1989 þegar félagið varð meistari undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og með Þorvald Örlygsson sem besta leikmann. Legenda lev lenger! pic.twitter.com/07YdwmWQcr— FK Bodø/Glimt (@Glimt) November 22, 2020 Það munaði reyndar litlu að KA-menn misstu heimsmetið strax árið eftir því sumarið 1970 þá varð Tromsö í öðru sæti í norsku deildinni. Tromsö er enn norðar en Bodö eða á 70. breiddargráðu og en hefur aldrei náð að vinna norsku deildina. Tromsö liðið gæti hins vegar tekið þetta heimsmet af Bodö verði liðið norskur meistari í framtíðinni. Tromsö er í norsku b-deildinni í dag en er á toppi hennar og spilar því væntanlega í úrvalsdeildinni árið 2021.
Norski boltinn Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira