Veikindarétturinn sterkari í útópíunni Svíþjóð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 08:31 Helga Elídóttir barnalæknir stofnaði Facebook hóp til að koma þekkingu sinni áfram með fræðslu til foreldra. Góðvild „Ég féll fyrir þessari sérgrein, mér fannst hún einfaldlega lang skemmtilegust,“ segir barnalæknirinn Helga Elídóttir. Í haust stofnaði hún Facebook hópinn Barnalæknirinn þar sem hún fræðir foreldra og aðra áhugasama um ýmislegt gagnlegt tengt veikindum barna. Helga lærði fyrst hér á landi en flutti svo til Malmö í Svíþjóð þar sem hún lærði barnalækningar og ofnæmislækningar barna. „Síðan fór ég til Lundar þar sem ég sérhæfði mig í lungnalækningum barna.“ Hún er nú aftur flutt til Íslands, en viðurkennir að í Svíþjóð hafi hún fengið fleiri tækifæri til að sinna sinni sérgrein. „Vinnulega séð er margt svipað í rauninni. Náttúrulega eru samskiptin við börnin alltaf jafn skemmtileg áskorun í sama hvaða landi maður er. En faglega getur maður úti unnið mjög mikið með sína undirgrein.“ Útópían Svíþjóð Helga telur að síðustu fimm árin í Svíþjóð hafi 95 prósent að hennar vinnutíma farið í eitthvað tengt hennar sérhæfingu. Á Íslandi er hlutfallið mun lægra og telur hún að helmingur vinnutímans fari í almennar barnalækningar. „Það eru alveg kostir og gallar við hvort tveggja,“ segir Helga, í þættinum Spjallið við Góðvild. Að hennar mati er teymisvinna í kringum veikindi barna komin skrefinu lengra í Svíþjóð en hér heima, þó að þetta sé nú að breytast í rétta átt. Það er þó margt sem tengist fjölskyldum langveikra barna sem er betra hjá nágrönnum okkar. „Veikindaréttur fólks er sterkari í Svíþjóð heldur en hér, sérstaklega hvað varðar börn. Þú átt miklu fleiri veikindadaga fyrir börn í Svíþjóð heldur en hér. Svíþjóð er útópía fyrir velferðarkerfi í rauninni að mörgu leyti og mörg lönd sem hafa tekið sér það kerfi til fyrirmyndar. Það er samt ekkert fullkomið, alls ekki.“ Hún segir að þar sem Íslendingar eru svo fáir þá sé erfitt fyrir lækna að viðhalda sinni sérhæfingu hér á landi og afla sér nýrrar þekkingar. Slíkt þurfi líka að gera erlendis „Eins og í minni undirgrein, eru möguleikar til endurmenntunar á Íslandi engir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Helgu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Hildur Elídóttir Fjallar ekki um einstök vandamál Helga ákvað að stofna Facebook hópinn til að geta komið sinni þekkingu betur áfram. „Við erum oft á sjúkrahúsinu að tala um það hvernig maður getur komið til skila fræðslu og almennum upplýsingum. Þá datt mér bara í hug að prófa þessa leið.“ Í hópnum Barnalæknirinn má finna ýmsa fræðslu fyrir foreldra um eitt og annað tengt börnum, sjúkdómum hjá börnum, greiningu og meðferð. Draumur hennar er að fleiri sérfræðingar bætist í hópinn og jafnvel verði hægt að stofna vef í kringum þessa þekkingu. „Ég hef alveg fengið svolítið af fyrirspurnum og svolítið svarað því eins og ég get.“ Hún fjallar þó ekki um einstök tilvik og ekki verða gefin ráð á síðunni við persónubundnum vandamálum á þessum stóra vettvangi. En almenn umræða eins og um hitakrampa, ofnæmi eða annað væri möguleg. „Það er svona hugmyndin að fjalla um það sem er í gangi í hvert sinn.“ Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Eitt tekur við af öðru og það er aldrei logn „Það er oft þannig að foreldrar í þeirri stöðu sem ég er í, verða öryrkjar vegna þess að þeir labba á vegg, algjörlega búnir,“ segir Hildur Brynja Sigurðardóttir móðir langveikrar og fjölfatlaðrar stúlku. 23. nóvember 2020 10:01 Sett á hilluna og geta ekki farið í hlutastarf eða nám Hildur Brynja Sigurðardóttir er ein fjölmargra foreldra langveikra barna sem enda á endurhæfingalífeyri hjá Virk og gagnrýnir hún kerfið í kringum foreldragreiðslur. 17. nóvember 2020 11:30 Tók áður enga ábyrgð á sjálfri sér og hjálpar nú öðrum í sömu stöðu Halldóra Hanna Halldórsdóttir lenti á vegg árið 2019 eftir að vera í mörg ár í vanlíðan og „fórnarlambagír.“ Hún segir algengt að foreldrar langveikra og fatlaðra barna setji ekki eigin andlega og líkamlega heilsu í forgang. 10. nóvember 2020 08:01 „Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég féll fyrir þessari sérgrein, mér fannst hún einfaldlega lang skemmtilegust,“ segir barnalæknirinn Helga Elídóttir. Í haust stofnaði hún Facebook hópinn Barnalæknirinn þar sem hún fræðir foreldra og aðra áhugasama um ýmislegt gagnlegt tengt veikindum barna. Helga lærði fyrst hér á landi en flutti svo til Malmö í Svíþjóð þar sem hún lærði barnalækningar og ofnæmislækningar barna. „Síðan fór ég til Lundar þar sem ég sérhæfði mig í lungnalækningum barna.“ Hún er nú aftur flutt til Íslands, en viðurkennir að í Svíþjóð hafi hún fengið fleiri tækifæri til að sinna sinni sérgrein. „Vinnulega séð er margt svipað í rauninni. Náttúrulega eru samskiptin við börnin alltaf jafn skemmtileg áskorun í sama hvaða landi maður er. En faglega getur maður úti unnið mjög mikið með sína undirgrein.“ Útópían Svíþjóð Helga telur að síðustu fimm árin í Svíþjóð hafi 95 prósent að hennar vinnutíma farið í eitthvað tengt hennar sérhæfingu. Á Íslandi er hlutfallið mun lægra og telur hún að helmingur vinnutímans fari í almennar barnalækningar. „Það eru alveg kostir og gallar við hvort tveggja,“ segir Helga, í þættinum Spjallið við Góðvild. Að hennar mati er teymisvinna í kringum veikindi barna komin skrefinu lengra í Svíþjóð en hér heima, þó að þetta sé nú að breytast í rétta átt. Það er þó margt sem tengist fjölskyldum langveikra barna sem er betra hjá nágrönnum okkar. „Veikindaréttur fólks er sterkari í Svíþjóð heldur en hér, sérstaklega hvað varðar börn. Þú átt miklu fleiri veikindadaga fyrir börn í Svíþjóð heldur en hér. Svíþjóð er útópía fyrir velferðarkerfi í rauninni að mörgu leyti og mörg lönd sem hafa tekið sér það kerfi til fyrirmyndar. Það er samt ekkert fullkomið, alls ekki.“ Hún segir að þar sem Íslendingar eru svo fáir þá sé erfitt fyrir lækna að viðhalda sinni sérhæfingu hér á landi og afla sér nýrrar þekkingar. Slíkt þurfi líka að gera erlendis „Eins og í minni undirgrein, eru möguleikar til endurmenntunar á Íslandi engir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Helgu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Hildur Elídóttir Fjallar ekki um einstök vandamál Helga ákvað að stofna Facebook hópinn til að geta komið sinni þekkingu betur áfram. „Við erum oft á sjúkrahúsinu að tala um það hvernig maður getur komið til skila fræðslu og almennum upplýsingum. Þá datt mér bara í hug að prófa þessa leið.“ Í hópnum Barnalæknirinn má finna ýmsa fræðslu fyrir foreldra um eitt og annað tengt börnum, sjúkdómum hjá börnum, greiningu og meðferð. Draumur hennar er að fleiri sérfræðingar bætist í hópinn og jafnvel verði hægt að stofna vef í kringum þessa þekkingu. „Ég hef alveg fengið svolítið af fyrirspurnum og svolítið svarað því eins og ég get.“ Hún fjallar þó ekki um einstök tilvik og ekki verða gefin ráð á síðunni við persónubundnum vandamálum á þessum stóra vettvangi. En almenn umræða eins og um hitakrampa, ofnæmi eða annað væri möguleg. „Það er svona hugmyndin að fjalla um það sem er í gangi í hvert sinn.“ Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Eitt tekur við af öðru og það er aldrei logn „Það er oft þannig að foreldrar í þeirri stöðu sem ég er í, verða öryrkjar vegna þess að þeir labba á vegg, algjörlega búnir,“ segir Hildur Brynja Sigurðardóttir móðir langveikrar og fjölfatlaðrar stúlku. 23. nóvember 2020 10:01 Sett á hilluna og geta ekki farið í hlutastarf eða nám Hildur Brynja Sigurðardóttir er ein fjölmargra foreldra langveikra barna sem enda á endurhæfingalífeyri hjá Virk og gagnrýnir hún kerfið í kringum foreldragreiðslur. 17. nóvember 2020 11:30 Tók áður enga ábyrgð á sjálfri sér og hjálpar nú öðrum í sömu stöðu Halldóra Hanna Halldórsdóttir lenti á vegg árið 2019 eftir að vera í mörg ár í vanlíðan og „fórnarlambagír.“ Hún segir algengt að foreldrar langveikra og fatlaðra barna setji ekki eigin andlega og líkamlega heilsu í forgang. 10. nóvember 2020 08:01 „Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Eitt tekur við af öðru og það er aldrei logn „Það er oft þannig að foreldrar í þeirri stöðu sem ég er í, verða öryrkjar vegna þess að þeir labba á vegg, algjörlega búnir,“ segir Hildur Brynja Sigurðardóttir móðir langveikrar og fjölfatlaðrar stúlku. 23. nóvember 2020 10:01
Sett á hilluna og geta ekki farið í hlutastarf eða nám Hildur Brynja Sigurðardóttir er ein fjölmargra foreldra langveikra barna sem enda á endurhæfingalífeyri hjá Virk og gagnrýnir hún kerfið í kringum foreldragreiðslur. 17. nóvember 2020 11:30
Tók áður enga ábyrgð á sjálfri sér og hjálpar nú öðrum í sömu stöðu Halldóra Hanna Halldórsdóttir lenti á vegg árið 2019 eftir að vera í mörg ár í vanlíðan og „fórnarlambagír.“ Hún segir algengt að foreldrar langveikra og fatlaðra barna setji ekki eigin andlega og líkamlega heilsu í forgang. 10. nóvember 2020 08:01
„Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01