Hjólahvíslarinn hvekktur eftir torkennileg tilmæli frá lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2020 16:20 Bjartmar Leósson. Honum sárnaði þetta símtal sem hann fékk frá lögreglumanni nú fyrr í dag. En þar var hann beðinn um að hætta þessu hjólarugli, hvíla það fram á næsta sumar. Kæla þetta aðeins. visir Bjartmar Leósson, sem fengið hefur viðurnefnið Hjólahvíslarinn vegna frækilegrar framgöngu við að endurheimta stolin hjól fyrir eigendur þeirra, var beðinn um það af lögreglumanni að „hætta þessu hjólarugli“. Bjartmar segir þetta kaldar kveðjur eftir allt sem hann hefur lagt að mörkum við að finna og koma til réttra eigenda stolnum verðmætum hjólum. Bjartmar tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að sú afstaða sem birtist hjá þessum ónefnda lögreglumanni sé alls ekki lýsandi fyrir lögregluna alla. Yfirlætistónn í lögregluþjóninum En honum blöskraði yfirlætið sem fólst í orðum þessa tiltekna lögreglumannsins, þau komu flatt uppá hann því yfirleitt hafa samskiptin við lögregluna verið góð. „Já, það var yfirlætistónn í þessu: Gætirðu ekki hætt þessu hjólarugli þínu, fram á mitt sumar kannski? spurði maðurinn en þetta var eftir kvörtun bróður manns sem hafði misst sig við Bjartmar eftir að hann hafði fundið hjá honum hjól. Bjartmar segir þetta mikinn misskilning því hann hafi boðið þeim manni að borða og þeir svo skilið í mikilli sátt. Það segir Bjartmar hafa gert til að byggja upp gagnkvæman skilning. Mikill fjöldi manna kann Bjartmari miklar þakkir fyrir að hafa fundið stolin hjól sín. Það má berlega sjá í Facebook-hóp sem Bjartmar stofnaði „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“. Þar greinir hann frá þessu og hefur mikill fjöldi manna tjáð sig of furðað sig á þessum köldu kveðjum. Bjartmar útskýrir tildrögin þannig þar: „Sárasjaldan hafa menn blossað upp gagnvart mér þegar ég "stel" hjólum til baka. Eitt slíkt atvik nýskeð og ég fæ kvörtun á mig. En er búinn að sættast við gaurinn. Ætla meiraðsegja að redda honum hjóli og lás.“ Bjartmar nýtur mikils stuðnings í hópnum og víðar. Hann segist ætla að bóka fund með lögreglustjóranum og fara yfir þetta mál eins og það horfir við sér. Hefur endurheimt hjól fyrir milljónir króna En hvað er það sem fær Bjartmar til að standa í þessu, en það hefur hann gert frá því síðasta sumar og hefur haldið ótrauður sínu striki? Bjartmar útskýrir það þannig að hann sé sjálfur með mikla hjóladellu. „Þetta bara blasti við mér. Góðkunningjar lögreglunnar, eða hvað eigum eigum við að segja … ógæfumenn borgarinnar voru reglulega að birtast á nýjum hjólum. Mér fannst þetta undarlegt og fór að skoða þetta nánar. Augljóst mál að þeir væru að stela hjólunum en þetta var yfirgengilega mikið. Mig langar ekki að búa í borg þar sem sjálfsagt mál þykir að stela hjólum. Ef ég sé hjól sem ég veit að er stolið sef ekkert vel ef ég geri ekkert.“ Bjartmar hefur fyrir löngu tapað tölunni, svo mörg eru þau hjól sem hann hefur fundið en hann segir að meta megi andvirði hinna stolnu hjóla á vel yfir tíu milljónir. Eitt sinn endurheimti hann í einu tvö hjól sem samanlagt voru milljón króna virði. Hjólreiðar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Bjartmar Leósson, sem fengið hefur viðurnefnið Hjólahvíslarinn vegna frækilegrar framgöngu við að endurheimta stolin hjól fyrir eigendur þeirra, var beðinn um það af lögreglumanni að „hætta þessu hjólarugli“. Bjartmar segir þetta kaldar kveðjur eftir allt sem hann hefur lagt að mörkum við að finna og koma til réttra eigenda stolnum verðmætum hjólum. Bjartmar tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að sú afstaða sem birtist hjá þessum ónefnda lögreglumanni sé alls ekki lýsandi fyrir lögregluna alla. Yfirlætistónn í lögregluþjóninum En honum blöskraði yfirlætið sem fólst í orðum þessa tiltekna lögreglumannsins, þau komu flatt uppá hann því yfirleitt hafa samskiptin við lögregluna verið góð. „Já, það var yfirlætistónn í þessu: Gætirðu ekki hætt þessu hjólarugli þínu, fram á mitt sumar kannski? spurði maðurinn en þetta var eftir kvörtun bróður manns sem hafði misst sig við Bjartmar eftir að hann hafði fundið hjá honum hjól. Bjartmar segir þetta mikinn misskilning því hann hafi boðið þeim manni að borða og þeir svo skilið í mikilli sátt. Það segir Bjartmar hafa gert til að byggja upp gagnkvæman skilning. Mikill fjöldi manna kann Bjartmari miklar þakkir fyrir að hafa fundið stolin hjól sín. Það má berlega sjá í Facebook-hóp sem Bjartmar stofnaði „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“. Þar greinir hann frá þessu og hefur mikill fjöldi manna tjáð sig of furðað sig á þessum köldu kveðjum. Bjartmar útskýrir tildrögin þannig þar: „Sárasjaldan hafa menn blossað upp gagnvart mér þegar ég "stel" hjólum til baka. Eitt slíkt atvik nýskeð og ég fæ kvörtun á mig. En er búinn að sættast við gaurinn. Ætla meiraðsegja að redda honum hjóli og lás.“ Bjartmar nýtur mikils stuðnings í hópnum og víðar. Hann segist ætla að bóka fund með lögreglustjóranum og fara yfir þetta mál eins og það horfir við sér. Hefur endurheimt hjól fyrir milljónir króna En hvað er það sem fær Bjartmar til að standa í þessu, en það hefur hann gert frá því síðasta sumar og hefur haldið ótrauður sínu striki? Bjartmar útskýrir það þannig að hann sé sjálfur með mikla hjóladellu. „Þetta bara blasti við mér. Góðkunningjar lögreglunnar, eða hvað eigum eigum við að segja … ógæfumenn borgarinnar voru reglulega að birtast á nýjum hjólum. Mér fannst þetta undarlegt og fór að skoða þetta nánar. Augljóst mál að þeir væru að stela hjólunum en þetta var yfirgengilega mikið. Mig langar ekki að búa í borg þar sem sjálfsagt mál þykir að stela hjólum. Ef ég sé hjól sem ég veit að er stolið sef ekkert vel ef ég geri ekkert.“ Bjartmar hefur fyrir löngu tapað tölunni, svo mörg eru þau hjól sem hann hefur fundið en hann segir að meta megi andvirði hinna stolnu hjóla á vel yfir tíu milljónir. Eitt sinn endurheimti hann í einu tvö hjól sem samanlagt voru milljón króna virði.
Hjólreiðar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira