Lagt til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður í 30 km/klst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 18:41 Andrés Ingi Jónsson, hyggst leggja fram frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lagt er til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund í nýju frumvarpi. Þingmaður segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sendi frumvarpið á þingmenn í dag í leit að meðflutningi og hyggst leggja það fram á næstu dögum. Í því er helst lagt til hámarksökuhraði í þéttbýli verði lækkaður úr 50 í 30 kílómetra á klukkustund. „En þó þannig að sveitarfélög geti ákveðið innan þéttbýlismarka að hafa hærri hraða ef aðstæður leyfa,“ segir Andrés. Samkvæmt frumvarpinu yrði ákvörðun um hámarkshraða færð í hendur sveitarfélaga. Andrés telur það til bóta og vísar til nýlegrar umræðu um ökuhraða á Hringbraut. „Reykjavíkurborg þurfti að togast svolítið á við Vegagerðina þegar íbúar kölluðu eftir lækkun á hámarkshraða. Ef þetta frumvarp væri orðið að lögum væri sönnunarbyrðin öfug og það þyrfti alltaf að miða hraðabreytingar út frá öryggi vegfarenda og sérstaklega þeirra viðkvæmustu; gangandi vegfarernda.“ Hámarkshraði á Hringbraut var lækkaður niður í 40 km/klst á síðasta ári eftir að ekið var á barn á gatnamótunum við Meistaravelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðspurður um áhrif á umferðarhraða segir hann málið ekki snúast um að lækka hraða á öllum götum niður í þrjátíu. „Þetta snýst bara um að það þurfi að réttlæta hærri hraða.“ Einnig er lagt til að heimild í umferðarlögum fyrir 110 kílómetra hraða á vissum vegum verði felld brott og að hraði á bílastæðum verði lækkaður niður í 10 km/klst. Andrés segir málið snúast um umferðaröryggi og loftgæði og vísar í þróun erlendis. Svíar hafi til að mynda verið að lækka ökuhraða til að draga úr slysum. „Og bara á þessu ári hefur til dæmis verið ákveðið bæði á Spáni og í Hollandi að lækka hraða niður í 30 km/klst eins og ég er að leggja til.“ Alþingi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Lagt er til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund í nýju frumvarpi. Þingmaður segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sendi frumvarpið á þingmenn í dag í leit að meðflutningi og hyggst leggja það fram á næstu dögum. Í því er helst lagt til hámarksökuhraði í þéttbýli verði lækkaður úr 50 í 30 kílómetra á klukkustund. „En þó þannig að sveitarfélög geti ákveðið innan þéttbýlismarka að hafa hærri hraða ef aðstæður leyfa,“ segir Andrés. Samkvæmt frumvarpinu yrði ákvörðun um hámarkshraða færð í hendur sveitarfélaga. Andrés telur það til bóta og vísar til nýlegrar umræðu um ökuhraða á Hringbraut. „Reykjavíkurborg þurfti að togast svolítið á við Vegagerðina þegar íbúar kölluðu eftir lækkun á hámarkshraða. Ef þetta frumvarp væri orðið að lögum væri sönnunarbyrðin öfug og það þyrfti alltaf að miða hraðabreytingar út frá öryggi vegfarenda og sérstaklega þeirra viðkvæmustu; gangandi vegfarernda.“ Hámarkshraði á Hringbraut var lækkaður niður í 40 km/klst á síðasta ári eftir að ekið var á barn á gatnamótunum við Meistaravelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðspurður um áhrif á umferðarhraða segir hann málið ekki snúast um að lækka hraða á öllum götum niður í þrjátíu. „Þetta snýst bara um að það þurfi að réttlæta hærri hraða.“ Einnig er lagt til að heimild í umferðarlögum fyrir 110 kílómetra hraða á vissum vegum verði felld brott og að hraði á bílastæðum verði lækkaður niður í 10 km/klst. Andrés segir málið snúast um umferðaröryggi og loftgæði og vísar í þróun erlendis. Svíar hafi til að mynda verið að lækka ökuhraða til að draga úr slysum. „Og bara á þessu ári hefur til dæmis verið ákveðið bæði á Spáni og í Hollandi að lækka hraða niður í 30 km/klst eins og ég er að leggja til.“
Alþingi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent