Carragher: Lét leikmenn Man. City líta barnalega út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 10:01 Harry Kane fór oft illa með varnarmenn Manchester City í leik liðanna um helgina. Getty/Tottenham Hotspur FC Jamie Carragher talaði vel um Tottenham manninn Harry Kane í gærkvöldi í Monday Night Football þættinum á Sky Sports. Tottenham vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í uppgjörsþættinum um umferðina á Sky Sports þá nefndi knattspyrnusérfræðingurinn Jamie Carragher sérstaklega frammistöðu Harry Kane í leiknum. Eftir tapið er Manchester City í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Harry Kane og félagar í Tottenham sitja í toppsætinu. Harry Kane hefur dregið sig aðeins aftar á völlinn á þessu tímabili sem er að nýtast Tottenham liðinu vel því hann gaf sína níundu stoðsendingu í sigrinum á Manchester City. Jamie Carragher says Harry Kane made Man City stars look "childish" in Tottenham winhttps://t.co/uRnrcEN00j #THFC #MCFC— Mirror Football (@MirrorFootball) November 24, 2020 Harry Kane átti líka þátt í fyrri markinu án þess að koma við boltann. Hann hreyfði sig og alla vörnina með góu hlaupi sem gaf Heung-min Son tækifæri á að sleppa í gegn eftir frábæra sendingu frá Tanguy Ndombele. „Ég ræddi Harry Kane í þessum þætti fyrir mánuði síðan og þá sérstaklega hans nýja stöðu sem tía,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Harry Kane er langslyngasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni og ég elska það. Ég algjörlega elska það,“ sagði Carragher. „Ef einhver segir við mig að hann sé að svindla þegar hann fer í grasið þá er ég ekki sammála því. Slíkt er orðið stór hluti af leiknum og þar ráða klókindin,“ sagði Carragher. Jamie Carragher gagnrýndi leikmenn Manchester City og þá sérstaklega varnarmennina. „Hann lét varnarmenn Manchester City líta mjög barnalega út því þeir voru svo einfaldir og það var oft eins og þeir skildu ekki út á hvað fótboltinn gengur,“ sagði Carragher. Tottenham er vissulega á toppnum og eiga bæði næstmarkahæsta og stoðsendingahæsta mann ensku úrvalsdeildarinnar. Framhaldið mun hins vegar reyna á liðið því næstu deildarleikir eru á móti Chelsea, Arsenal, Crystal Palace og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Jamie Carragher talaði vel um Tottenham manninn Harry Kane í gærkvöldi í Monday Night Football þættinum á Sky Sports. Tottenham vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í uppgjörsþættinum um umferðina á Sky Sports þá nefndi knattspyrnusérfræðingurinn Jamie Carragher sérstaklega frammistöðu Harry Kane í leiknum. Eftir tapið er Manchester City í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Harry Kane og félagar í Tottenham sitja í toppsætinu. Harry Kane hefur dregið sig aðeins aftar á völlinn á þessu tímabili sem er að nýtast Tottenham liðinu vel því hann gaf sína níundu stoðsendingu í sigrinum á Manchester City. Jamie Carragher says Harry Kane made Man City stars look "childish" in Tottenham winhttps://t.co/uRnrcEN00j #THFC #MCFC— Mirror Football (@MirrorFootball) November 24, 2020 Harry Kane átti líka þátt í fyrri markinu án þess að koma við boltann. Hann hreyfði sig og alla vörnina með góu hlaupi sem gaf Heung-min Son tækifæri á að sleppa í gegn eftir frábæra sendingu frá Tanguy Ndombele. „Ég ræddi Harry Kane í þessum þætti fyrir mánuði síðan og þá sérstaklega hans nýja stöðu sem tía,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Harry Kane er langslyngasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni og ég elska það. Ég algjörlega elska það,“ sagði Carragher. „Ef einhver segir við mig að hann sé að svindla þegar hann fer í grasið þá er ég ekki sammála því. Slíkt er orðið stór hluti af leiknum og þar ráða klókindin,“ sagði Carragher. Jamie Carragher gagnrýndi leikmenn Manchester City og þá sérstaklega varnarmennina. „Hann lét varnarmenn Manchester City líta mjög barnalega út því þeir voru svo einfaldir og það var oft eins og þeir skildu ekki út á hvað fótboltinn gengur,“ sagði Carragher. Tottenham er vissulega á toppnum og eiga bæði næstmarkahæsta og stoðsendingahæsta mann ensku úrvalsdeildarinnar. Framhaldið mun hins vegar reyna á liðið því næstu deildarleikir eru á móti Chelsea, Arsenal, Crystal Palace og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira