Segir myndefni af lokun tjaldbúða í París vera sláandi og heitir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 13:57 Til átaka kom á milli lögregluþjóna annarsvegar og aðgerðasinna og farand- og flóttamanna hins vegar. AP/Alexandra Henry Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, hefur fyrirskipað innri rannsókn á aðgerðum lögreglunnar gegn farand- og flóttafólki í París í gærkvöldi. Lögregluþjónar fjarlægðu tjaldbúðir sem búið var að reisa á torgi í austurhluta borgarinnar og ráðherrann segir myndefni af vettvangi vera sláandi. Lögreglan segir tjalbúðirnar hafa verið reistar í leyfisleysi af sjálfboðaliðum og aðgerðasinnum og að torgið hafi þess vegna verið rýmt og hald lagt á tjöld þeirra sem héldu til þar. Myndbönd sýna lögregluþjóna beita táragasi gegn íbúum um 500 tjalda, sem voru flestir menn frá Afganistan, samkvæmt frétt France24. Einnig sýnir myndefni lögregluþjóna draga fólk í burtu í tjöldum og jafnvel slá til íbúa búðanna og aðgerðasinna. Tjaldbúðirnar voru reistar í mótmælaskyni eftir að sambærilegum búðum annarsstaðar í París hafði verið lokað.AP/Alexandra Henry AP fréttaveitan hefur eftir sjálfboðaliðum að lögregluþjónar hafi tekið tjöld upp og hrist fólk úr þeim. Þá hafi verið sparkað í mennina og þeir barðir með kylfum. Darmanin hét því að gera niðurstöður rannsóknarinnar opinberar. Búðirnar höfðu í raun verið settar upp af aðgerðasinnum í mótmælum gegn því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 um aðgerðirnar. Þar er meðal annars rætt við íbúa tjaldbúðanna sem segjast eingöngu vilja þak yfir höfuðið. Aðgerðirnar hafa fengið mikla athygli og þá að miklum hluta vegna frumvarps sem greiða á atkvæði um á franska þinginu í dag. Því frumvarp er ætlað að auka valdheimildir og vernd lögregluþjóna. Meðal annars gerir frumvarpið það ólöglegt að birta myndefni af lögregluþjónum, í þeim tilgangi að valda þeim skaða. Frumvarpinu hefur verið harðlega mótmælt og er sagt koma niður á réttindum borgara og fjölmiðla. Yfirvöld segja hins vegar að frumvarpinu sé ætlað að vernda lögregluþjóna gegn áköllum um ofbeldi á netinu. PARIS - Tensions en cours : intervention musclée des forces de l ordre pour déloger les réfugiés. pic.twitter.com/248pO7xx4V— Clément Lanot (@ClementLanot) November 23, 2020 Frakkland Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, hefur fyrirskipað innri rannsókn á aðgerðum lögreglunnar gegn farand- og flóttafólki í París í gærkvöldi. Lögregluþjónar fjarlægðu tjaldbúðir sem búið var að reisa á torgi í austurhluta borgarinnar og ráðherrann segir myndefni af vettvangi vera sláandi. Lögreglan segir tjalbúðirnar hafa verið reistar í leyfisleysi af sjálfboðaliðum og aðgerðasinnum og að torgið hafi þess vegna verið rýmt og hald lagt á tjöld þeirra sem héldu til þar. Myndbönd sýna lögregluþjóna beita táragasi gegn íbúum um 500 tjalda, sem voru flestir menn frá Afganistan, samkvæmt frétt France24. Einnig sýnir myndefni lögregluþjóna draga fólk í burtu í tjöldum og jafnvel slá til íbúa búðanna og aðgerðasinna. Tjaldbúðirnar voru reistar í mótmælaskyni eftir að sambærilegum búðum annarsstaðar í París hafði verið lokað.AP/Alexandra Henry AP fréttaveitan hefur eftir sjálfboðaliðum að lögregluþjónar hafi tekið tjöld upp og hrist fólk úr þeim. Þá hafi verið sparkað í mennina og þeir barðir með kylfum. Darmanin hét því að gera niðurstöður rannsóknarinnar opinberar. Búðirnar höfðu í raun verið settar upp af aðgerðasinnum í mótmælum gegn því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 um aðgerðirnar. Þar er meðal annars rætt við íbúa tjaldbúðanna sem segjast eingöngu vilja þak yfir höfuðið. Aðgerðirnar hafa fengið mikla athygli og þá að miklum hluta vegna frumvarps sem greiða á atkvæði um á franska þinginu í dag. Því frumvarp er ætlað að auka valdheimildir og vernd lögregluþjóna. Meðal annars gerir frumvarpið það ólöglegt að birta myndefni af lögregluþjónum, í þeim tilgangi að valda þeim skaða. Frumvarpinu hefur verið harðlega mótmælt og er sagt koma niður á réttindum borgara og fjölmiðla. Yfirvöld segja hins vegar að frumvarpinu sé ætlað að vernda lögregluþjóna gegn áköllum um ofbeldi á netinu. PARIS - Tensions en cours : intervention musclée des forces de l ordre pour déloger les réfugiés. pic.twitter.com/248pO7xx4V— Clément Lanot (@ClementLanot) November 23, 2020
Frakkland Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira