Viðskipti innlent

Gangur sagður í viðræðum Rio Tinto og Landsvirkjunar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Álver Rio Tinto í Straumsvík.
Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Nokk­ur gang­ur mun hafa verið í viðræðum milli Lands­virkj­un­ar og Rio Tinto varðandi end­ur­skoðun þess raf­orku­verðs sem síðar­nefnda fyr­ir­tækið greiðir í tengsl­um við fram­leiðslu sína í Straums­vík. Í Morgunblaðinu í dag er fullyrt að vonir séu bundnar við að samkomulag um verulega lækkun orkuverðsins náist nú þegar fyrir áramót og herma heimildir blaðsins að raforkuverðið til verksmiðjunnar kunni að lækka um þrjátíu prósent.

Allt frá því í vor hef­ur ál­verk­smiðjan í Straums­vík keyrt á lág­marks­af­köst­um og þannig aðeins keypt það lág­mark sem henni ber af raf­orku frá Lands­virkj­un, og hef­ur fram­leiðslan því aðeins verið um 85% af því sem áætlan­ir gera al­mennt ráð fyr­ir.

Í blaðinu segir að í samningaviðræðum hafi komið fram fram að Rio Tinto muni ekki auka fram­leiðslu sína fyrr en sam­komu­lag við Lands­virkj­un sé í höfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×