Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2020 12:54 KR-ingar voru nánast eins nálægt Evrópusæti og hugsast getur. vísir/bára Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. Sú ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október að flauta af keppni í Íslandsmótunum og bikarkeppnunum í fótbolta bitnaði illa á KR og Fram. Ákvörðunin byggði á reglugerð stjórnarinnar frá 17. júlí, vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar ákvörðunin var tekin eygði karlalið KR enn von um að ná Evrópusæti, í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti veika von um að bjarga sér frá falli niður í Lengjudeildina. Fram var aðeins verri markatölu fyrir neðan Leikni R. sem samkvæmt ákvörðun KSÍ fór upp í Pepsi Max-deildina. KR krafðist þess að ákvörðun stjórnar um að hætta keppni yrði felld úr gildi en Fram þess að viðurkennt yrði að Leiknir og Fram væru jafnstæð, og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í úrvalsdeild yrði ógilt. Aga- og úrskurðanefnd KSÍ vísaði í fyrstu frá kærum KR og Fram, sem áfrýjuðu þá. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar og það hefur hún nú gert. Hafnar því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf Í niðurstöðukafla vegna máls KR segir meðal annars stjórn KSÍ hafi verið að bregðast við meiriháttar utanaðkomandi atburðum. Ekki séu til ákvæði í reglugerðarsafni KSÍ um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum. Hins vegar sé fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir setningu Covid reglugerðarinnar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar því að Guðni Bergsson formaður KSÍ hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um slit Íslandsmótsins og bendir á að byggt sé á reglugerð frá því í sumar.vísir/vilhelm Þá hafnar nefndin því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf til að ákveða að ljúka keppni, en í kæru KR var vísað í tengsl formanns KSÍ við Val og varaformanns við Breiðablik, liðin sem urðu Íslandsmeistarar þegar mótinu var slitið. Um þetta segir meðal annars í úrskurðinum: „Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega. Að öllu þessu virtu er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað.“ Rétt og skylt að láta markatölu ráða Framarar kærðu þá ákvörðun að markatala skyldi ráða því hvort Leiknir eða Fram færi upp í efstu deild, þar sem að í Covid reglugerðinni hafi ekki verið kveðið á um hvað gerðist ef lið væru jöfn að stigum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðanefndar segir: „Samkvæmt 8. gr. í Covid reglugerð hefur stjórn KSÍ lokaákvörðun um öll þau málefni sem reglugerðin nær ekki sérstaklega til. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eru ákvæði í 21. gr. um stigakeppni. Samkvæmt 21.3 segir að sigurvegari í stigakeppni sé það lið sem flest stig hlýtur og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Síðan segir að röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt a) Fjölda stiga. b) Markamismunur. c) Fjöldi skoraðra marka, o.s.frv.“ Ekkert mæli því gegn ákvörðun stjórnar KSÍ og henni hafi verið „bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti“. Úrskurður vegna máls KR Úrskurður vegna máls Fram Pepsi Max-deild karla KR Fram Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Tengdar fréttir Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. Sú ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október að flauta af keppni í Íslandsmótunum og bikarkeppnunum í fótbolta bitnaði illa á KR og Fram. Ákvörðunin byggði á reglugerð stjórnarinnar frá 17. júlí, vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar ákvörðunin var tekin eygði karlalið KR enn von um að ná Evrópusæti, í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti veika von um að bjarga sér frá falli niður í Lengjudeildina. Fram var aðeins verri markatölu fyrir neðan Leikni R. sem samkvæmt ákvörðun KSÍ fór upp í Pepsi Max-deildina. KR krafðist þess að ákvörðun stjórnar um að hætta keppni yrði felld úr gildi en Fram þess að viðurkennt yrði að Leiknir og Fram væru jafnstæð, og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í úrvalsdeild yrði ógilt. Aga- og úrskurðanefnd KSÍ vísaði í fyrstu frá kærum KR og Fram, sem áfrýjuðu þá. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar og það hefur hún nú gert. Hafnar því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf Í niðurstöðukafla vegna máls KR segir meðal annars stjórn KSÍ hafi verið að bregðast við meiriháttar utanaðkomandi atburðum. Ekki séu til ákvæði í reglugerðarsafni KSÍ um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum. Hins vegar sé fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir setningu Covid reglugerðarinnar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar því að Guðni Bergsson formaður KSÍ hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um slit Íslandsmótsins og bendir á að byggt sé á reglugerð frá því í sumar.vísir/vilhelm Þá hafnar nefndin því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf til að ákveða að ljúka keppni, en í kæru KR var vísað í tengsl formanns KSÍ við Val og varaformanns við Breiðablik, liðin sem urðu Íslandsmeistarar þegar mótinu var slitið. Um þetta segir meðal annars í úrskurðinum: „Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega. Að öllu þessu virtu er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað.“ Rétt og skylt að láta markatölu ráða Framarar kærðu þá ákvörðun að markatala skyldi ráða því hvort Leiknir eða Fram færi upp í efstu deild, þar sem að í Covid reglugerðinni hafi ekki verið kveðið á um hvað gerðist ef lið væru jöfn að stigum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðanefndar segir: „Samkvæmt 8. gr. í Covid reglugerð hefur stjórn KSÍ lokaákvörðun um öll þau málefni sem reglugerðin nær ekki sérstaklega til. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eru ákvæði í 21. gr. um stigakeppni. Samkvæmt 21.3 segir að sigurvegari í stigakeppni sé það lið sem flest stig hlýtur og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Síðan segir að röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt a) Fjölda stiga. b) Markamismunur. c) Fjöldi skoraðra marka, o.s.frv.“ Ekkert mæli því gegn ákvörðun stjórnar KSÍ og henni hafi verið „bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti“. Úrskurður vegna máls KR Úrskurður vegna máls Fram
Pepsi Max-deild karla KR Fram Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Tengdar fréttir Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03