Innlent

Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fálkahræið var frosið og hauslaust.
Fálkahræið var frosið og hauslaust. Mynd/Akureyri.net

Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu.

Greint er frá þessu á Akureyri.net, nýjum staðarmiðli á Akureyri. Þar segir að hræið hafi verið frosið og því líklegt að það hafi verið þar um einhverja hríð. Rætt er við Ólaf Karl Nielsen, fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem segir að af myndum að dæma sé um fullorðinn kynþroska fugl að ræða.

Sjalgæft sé hins vegar að fálkar drepist nærri mannabyggð og telur Ólafur Karl líklegt að fuglinn hafi verið veikur. Sýnist honum einnig að búið sé að plokka allt kjöt af hálsi fuglsins, og þar hafi hræætur að öllum líkindum verið að verki, eftir að fuglinn drapst,

Frétt Akureyri.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×