Uppfært: Búið er að opna veginn aftur.
Vegurinn um Bröttubrekku er lokaður þar sem flutningabíll þverar nú veginn.
Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að unnið sé að losun á bílnum.
Um færð á vegum segir að vetrarfærð sé um norðanvert landið og flughált á nokkrum köflum.
Hringvegurinn er víðast greiðfær í Húnavatnssýslum og Skagafirði en hálka er Öxnadalsheiði og á útvegum. Flughált er á Þverárfjalli og frá Hofsósi og út á Siglufjörð.
Hálka á flestum leiðum og flughálka á Hólaheiði, Raufarhafnarvegi, Langanesvegi og Brekknaheiði.
Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum en krapi á Mosfellsheiði og flughált á Kjósarskarði.