Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 15:36 Frá minnisvarða um Paty í París. EPA/SEBASTIEN NOGIER Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. Fjórir táningar hafa verið ákærðir vegna grimmilegs morðs kennarans Samuel Paty, sem var afhöfðaður á götu út i í síðasta mánuði. Þrír þeirra eru sagðir hafa bent morðingjanum á Paty og eru ákærðir fyrir aðkomu að morði og hryðjuverki. Táningarnir þrír eru 13 og fjórtán ára. Sá fjórði er dóttir eins foreldris sem hóf herferð gegn Paty á netinu. Hún er sögð hafa ófrægt Paty. Þrír aðrir táningar voru ákærðir fyrr í mánuðinum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Hann hét Abdoulakh A. og fæddist í Moskvu. Hann sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandí, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Morð Paty hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar hafa kvartað yfir því að það hafi orðið mun erfiðara og að þau óttist hefndaraðgerðir. Þá hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafið það sem hann hefur kallað áætlun ríkisstjórnarinnar gegn íslömskum öfgaöflum í landinu. Þeirri áætlun er ætlað að sporna gegn aðskilnaðaröflum og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Frakkland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Fjórir táningar hafa verið ákærðir vegna grimmilegs morðs kennarans Samuel Paty, sem var afhöfðaður á götu út i í síðasta mánuði. Þrír þeirra eru sagðir hafa bent morðingjanum á Paty og eru ákærðir fyrir aðkomu að morði og hryðjuverki. Táningarnir þrír eru 13 og fjórtán ára. Sá fjórði er dóttir eins foreldris sem hóf herferð gegn Paty á netinu. Hún er sögð hafa ófrægt Paty. Þrír aðrir táningar voru ákærðir fyrr í mánuðinum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Hann hét Abdoulakh A. og fæddist í Moskvu. Hann sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandí, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Morð Paty hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar hafa kvartað yfir því að það hafi orðið mun erfiðara og að þau óttist hefndaraðgerðir. Þá hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafið það sem hann hefur kallað áætlun ríkisstjórnarinnar gegn íslömskum öfgaöflum í landinu. Þeirri áætlun er ætlað að sporna gegn aðskilnaðaröflum og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum.
Frakkland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira