Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttum greinum við frá áhyggjum sóttvarnayfirvalda um að kórónuveirufaraldurinn sé aftur að sækja í sig veðrir sem skora á almenning um að sýna samstöðu í persónulegum sóttvörnum.

Í kvöldfréttum greinum við frá áhyggjum sóttvarnayfirvalda um að kórónuveirufaraldurinn sé aftur að sækja í sig veðrir sem skora á almenning um að sýna samstöðu í persónulegum sóttvörnum.

Þá komu fram misvísandi staðhæfingar á upplýsingafundi um faraldurinn í dag varðandi rakningu á smiti til verslunarmiðstöðva sem ekki reyndust réttar. 

Landhelgisgæslan hefur enga þyrlu til afnota í dag og á morgun og hefur Gæslan því ákveðið að senda varðskipið Tý til Vestmannaeyja til að vera þar í viðbragðsstöðu fyrir sjófarendur og Eyjamenn. Þór er síðan staðsettur fyrir norðan land.

Þá bregðum við okkur til Flateyrar þar sem menn eru í óða önn að ljúka við uppbyggingu á húsnæði fyrir sæbjúgnavinnslu sem skapa mun um þrjátíu störf. 

Þetta og margt fleira á samtengsum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×