Hætt að taka þátt í tískusýningum trúarinnar vegna Sylvía Hall skrifar 26. nóvember 2020 19:44 Halima Aden. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Bandaríska ofurfyrirsætan Halima Aden er hætt að taka þátt í tískusýningum vegna trúar sinnar. Hún segist margoft hafa þurft að fórna gildum sínum fyrir vinnu sína en kórónuveirufaraldurinn hafi gefið henni svigrúm til að endurskoða afstöðu sína. „Móðir mín er búin að vera að biðja mig í mörg ár um að opna augun. Þökk sé Covid og pásunni frá bransanum hef ég loksins áttað mig á því hvar ég leiddist af brautinni á hijab-vegferð minni,“ skrifaði Aden á Instagram í vikunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul hefur hún setið fyrir á forsíðum breska Vogue, arabíska Vogue og Allure. Aden var uppgötvuð af umboðsskrifstofunni IMG Models þegar hún var 18 ára gömul, en á þeim tíma tók hún þátt í keppninni ungfrú Minnesota. Síðan þá hefur hún tekið þátt í tískusýningum fyrir meðal annars Rihönnu og Kanye West, og komið fram á tískuvikunni í New York. Í einlægum færslum á Instagram hrósaði hún Rihönnu fyrir að leyfa sér að nota hijab að eigin vali þegar hún kom fram á tískusýningum söngkonunnar. Hún hefði margoft þurft að nota flíkur sem hijab, þvert á eigin sannfæringu, og misst af bænastundum fyrir störfin. Þá minnist hún þess að hafa grátið eftir fyrirsætustörf þar sem hún þorði ekki að mótmæla leiðbeiningum á setti. „Móðir mín bað mig um að hætta fyrirsætustörfum fyrir löngu síðan. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið í svo mikla vörn. Hún var sú eina sem hafði einlægan hag minn fyrir brjósti.“ Hún segist eingöngu geta kennt sjálfri sér um upplifun sína, enda hafi hún verið uppteknari af tækifærum en því sem „raunverulega var í húfi“. Fjölmargir kollegar Aden hafa lýst yfir stuðningi við ákvörðun hennar, þar á meðal systurnar Gigi og Bella Hadid. Trúmál Bandaríkin Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Móðir mín er búin að vera að biðja mig í mörg ár um að opna augun. Þökk sé Covid og pásunni frá bransanum hef ég loksins áttað mig á því hvar ég leiddist af brautinni á hijab-vegferð minni,“ skrifaði Aden á Instagram í vikunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul hefur hún setið fyrir á forsíðum breska Vogue, arabíska Vogue og Allure. Aden var uppgötvuð af umboðsskrifstofunni IMG Models þegar hún var 18 ára gömul, en á þeim tíma tók hún þátt í keppninni ungfrú Minnesota. Síðan þá hefur hún tekið þátt í tískusýningum fyrir meðal annars Rihönnu og Kanye West, og komið fram á tískuvikunni í New York. Í einlægum færslum á Instagram hrósaði hún Rihönnu fyrir að leyfa sér að nota hijab að eigin vali þegar hún kom fram á tískusýningum söngkonunnar. Hún hefði margoft þurft að nota flíkur sem hijab, þvert á eigin sannfæringu, og misst af bænastundum fyrir störfin. Þá minnist hún þess að hafa grátið eftir fyrirsætustörf þar sem hún þorði ekki að mótmæla leiðbeiningum á setti. „Móðir mín bað mig um að hætta fyrirsætustörfum fyrir löngu síðan. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið í svo mikla vörn. Hún var sú eina sem hafði einlægan hag minn fyrir brjósti.“ Hún segist eingöngu geta kennt sjálfri sér um upplifun sína, enda hafi hún verið uppteknari af tækifærum en því sem „raunverulega var í húfi“. Fjölmargir kollegar Aden hafa lýst yfir stuðningi við ákvörðun hennar, þar á meðal systurnar Gigi og Bella Hadid.
Trúmál Bandaríkin Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira